Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 11
UnglingalairtteiTrat-gflOfr og óbeint, þ.e.a.s. aðila í ferðamálum, aðila í þjónustu, löggæsluaðila og björgunar- sveitir. Þannig að mikil vinna er eftir en margt hefur þegar verið tryggt og gengið frá. Undirbúningur fyrir þetta mót er í góðum höndum og ég get fullvissað alla aðila að allt verður klárt á réttum tíma." Hvað er búist við mörgum þátttakendum í landsmótinu? „Þessi spurning er alltaf erfið. Við vonumst svo sannarlega til þess að allir foreldrar landsins spyrji sig ákveðinnar spurningar þegar verslunarmartnahelgin er skipulögð „Hvar vil ég hafa barnið mitt þessa helgi". Þegar þessari spurningu er svarað þá kemur í ljós að unglingalandsmót er mjög góður kostur fyrir alla þá sem vilja sjá barnið sitt í vímuefnalausu umhverfi, við keppni í íþróttum með mjög fjölbreyti- legum skemmtiatriðum um allan bæ alla helgina. Við erum að vonast til þess að allt að 6-10 þúsund einstaklingar leggi leið sína í faðm fjalla blárra um verslunarmanna- helgina 2003." Ungt félag stendur að Landsmótinu í ár Hverjir geta tekið þátt í Landsmótinu? „Það geta allir íþróttamenn landsins sem eru á aldrinum 11-18 ára tekið þátt á þessu móti. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig á heimasíðu mótsins innan nokkra daga en þar þurfa þeir að tilgreina undir hvaða íþróttabandalagi eða ungmennafélagi þeir keppa fyrir. Við viljum fá krakka á þessum aldri hingað vestur þessa helgi. Best væri að krakkarnir kæmu í fylgd sinna foreldra- /forráðamanna. Ef ekki er hægt að koma því við þá verða krakkar að koma í fylgd með ábyrgðarmanni sem kernur með þeim og ber ábyrgð á þeim á meðan á dvöl þeirri stendur." Að þessu sinni er Landsmótið í umsjón Héraðssambands Vestfjarða. Segðu Skin- faxa aðeins frá héraðssambandinu? „Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) var stofnað við sameiningu ÍBÍ og HVÍ snemma árs 2000. Þetta er ungt félag sem sett hefur markið hátt. Við höfum tekið þátt á einu landsmóti UMFÍ, á Egilsstöðum það sama ár og stóðum okkur mjög vel. Eins og margir vita sóttum við um að halda landmótið árið 2004 en því miður varð ekkert úr því að þessu sinni. Mikið hefur því gengið á þessi 3 ár síðan félagið var stofnað. 1 dag eru rúmlega 3000 félags- menn í HSV sem segir okkur að margir eru að stunda íþróttir innan ísafjarðarbæjar. Til þess að gera HSV kleift að standa vel að sinni starfsemi gekk ísafjarðarbær að samstarfssamningi við félagið en hann gerði félaginu kleift að ráða sér fram- kvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri var ráðinn til starfa nú rétt eftir áramótin og er að vinna vel að hag félagsins. HSV stefnir enn hærra á næstu árum og er því Ung- lingalandsmótið mikill heiður fyrir okkur og gerir félaginu kleift að styrkja innviðimi í þá átt að ná lengra." Fjölbreytt dagskrá á Landsmóti f hvaða greinum er keppt á Landsmótinu? „Það er keppt í frjálsum, fótbolta, körfu- bolta, handbolta, sundi, glímu, skák og golfi. íþróttamenn ættu því að finna grein við sitt hæfi og mæta fylktu liði á mótið til keppni við sína jafnaldra." Að þessu sinni er í fyrsta skipti keppt í listum og menningu á Unglingalands- móti. Segðu Skinfaxa aðeins frá því. „Já, við ætlum að gera þennan þátt að stóru atriði á þessu móti. Við erum í góðu samstarfi við Samfés og höfum skipað sérstakan verkefnishóp til að stjórna framkvæmd á þessu atriði. Félagsmiðstöð- var út um allt land eru þessa dagana að þróa með sér atriði sem þær ætla síðan að mæta með á hæfileikakeppni unglinga- landsmótsins. Það verður gaman að sjá atriðin sem koma vestur og bíð ég í ofvæni eftir þessum þætti mótsins. Krakkarnir í þessu eiga eflaust eftir að lita svolítið bæj- arlífið með sinni sýn." Þá er einnig keppt í foreldraþrautum á mótinu, er Landsmótið ein alsherjar fjöl- skylduskemmtun? „Við viljum fá alla fjölskylduna til að taka þátt á einn eða annan hátt í þessu móti. Fá pabbana og mömmurnar til að hópa sig saman og keppa í margvíslegum þrautum. Afar og ömmur, frændur og frænkur saman í liði. Eg sé fyrir mér að þetta gæti verið mjög skemmtilegt fyrir fjölskylduna. Allir meðlimir hennar hafa því tækifæri til að taka þátt í keppni á mótinu, sér og öðrum til skemmtunar. Það er von mín að fólk sleppi sér augnablik þessa helgi og finni barnið í sjálfum sér og leyfi því að njóta sín. Allir verða að viðhalda barninu í sjálfum sér, hvað er skemmtilegra en að gera það á móti sem þessu?" Nú er þetta í þriðja sinn sem Landsmótið er haldið um verslunarmannahelgi, eru þið komnir í samkeppni við aðrar útihátíðir eins og Þjóðhátíð og Galtalæk? „Jú, það má segja það. Við viljum að fjölskyldur landsins hafi val á því hvar og þá hvernig þær vilja eyða dýrmætum tíma sínum þessa helgi. Vilja foreldrar sjá á eftir börnunum sínum á hátíðir, þar sem vímuefni hverskonar er allsráðandi, eða vilja þau senda börnin sín á vímuefnalausa íþróttahátíð sem skipulögð eru af Ung- mennahreyfingunni. Nú hafa fjölskyldur landsins val og við vitum að þær velja vel." Oflugir bakhjarlar A móti sól mun spila fyrir dansi á Lands- mótinu. Það ætti ekki að skemma fyrir? „Nei alls ekki. Á móti Sól mun verða aðalhljómsveit Unglingalandsmótsins. Við erum sannarlega ánægð með að samningar hafa tekist við hljómsveitina. Þeir munu verða á Isafirði alla helgina og spila á kvöldvökum mótsins." Til að mót sem þetta geti orðið að veru- leika koma við sögu margir styrktaraðilar. Hverjir eru helstu bakhjarlar mótsins í ár? „Stærsti einstaki styrktaraðili mótsins er Menntamálaráðuneytið sem styrkir þetta mót um 10 milljónir króna. Það er sannar- lega ánægjulegt að ráðamenn þjóðarinnar komi svona vel að þessu. Menntamála- ráðuneytið leggur fram mjög myndarlega með fjárupphæð til að gefa fjölskyldum landsins val um þessa helgi. Einnig eru það nokkur yndisleg fyrirtæki sem hafa styrkt okkur myndarlega í ár. Þau eru Visa, Bifreiðar- og Landbúnaðarvélar, Islands- banki, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Flugfélag íslands og 66°norður. Svo má alls ekki gleyma að áfengis-og vímuvarnarráð styrkir okkur einnig mjög myndarlega. Það fjármagn sem þessir aðilar leggja fram eru ómetanlegir í því að halda þetta mót. Þau eru einnig að gefa öllurn fjölskyldum landsins kost á því að velja rétt um verslunarmannahelgina." Þannig að þú býst við góðu og skemm- tilegu Landsmóti á Isafirði dagana 1. - 3. ágúst nk.? „Ó, já. íbúar í ísafjarðarbæ bíða spenntir eftir því að geta stjanað við þá gesti sem heimsækja okkur um verslunarmanna- helgina 2003. Verið hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót UMFI á Isafirði öll sem eitt." B.UNGLINGA LAMDSMOT UMFÍ ÍSAFIRÐI 1 .-3. ÁGÚST

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.