Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 7
Unglingalandsmót 2003 Á ísafiröi og nágrenni leynasPtftargar náttúruperlur sem landsmótsgestir ættu að skoða ^ ' upplýsingamiðstöð með afþreyingu. Svo væri annað svæði sem heitir hátíðarsvæði þar sem dansleikir, verðlaunaafhendingar og aðrir viðburðir fara fram. Þorpin verða þó í mikill nálægð hvort við annað þannig að allir viðburðirnir fari fram á sama svæði. Þá hefur ísafjörður sýna sérstöðu og við munum reyna að byggja á henni. Við mun- um vinna náið með ferðamálayfirvöldum á staðnum og bjóða upp á ferðir m.a. á Hornstrandir og fleiri staði sem hægt er að finna á ísafirði og nágrenni." Þið ætlið m.a. að gefa út blað í tilefni mótsins og ferðamálayfirvöld á Vestfjörð- um ætla að taka þátt í gerð þessa blaðs með það að markmiði að kynna fyrir mótsgestum hvað Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Áttu von á að mótsgestir noti tæki- færið til að skoða helstu náttúruperlur Vestfjarða? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að fólk mun nota tækifærið og gefa sér tíma til að fullkomna ferðina með því að skoða og upplifa þessa fallegu náttúru. Með því að upplýsa fólk um þessa möguleika sem náttúran hefur upp á að bjóða þá held ég að fólk fari fyrr af stað og gefi sér meiri tíma áður en það fer heim aftur. Enda ætla ferðaaðilar á Vestfjörðum að sjá til þess að fólk geti nálgast þessa staði og fengið að upplifa þá." Unglingalandsmótið í fyrra var öllum opið. Verður áframhald þar á? „Já, þessi breyting tókst mjög vel og því engin ástæða til að breyta því enda finnst mér það grunnforsenda að allir eigi rétt á að vera með. Þátttakendur þurfa því ekki að vera ungmennafélagar eða í félagi yfir höfuð því við ætlum t.d. að vera með nýbreytni í skráningu fyrir fótboltann. Þátttakendur geta skráð sig í gegnum netið og svo er raðað í lið af handahófi. Þannig þurfa keppendur ekki að safna liði áður en þeir mæta heldur lenda þeir með einhverjum sem þeir þekkja ekki. Þessi safnlið munu taka þátt í hinni hefðbundnu keppni í fótbolta og verða skírð sérstökum nöfnum. Þetta er tilraun sem við vonumst til að börnin og unglingarnir nýti sér vel. Þannig að þátttakendur geta með þessu nýja fyrirkomulagi eignast nýja vini og myndað traust vinasambönd? „Já, einmitt. Með þessu fyrirkomulagi erum við að auvelda tengslamyndum á milli þátttakenda og sköpum þannig vina- sambönd sem endast vonandi til æviloka." Aldursmörkin 11 -18 ára Einhverjar veigamiklar breytingar frá mótinu í fyrra? „Já, þar sem sjálfræðisaldurinn hefur verið hækkaður upp í 18 ár fannst okkur eðlilegt að fylgja þeirri breytingu. Þess vegna hefur verið samþykkt að hækka aldursmörk þátttakenda í íþróttakeppninni á unglinga- landsmótinu upp í 18 ár og því geta allir sem eru á aldrinum 11 - 18 ára tekið þátt í íþróttakeppni á mótinu." í hvaða íþróttagreinum verður keppt á mótinu? „Keppt verður í 8 íþróttagreinum: knatt- spyrna (7 í liði), körfuknattleikur, hand- knattleikur (12-13 ára), frjálsar íþróttir, sund, golf, skák og glíma. I sundi verður keppt í 50m og lOOm skriðsundi, 50m og lOOm bringusundi, 200m fjórsundi og 4x50m skriðsundi. I frjálsum verður keppt í 60m og lOOm hlaupi, Víðavangshlaupi langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjót- kasti." Hvað er fleira á dagskrá? „Það verður einnig hæfileikakeppni í samvinnu við Samfés samtök félagsmiðstöðva á Islandi. Keppnin er fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína á einhvern annan hátt en í íþróttum. Unglingar á aldrinum 13 - 18 ára geta verið með. Þrjú bestu atriðin hljóta viðurkenn- ingu og verða sýnd á kvöldvöku. Þetta er tilvalið fyrir bekki, félagsmiðstöðvar og einstaklinga að skrá sig til keppni." Einhver þekkt andlit sem koma og skemmta? „Samið hefur verið við hljómsveitina Á móti sól sem mun skemmta á dansleikjum á laugardags- og sunnudagskvöldið. Þeir munu gefa út plötu í júní og fylgja henni eftir með hljómleikum og dansleikjum um land allt og þar er Unglingalandsmótið á ísafirði hápunktur herferðar hljómsveitar- innar Á móti sól." Þannig að búast má við miklu lífi og fjöri á ísafirði? „Við ætlum að skapa karnivalstemmingu fyrir alla fjölskylduna. Bærinn verður iðandi af lífi allan tíman og eitthvað að gerast út um allan bæ og í nærliggjandi byggðarlögum. Isfirðingar ætla að taka vel á móti gestum sínum enda ekki á hverjum degi sem þeir fá tækifæri að gera það um Verslunarmannahelgina. Ég get lofað því að þetta verður upplifun fyrir alla fjölskylduna sem talað verður um í mörg ár á eftir." Hvernig geta menn skráð sig á mótið eða fengið nánari upplýsingar? „Skráning á mótið fer fram á netinu á heimasíðu unglingalandsmótsins, www.umfi.is/ulm2003. Félög og einstaklingar eru beðin að skrá sig til þátttöku á netinu, en þó er hægt að hringja í síma 568 2929 og skrá sig og fá nánari upplýsingar. Skráningarfrestur er til 15. júlí 2003." Keppnisgjald fyrir hvern einstakling verður kr 4.500. Innifalið í keppnisgjaldinu er þátttaka í keppni, dansleikir og öll önn- ur skemmtun og aðstaða fyrir fjölskylduna. Einnig fá þátttakendur tösku, mótsbol og óvæntan glaðning. Það verður einnig hæfileikakeppni í samvinnu við Samfés samtök félagsmiðstöðva á íslandi. Keppnin er fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína á einhvern annan hátt en í íþróttum. Unglingar á aldrinum 13 -18 ára geta verið með.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.