Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2003, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.02.2003, Qupperneq 20
Landsmót UMEÍ 2004 Hvað með aðstöðuna á Sauðárkróki? „Við erum tiltölulega lánsöm og búum nokkuð vel hvað íþróttamannvirki snertir. A Sauðárkróki eigum við mjög gott íþróttahús, þar er skemmtilegur 9 holu golfvöllur, frábær reiðhöll og aðstaða fyrir hesta- íþróttir, knattspyrnuvellir og nýr íþróttaleikvangur sem verið er að vinna við og verður tilbúinn fyrir Landsmótið. Síðan höfum við fjölmörg svæði sem sjálfsagt verða nýtt vel og eins búum við afar vel með glæsilegar skólabyggingar við hlið íþróttaleikvangs- ins. Sundlaugin okkar, sem er 25 m. útilaug og var endurbyggð fyrir síðasta Landsmót á Króknum 197,1 er farin að láta á sjá en hún verður tekin í gegn og mun standa undir nafni á Landsmótinu." Þurfum að sýna úr hverju við erum gerð Sauðárkróki var úthlutað Landsmótinu á síðsta ári þegar ísafjarðarbær helltist óvænt úr lestinni. Verður ekki erfiðara að vinna þetta með svo stuttum fyrirvara? „Jú, vissulega hefði verið gott að liafa betri tíma, það er alveg klárt en það þýðir ekki að velta sér upp úr því heldur láta hendur standa fram úr ermum. Það er líka öflug Landsmótsnefnd sem hefur verið skipuð og nú er bara að sýna úr hverju við erum gerð." Fer mótið eingöngu fram á Sauðárkróki, þannig að hægt verði að fanga þann sérstaka sjarma og því óvenjulega andrúmslofti sem umlykur mótið m.ö.o. Landsmótsstemmninguna? „Ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin um allar keppnisgreinar og hvar þær verða staðsettar. En það er ljóst í mínum huga og hefur mikið að segja að hafa mótið allt á einum stað ef svo má að orði komast. Þessi sérstaka Landsmótsstemning næst með þeim hætti og keppendur og gestir geta fylgst mun betur með öllum hlutum ef mótshaldið verður á einum stað og utanumhald verður auðveldara. Eg legg mikla áherslu á að þessi stemning náist því hún er einn af meginþáttum mótsins." ...það er ljóst í mínurn huga og hefur mikið að segja að hafa mótið allt á einum stað ef svo má að orði komast. Þessi sérstaka Landsmótsste mning næst með þeim hætti og keppendur og gestir geta fylgst mun betur með öllum hlutum ef mótshaldið verður á einum stað... Skagfirðingar gestrisnir Hvað gerið þið ráð fyrir mörgum gestum og hvað er bærinn í stakk búinn til að taka á móti mörg- um? „Auðvitað er þetta alltaf ákveðið happdrætti, en nú er ókeypis inn á Lands- mótið og við munum aug- lýsa það sem íþrótta- og menningarhátíð fyrir alla fjölskylduna, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, fylgst með íþróttaviðburðum og fjöl- mörgum öðrum dagskrár- liðum sem munu setja svip sinn á mótið. Svo er það blessað veðrið sem alltaf hefur sitt að segja þegar svona hátíðir eru haldnar. En eigum við ekki að segja að við stefn- um á að hingað komi á milli 10.000 til 15.000 manns. Skagfirðingar hafa alltaf verið sagðir gestrisnir og hafa tekið vel á móti þeim er sækja fjörðinn okkar heim og svo verður einnig á Landsmótinu. I Skaga- firði eru hótel, gistiheimili, bændagisting víða um fjörðinn og tjaldsvæði verða næg." Landsmót UMFÍ eru mik- lir íþrótta- og menningar- viðburðir en er hug- myndin að hafa einhverja sérstaka afþreyingu fyrir landsmótsgesti? „Já, ég legg mikið upp úr því að hér verði töluverð afþreying fyrir alla fjöl- skylduna, jafnt stóra sem smáa. Núna eru möguleik- arnir fjölmargir td. sigling um Skagafjörð og út í Drangey, gönguferðir, heimsóknir á söguslóðir, hestaferðir og fljótasig- lingar svo eitthvað sé nefnt. Ekki væri óeðlilegt að ætla að söngurinn komi til með að setja sitt mark á Landsmótið hjá okkur". Hvað mun þessi viðburður kosta sveitarfélagið? „Þessi viðburður kemur að sjálfsögðu tii með að kosta sveitarfélagið töluvert fjár- magn en ég lít svo á að þeim peningum sé vel varið því það sem kemur til baka verður mun meira og mikilvægara. Sveitafélagið leggur til ákveð- ið fjármagn til uppbyggingar íþróttaleikvangsins og svo er ekki ólíklegt að ýmsar um- hverfisframkvæmdir komi til því áhersla er lögð á að allt líti vel út þegar flautað verður til leiks 8. júlí 2004." Góð fjárfesting til handa æsku þessa sveitarfélags Ég heyri að þið gerið miklar væntingar til mótsins og þeirra framkvæmda sem munu eiga sér stað, bæði þegar til skemmri og lengri tíma er litið? „Já, þetta mun vonandi hafa jákvæð áhrif á allt íþróttalíf í Skagafirði. Með batnandi að- stöðu vinnast vonandi fleiri sigrar en hér verður einn glæsilegasti leikvangurinn á landinu þegar honum verður lokið fyrir Landsmótið. Það er mikilvægt að fá hingað fleiri mót bæði stór og smá þannig að þessi glæsilega aðstaða sem verið er að byggja upp verði góð fjárfesting til handa æsku þessa sveitarfélags." Mikilvægt að jákvæð samstaða myndist heima fyrir „Ég vil svo í lokin óska eftir góðu samstarfi við alla Skag- firðinga því það á eflaust eftir að verða leitað til fjölmargra um aðstoð. Það er mikilvægt að jákvæð samstaða myndist heima fyrir því framundan er mikil vinna og fjölmörg verk- efni bíða. Einnig hlakka ég til að kynnast enn fleira fólki um land allt sem kemur til með að setja sinn svip á mótið og vonast eftir að sjá sem flesta á 24. Landsmóti UMFÍ á Sauðár- króki næsta sumar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.