Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 10
Unglingalandsmót UMFÍ á ísafirði 2003 „Verið hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ á ísafirði,, - segir Ingi Þór Ágústsson formaður unglingalandsmótsnefndar UMFÍ Ingi Þór Ágústsson er 31. árs, fæddur og uppalinn á Isafirði. Kvæntur Sesselju Österby og saman eiga þau tvær dætur, 8 og 14 ára. Ingi Þór er menntaður hjúkrunarfræðingur og vinnur á skurðstofu á sjúkrahúsinu á ísafirði. Hann var sundmaður á sínum yngri árum en þjálfar nú sundfélagið á ísafirði. Þá á Ingi Þór sæti í bæjarstjórn Isafjarðarbæjar og er formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar bæj- arins. Hans helstu áhugamál eru íþróttir alls- konar, sérstaklega köfun sem hann reynir að stunda þegar hann hefur tíma til þess. Ásamt öllu þessu er Ingi Þór formaður unglinga- landsmótsnefndar UMFÍ, en um verslunar- mannahelgina mun mótið fara þar fram. Skin- faxi fékk formanninn, þjálfarann, bæjar- fulltrúann og hjúkrunarfræðinginn í létta yfirheyrslu að því tilefni. Gefandi starf Hefur þú starfað lengi innan Ungmenna- hreyfingarinnar? „Ég er nokkuð nýr í starfi innan ung- mennahreyfingarinnar. Isfirskir íþrótta- menn voru hér áður í ÍBÍ og það íþrótta- bandalag tilheyrði ISI eingöngu. Það var síðan árið 2000 sem ÍBÍ sameinaðist HVÍ og úr varð HSV sem gekk í raðir UMFÍ. Það voru virkilega ánægjuleg tíðindi fyrir mig því að ég hef verið mikill aðdáandi ung- mennafélagsandanns í áraraðir. Ég hef setið í stjórn HSV frá upphafi, fyrst sem meðstjórnandi, síðar sem gjaldkeri en ég sagði mig úr stjórn HSV í byrjun desember 2002. Starf innan Ungmennahreyfingar- innar hefur gefið mér mjög mikið og hefur þessi tími verið mjög gefandi og styrkjandi fyrir mig sem persónu." Segðu mér aðeins frá unglingalands- mótinu sem fram fer á ísafirði í ágúst? „Þetta verður ein allsherjar íþrótta- og fjölskylduhátíð. Við viljum skapa vettvang fyrir alla fjölskylduna til að koma saman og vera saman eina helgi, fjarri áfengi og vímu hverskonar. Fjölskyldan á að koma saman á þetta mót, keppa í íþróttum, skemmta sér saman og njóta samverunnar hvort við annað." Hvernig eru aðstæður á ísafirði fyrir mót sem þetta? „ísfirðingar eru þekktir fyrir að taka vel á móti sínum gestum. Aðstæður eru eins og best verður á kosið fyrir þetta mót. Tjald- stæðin verða á mjög góðum stað, aðstæður fyrir þær íþróttagreinar sem keppt verður í eru til fyrirmyndar. I einhverja uppbygg- ingu þarf að fara en það er ætlunin að gera atrennubraut fyrir langstökk og svæði fyrir hástökkskeppni klárt við aðalvöll bæjarins. Nú nýverið samþykkti síðan bæjarstjórn ísafjarðarbæjar að ráðast í byggingu á gervigrasvelli sem á að vera tilbúinn fyrir þetta mót." Undirbúningur í góðum höndum Hvernig er undirbúningi fyrir mótið háttað, hefur hann staðið lengi yfir? HSV tók að sér þetta mót með mjög skömmum fyrirvara. Um leið og ljóst var að mótið færi vestur á firði var ákveðið að skipa undirbúningsnefnd sem hefur á að skipa þremur einstaklingum frá UMFÍ, þremur frá HSV og einum frá Isafjarðarbæ. Jafnframt þessu var ráðin framkvæmda- stjóri fyrir mótið og hófst hann strax handa við að skipuleggja starfið framundan sem er mikið og verður að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Síðasta unglinga- landsmót var haldið með stórkostlegum hætti í Stykkishólmi fyrir ári síðan. Þeir fengu tvö ár til að undirbúa sitt mót en við höfum sjö mánuði til að gera betur og halda hér stórkostlegt mót fyrir alla fjölskylduna. Mikill tími og fjármunir munu fara í það að auglýsa mótið þannig að allir viti af þessum atburði. Búið er að finna alla sérgreinastjóra sem stjórna íþróttaþætti mótsins og einnig hefur frábært par, sem eru bæði íþróttafræðingar, tekið að sér að vera mótsstjórar, þannig að íþróttakeppni mótsins er í góðum málum. Þessar vikurnar er verið að ræða við alla aðila sem munu koma að þessu móti beint

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.