Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 16
Kynningarfulltrúi UMFÍ Starfsemi hreyfingarinnar er hluti af hverri fjölskyldu í landinu, segir Páll Guðmundsson kynningarfulltrúi UMFÍ Síðast liðið sumar tók Páll Guðmundsson við starfi kynningarfulltrúa hjá Ungmennafélagi Islands. Um var að ræða nýtt starf sem meðal annars er fólgið í að kynna starfsemi UMFÍ bæði út á við til fjölmiðla og landsmanna og eins inn á við í hreyfinguna og til félagsmanna. Páll er borinn og barnfæddur Selfyssingur, vann í kaupfélaginu sem gutti og þaðan lá leiðin í Samvinnuskólann á Bifröst og síðan í Iþrótta- kennaraskóla Islands á Laugarvatni. Páll byr- jaði ungur að æfa íþróttir og mætti á sína fyrstu æfingu hjá Ungmennafélagi Selfoss fimm ára gamall hjá frjálsíþróttadeildinni. Hverfabardagar og gömlu góðu leikirnir „Það var fátt annað sem komst að hjá manni en íþróttir þegar maður var polli. Reyndar voru hverfabardagar með sverðum, spjótum og skjöldum vinsælir, og eins gömlu góðu leikirnir, kíló, brennó, fallin spítan og fleira, en annars voru það íþróttirnar sem áttu hug manns allan," segir Páll og rifjar upp gamla tíma. „Ég hætti reyndar fljótlega í frjálsum eftir að það var útséð að ég kæmist ekki lengra en 2 metra í langstökki án atrennu og ekki yfir 120 cm í hástökki og snéri mér að boltaíþróttum, „segir Páll brosandi sem fyrir tveimur árum lagði skóna á hilluna eftir næstum 20 ára farsælann knattspyrnuferil í meistara- flokki. „Jú, ég átti mjög ánægjulegan feril sem knattspyrnumaður. Lék meðal annars með ÍA, Leiftri og ÍBV og um skeið í Noregi og Grikklandi. Það var mjög gaman að fá tækifæri til að ferðast mikið bæði innan- lands og erlendis og eins líka að kynnast þeim fjölmörgu aðilum sem maður í gegnum boltann." Páll stundaði nám við Sam- vinnuskólann á Bifröst og Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni. „Þetta voru báðir mjög skemmtilegir skólar, mik- ið líf og fjör á báðum stöðum og dvöl í heimavistarskóla er mjög skemmtileg og góð reynsla. Ekki skemmir fyrir að bæði Laugarvatn og Bifröst eru einstaklega fallegir staðir enda voru nemendur í skólum dug- legir að stunda margvíslega útivist." Skemmtilegt starf Páll tók við starfi kynningar- fulltrúa síðast liðið sumar. Hvernig hefur starfið lagst í hann? „Þetta er búið að vera mjög gaman. Starfsemi UMFÍ og ungmennafélagshreyfingar- innar er miklu fjölbreyttari og víðtækari en ég hafði gert mér í hugarlund. Það má segja að starfsemi hreyfingarinnar sé hluti af hverri fjölskyldu í landinu, því hreyfingin starfar á sviði íþrótta, umhverfismála, menningar, erlendra samskipta og fræðslu með það að leiðar- ljósi að hvetja alla til þátttöku og allir eigi að hafa möguleika til að taka þátt í starfinu og þessi atriði sem ég taldi upp eru áhugamál hjá fjölskyldu- fólki almennt í landinu." I vetur hafa Páll og Valdimar Gunnarsson fræðslustjóri UMFI verið á ferð um landið og heimsótt skóla og félög til meðal annars að kynna starf- semi UMFÍ. „Við höfum verið að heimsækja skóla vítt og breytt um landið, bæði fram- haldsskóla og grunnskóla og höfum rætt við krakka og bent þeim á möguleika til að taka þátt í íþróttum og félagsstarfi. Við höfum haft Orn Arnarson evrópumeistara í sundi með í för og höfum við alls staðar fengið fínar móttökur hjá krökkunum. Við höfum lagt á það áherslu að þátttakan sé mikilvæg og hver og einn geti sett sér markmið út frá eigin getu og áhuga. Þetta snýst ekki allt um það að vera bestur. Síðan hefur Valdimar verið á fullu með Leiðtogaskólann og staðið fyrir formannanámskeiðum og leiðtogaþjálfun sem hafa gen- gið mjög vel."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.