Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 15
 fjölda söngvara, sem taldi um 450 manns, var Sigurður Bragason. Þá voru haldnir tónleikar á Selfossi, Borg- arnesi, ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Þjónustumiðstöðvar UMFI á þessum stöð- um sáu um skipulagningu þeirra tónleika í samtarfi við tónlistarfólk á viðkomandi stöðum. Rúmlega 1200 manns komu að þessu tónleikahaldi um land allt og hátt í 2000 manns sóttu tónleikana þannig að um sannkallað stórvirki var að ræða. Áherslan á foreldrana Eftir tónleika Kammerkórsins í fyrra, þegar Götusmiðjan var styrkt, segir Pétur að margar spurningar hafi komið upp er varðar hvert fólk eigi að leita þegar fíkniefnadjöfullinn lætur á sér kræla. „Þetta voru fyrirspurnir sem ég gat ekki svarað þannig að við í Kammerkórnum leituðum til Ungmennafélags íslands og ræddum við Björn B. Jónsson formann og eru tónleikarnir „Fíkn er fjötur" ávöxtur þess samstarfs," segir Pétur. í forvarnar- verkefninu „Fíkn er fjötur" verður lögð áhersla á að fræða foreldra um fyrstu einkenni og rétt viðbrögð við fíkniefna- notkun unglinga. Það fræðslustarf fer fram í samstarfi við forvarnardeild lögregl- unnar. Allur ágóði af tónleikunum rann í sérstakan forvarnarsjóð UMFI. Fræðslubæklingi dreift til foreldra Fræðslubæklingnum „Frá fikti til dauða" verður síðan dreift til allra foreldra barna í landinu sem eru á aldrinum 13-15 ára. Þar verður, eins og áður segir, lögð áhersla á að leiðbeina foreldrum og fræða þá um fyrstu einkenni fíkniefnanotkunar. Meðal ein- kenna eru: - Barnið þitt skiptir oft um vini og er tregt til að láta þig fá síma hjá þeim eða foreld- rum þeirra - Þau sofa illa og/eða lítið/mikið, snúa sólarhringnum við - Barnið þitt lendir í útistöðum við lögreglu og skóla. Allir eru að ofsækja það. - Þú stendur barnið þitt ítrekað að ósann- indum eða einhverjum „skrítnum" sögum um af hverju það braut reglur (of seint heim, skrópaði í skólanum, peningar horf- nir af heimilinu, eigur þess horfnar úr herberginu, „vinur" á tæki, tól eða efni sem það hefur undir höndum, o.s.frv.). - Andleg líðan/hegðun barnsins breytist þannig að það verður mjög skapstyggt, það má ekkert segja við það, jafnvel beitir unglingurinn ofbeldi eða eyðileggur hluti. Eðlilegustu og einföldustu tilætlanir verða óbærileg afskipti og valdníðsla. Þannig halda þau foreldrum sínum í óvissu og óöryggi. - Utlit breytist oftast til þeirra áttar að þau hætta að hugsa eins um persónulegt hrein- læti og hætta að þrífa sig og umhverfi sitt. Þau sækjast oft í alls konar tákn sem skil- greina þau sem tilheyrandi jaðarhópum, s.s. tattú ofl. Verkefninu framhaldið í haust Hvað framhald á verkefninu „Fíkn er fjötur" varðar segir Pétur að hugmyndin sé að taka aftur upp þráðinn í haust. „Þá er hugmyndin að halda minni tónleika með kannski sönghópum og jafnvel í samstarf þið Þjóðkirkjuna. Sú vinna er ekki komin langt en ég hef trú á að hægt verði að halda áfram þessu mikla og góða starfi sem verkefnið „Fíkn er fjötur" er," segir Pétur sem vildi þakka ungmennafélög- unum fyrir gott samstarf víð skipulagn- ingu tónleikanna. Ding Dong... alla virka daga milli kl. 06.30 og 10.00 Topp tónlistarstöðin www.fm957.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.