Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 14
Fíkn er fjötur „Viljum ná til foreldranna" - segir Pétur Guðmundsson sem var einn af skipuleggjendum verkefnisins „Fíkn er fjötur" Ungmennafélag íslands og Kammerkór Reykjavíkur stóðu í mars fyrir sannkölluðum stór- tónleikum víða um land undir yfirskriftinni „Fíkn er fjötur". Um 1200 manns komu að fram- kvæmd tónleikanna og söfn- uðust hundruð þúsunda sem renna til baráttunnar gegn fíkniefnadjöflinum, en „Fíkn er fjötur" er gott innlegg í þá miklu baráttu. Blaðamaður Skinfaxa hitti Pétur Guð- mundsson, einn af forsprökk- um þessa tónleikahalds og meðlim í Kammerkórnum, og átti við hann gott spjall um tónleikana. Ungur en stórhuga Kammerkór Þrátt fyrir ungan ald- ur hefur Kammerkór Pétur Guðmundsson hefur frá því hann man eftir sér verið syngjandi og nýtur Kammerkór Reykjavíkur nú krafta hans, en áður hefur Pétur sungið með mörgum kórum og sönghópum. Hann er fæddur og uppalinn Húnvetningur og á því ekki langt að sækja sönghæfileikana. „Mikil tónlist var í fjölskyldunni og má segja að það hafi verið regla á heimilinu þegar ég var strákur að við systkinin sungum á hverjum degi," segir Pétur. „I dag syng ég með Kammerkór Reykjavíkur sem við stofnuðum fyrir réttu ári síðan nokkrir félagarnir." Reykjavíkur heldur betur látið að sér kve- ða með tónleikunum „Fíkn er fjötur". Mikil tónlist var í fjölskyldunni og má segja að það hafi verið regla á heimilinu þegar ég var strákur að við systkinin sungum á hverjum degi. „Segja má að tónleik- arnir í samvinnu við UMFI hafi verið aðrir stórtónleikarnir sem við stöndum að því í fyrra héldum við tón- leika til styrktar Götu- smiðjunni. Þá söng kórinn reyndar ekki heldur sá um skipu- lagninguna en hvað tónleikana „Fíkn er fjötur" varðar sáum við um skipulagn- inguna og sungum ásamt mörgum öðrum kórum og einsöngvurum," segir Pétur. Sannkallað stórvirki Þátttakendur í tónleikunum í Reykjavík voru ásamt Kammerkórnum, Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Kammerkór Suður- lands Skálholti, Kvennakór Reykjavíkur, Flensborgarkórinn, Skaftfellingakórinn, Þrestir frá Hafnarfirði, Arnesingakórinn og Kvennakór Hafnarfjarðar. Þá tóku einsöng- vararnir Signý Sæmundsdóttir, Kristín S. Snædal, Snorri Wium og Davíð Ólafsson einnig þátt. Söngstjóri yfir þessum mikla

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.