Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 31
•Árnór Bcnóiiýsson „Já það er rétt við erum nú að láta skrifa fyrir okkur söngleik sem ber vinnuheitið „Landsmótið" og gerist á Landsmóti UMFÍ á sjöunda áratugnum á Norðurlandi. Þar takast á borgar- og sveita- menning og hin gömlu gildi andspænis bítlamenning- unni," sagði leikstjórinn og heldur áfram. „Það er ætlun- in að koma fyrir sem flestu af því fjölbreytilega mannlífi sem einkennir Landsmót. íþróttakeppni verður áber- andi (hvernig sem svo gengur að koma henni til skila á litlu leiksviði.), síðan svífur róm- antíkin að sjálfsögðu yfir vötnum og ungmennafélags- andinn og vínandinn takast á um sálirnar," sagði Arnór sem ekki vildi upplýsa les- endur Skinfaxa of mikið um leikritið. „Annars er rétt að upplýsa ekki of mikið á þessu stigi málsins enda sitja höfundarnir þeir Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri og Hörður Þór Benónýsson múr- bóndi með sveittan skallann við skriftir." Þá bera að geta þess að tónlist Bítlanna verð- ur áberandi í leikverkinu. ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn „Það er nú svo að útfærsla á henni er í huglægri vinnslu og best að hafa um það sem fæst orð á þessari stundu. En það sér hver maður í hendi sér að t.d. stangarstökk og spjótkast er ögrandi verkefni í þessu samhengi," sagði leikstjórinn. Æfingar í haust - frumsýning á nýju ári En endar leikritið vel? „Þetta gamansöngleikur með raunsönnum undirtón og sem slíkur endar hann að sjálfsögðu vel. Að vísu er það svo með leikverk að endir þeirra er jafnan afstæður, það sem einum finnst gott líkar öðrum miður og svo framvegis. En við munum leggja okkur fram um að fanga og koma til skila þeirri lífsgleði og þrótti sem jafnan einkenna Landsmót Ungmennafélags ís- lands," sagði Arnór að lokum og vildi bæta því við að æfingar á leikritinu munu hefjast 16. október og stefnt verði að frumsýningu 6. febrúar á næsta ári. Nú er handritið að leikritinu sérstaklega samið fyrir ykkur í Eflingu. Það hlýtur að vera krefjandi að setja upp þannig Ieikverk? „Auðvita er á margan hátt flóknara og erfiðara að setja upp frumsamið verk, en það hefur þó einnig þann kost að fyrirmyndir eru engar og hægt að nýta ímyndaraflið óhamið af fyrirframgefnum hugmyndum. En vinnan sem leggja verður fram er vitaskuld meiri ekki síst við að slípa verkið og laga það að aðstæðum og einstak- lingum," sagði Arnór. Þegar Arnór var spurður að því hvort leiklistargyðjan lifi góðu lífi í Þingeyjar- sýslunum sagði hann svo vera. „Það er óhætt að segja það þar sem hefðin fyrir leiklist er hér rík. Það á við um alla sýsluna enda starfa hér þrjú félög af miklum þrótti." Eins og áður segir verður keppt í ýmsum íþróttagreinum í leikritinu og mun það vera einsdæmi. Leiklistin innan ungmennafélagsins hefur heldur betur blómstrað síð- ustu mánuðina og hafa mörg leik- ritin litið dagsins ljós og fengið af- bragðsdóma. Umf. Vaka sýndi í apríl leikritið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í Þjórsárveri. Leikarar voru alls 12 og allir félagar í Umf. Vöku, og leik- stjóri var Gunnar Sigurðsson. Leikdeild UMF. Reykdæla sýndi í apríl farsann, Góðverkin kalla, eftir þá Armann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son. Leikritið fjallar um tvo karla- klúbba (Dívans og Lóðarís) og kvenfélagið Sverðliljurnar sem keppast við að gefa sjúkrahúsi í litlu þorpi úti á landi sem veglegustu afmælisgjöfina á 100 ára afmæli þess. Mikið gengur á og ýmsum brögðum er beitt til að klekkja á andstæð- ingum. Verkið er eitt grín frá upphafi og endar það með mjög svo óvænt- um og sérstökum hætti. Leikstjóri var Valgeir Skagfjörð og tóku tíu leikarar þátt í uppfærslunni. Sýn- ingin hlaut mikið lof fyrir góðan leik, skemmtilega umgjörð og framsetn- ingu. Umf. Þórsmörk í Fljótshlíð fumsýndi gamanleikinn GRÆNU LYFTUNA í félagsheimilinu Goðalandi í Fljóts- hlíð í lok mars sem tókst vel. Gátu sýningagestir því kæst með hækk- andi sól. Leikdeild UMF Stafholtstungna í Borgarfirði (UMSB) sýndi í lok mars leikritið „EF ÉG VÆRl GULLFISK- UR" sem er stórskemmtilegur farsi eftir Arna lbsen í leikstjórn Þórunnar Pálsdóttur og tókst vel til.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.