Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 23
Hættum að reykja Reykjanesbær með bæjarstjór- ann Arna Sigfússon í farar- broddi hefur stutt myndarlega við verkefnið „Hættum að reykja!" sem Ungmennafélag íslands ásamt öðrum er aðili að. Ekki alls fyrir löngu spjall- aði Skapti Örn Ólafsson við Árna um verkefnið fyrir Skin- faxa. „Að fleira ungu fólki finnist það algjör vitleysa að reykja!“ - segir Árni Sigfússon bæjarstjóri markmiðið vera með verkefninu „Hættum að reykja!“ Óhefðbundin hugmynd verður að veruleika Árni er fjögurra barna faðir, fæddur í Vestmannaeyjum árið 1956 og ham- ingjusamlega giftur sömu konunni og sáttur við lífið og tilveruna eins og hann orðar það. Þegar Árni er spurður út í menntun þá segir hann menntun vera þá þekkingu sem situr eftir þegar skóla- göngu líkur. „Menntun er enn að safnast fyrir hjá mér. Ég lauk B.Ed prófi frá KHÍ, fór í nám í stjórnun og stjórnsýslu við Tennessee háskóla í Bandaríkjunum og lauk þaðan Mastersgráðu 1986," segir Árni sem óhætt er að segja að hafi starfað við margt. „Ég hef verið sjómaður, verka- maður, verslunarmaður, deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands, framkvæmdastjóri Tæknivals, og nú bæjarstjóri, auk ýmissa hliðaverkefna eins og aðrir Islendingar. Ég var borgar- fulltrúi í Reykjavík frá 1986-1999," segir Árni hokinn af reynslu. Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum í bænum hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu „Hættum að reykja" af miklum myndarskap með fjárframlögum. En hvers vegna tekur Reykjanesbær þátt í verkefninu? „Þegar tónlistarathafnamaðurinn Jóhann G. Jóhannsson ræddi við mig um hug- mynd sína fannst mér hún góð. Of margir Islendingar reykja, þótt þeir viti hversu vitlaust það er. Hið sama gildir hér hjá okkur! Við þurfum að gera eitthvað í málinu, eitthvað sem er óhefðbundið. Hugmynd Jóhanns var óhefðbundin," segir bæjarstjórinn. Margir koma að góðu verkefni Hvernig er aðkoma ykkar að verk- efninu? „Við vorum frumkvöðlar. Með stuðningi okkar og hvatningu til fyrirtækja í bæn- um tókst að safna fyrir góðu plötuupp- lagi, sem var svo gefið til skólakrakk- anna. Þau hafa selt upplagið að mestu og fengið dágóðan pening til heilbrigðra nota," segir Árni. Auk Reykjanesbæjar styrkja eftirtalin fyrirtæki hvatningarátakið: Sparisjóð- urinn í Keflavík, Hitaveita Suðurnesja, Aðalstöðin, Apótek Keflavíkur, Plastgerð Suðurnesja, Verslunarmannafélag Suður- nesja, Sjóvá-almennar, Tryggingamið- stöðin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Matar- lyst-Atlanta og Verkfræðistofa Njarð- víkur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.