Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 24
Hættum að reykja Upptakan týnd! Nú var gefinn út geisladiskur vegna verkefnisins þar sem stjörnur á borð við Birgittu Hauk- dal, Jónsa í Svörtum fötum, Hreim í Landi og sonum og Jóhannu Guðrúnu syngja. Þú hefur ekki viljað taka lagið þar sem þú ert nú „gamall hundur" í tónlistarbrans- anum? „I stað þessara söngfugla var ég látinn syngja með Jóni Kristjáns- syni heilbigðisráðherra, landlækni, bæjarstjóranum í Garðabæ og fleira öndvegisfólki. Það virðist hafa tek- ist þannig hjá okkur að upptakan er týnd!," segir bæjarstjórinn í gaman- sömum tón. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundadeild Reykjanesbæjar fær 1200 eintök af geistaplötunni, „Hættum að reykja!" sem gefin er út sérstaklega í tilefni hvatningar- átaksins. Upplaginu verður dreift sem gjöf frá ofangreindum aðilum til nemendafélaga í grunnskólum bæjarins. Þau geta nýtt gjöfina til endursölu til að fjármagna til- tekin verkefni sem ákveðið er að vinna að t.d. kaup á tækjum, skólaferðalag o.þ.h. Menningar-, íþrótta- og tómstundadeild mun annast kynningu og dreifingu á geislaplötunni. Öflug forvarnarstefna í Reykjanesbæ Þegar Arni var spurður að hvaða árangri hann byggist við stóð ekki á svörunum. „Að fleira ungu fólki finnist það algjör vitleysa að reykja!." Hvernig er forvarnarstarfi háttað hjá ykkur í Reykjanesbæ? „Hér er viðamikið starf unnið. Sérstakur forvarnarhópur starfar hér, þar sem við sameinum að- komu íþrótta- tómstunda og félags- þjónustunnar með lögreglunni, úti- deild og heilsugæslu. Við mótum sameiginlega forvarnarstefnu og framfylgjum henni. Þetta virkar vel," segir Arni. Besta forvörnin í baráttunni gegn reykingum telur Arni vera þá að fólk hafi um annað að hugsa en að styrkja ameríska tóbaksframleið- endur með því að skemma heilsu sína. En telur hann ís- lendinga vera á réttri leið hvað forvarnarstarf varð- ar? „Við þurfum að vera uppfinningasamari! Ungt fólk verður fljótt leitt á frö- sum og það þarf því stöð- ugt að koma að málum frá nýjum sjónarhóli. Ég tel þó mest um vert að ungt fólk fái nóg að starfa í heilbrigð- um verkefnum. Þá álpast færri út í reykingar og vímuefni," segir Árni. „Hljóta að vera klökkir" Þegar Árni var spurður að því hvort að hann sæi ein- hverja breytingu á reyk- ingahegðun íslendinga í dag og þegar hann var ungur sagði hann fólk vera upplýstara í dag en þá. „Já tvímælaust. Menn eru upplýstari um skað- semi reykinga, en ótrúlega margir láta sig samt hafa að reykja. Tóbaksframleiðend- ur hljóta að vera klökkir yfir þessum einstaka stuð- ningi, þrátt fyrir vitneskju allra um að þetta er stórskaðlegt og tóm vitleysa," segir Árni. Hver er þín skoðun á reykingum? „Ég borða reyktan mat og þykir góður. En ég reyki ekki sjálfur! Lengra nær ekki áhugi minn á reykingum," segir Árni. „Vinur minn Clint Eastwood, sem hefur líka verið bæjarstjóri, hvatti mig til að fara í prufu! Nei annars, eigum við nokkuð að fara út í þetta. Jú, það má vel vera að ég birtist í búningi." Við þurfum að vera uppfinningasamari! Ungt fólk verður fljótt leitt á frösum og það þarf því stöðugt að koma að málum frá nýjum sjónarhóli. Eg tel þó mest um vert að ungt fólk fái nóg að starfa í heilbrigðum verkefnum. Þá álpast færri út í reykingar og vímuefni Tókst þú þátt eða tekur þú þátt í starfi Ungmennafélags Islands? „Nei, þegar ég var yngri, fannst mér eldri menn vera í Ungmennafélaginu, svo ég ætlaði að bíða þar til ég yrði eldri. Nú þegar það er orðið, virðast yngri menn vera að taka yfir, þannig að ég er orðinn of gamall," segir hinn síungi bæjarstjóri. „Clint Eastwood hvatti mig í prufu!" Nú sást til þín í lögreglubúningi á hvíta tjaldinu á dögunum. Hvernig kom það til og mega íbúar Reykjanesbæjar eiga von á því að sjá þig í lögreglubúningi þegar það dregur upp sígarettur? Þó svo að Árni hafi ekki tekið þátt í starfi UMFÍ á sínum yngri árum var hann á fullu í íþróttum. „Ég var í knattspyrnu, handbolta og glímu á yngri árum. Á þyngri árum hef ég ekki stundað íþróttir! Ég hef gaman af að horfa á íþróttir og veit þá eins og flestir áhorfendur nákvæmlega hvað þarf hverju sinni til að skora," segir íþrótta- kappinn Árni. Að lokum - er gott að búa í Reykjanes- bæ? „Sá sem hefur ekki upplifað að búa í Reykjanesbæ, veit ekki af hverju hann missir," segir bæjarstjórinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.