Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 19
Landsmót UMFÍ 2004 Þurfum að láta hendur standa fram úr ermum, segir Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmótsins 2004 í byrjun mars var Ómar Bragi Stefánsson íþrótta- æskulýðs- og menningarfulltrúi í Skagafirði ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts LFMFI sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí árið 2004. Þetta verður 24. Landsmótið í röðinni en það fyrsta var haldið á Akureyri 1909 og eru mótin haldin á þriggja til fjögurra ára fresti. Síðast var Landsmótið haldið á Egilsstöðum árið 2001. Ómar hóf störf í byrjun maí en að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda eru Landsmót UMFI stærstu íþrótta- og menningaviðburðir landsins. Það hvílir því mikil ábyrgð á herðum Ómars. Valdimar Kristófersson heyrði hljóðið í honum og spurði hann m.a. hvaða þýðingu þessi viðburður hefði fyrir Sauðárkrók og íþróttalífið í bænum? Vítamínsprauta í mannlífið „Viðburður sem þessi getur haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir stað eins og Sauðárkrók og Skaga- fjörð allan. Væntanlega verður töluverð kynningarstarfsemi sem fer í gang með haustinu og þar koma líkast til fjölmargir að mál- um. Skagfirðingar geta nýtt sér þetta tækifæri vel til að kynna hvað þeir hafa uppá að bjóða á fjölmörgum sviðum t.d. ferðaþjón- ustuaðilar og tekið vel á móti gestum sem vonandi fjölmenna hingað næsta sumar. Landsmótið virkar vonandi sem góð vítamín- sprauta í allt mannlífið hérna fyrir norðan og að sjálfsögðu ekki síst á íþróttalífið sem þó er mjög öflugt fyrir, aðstaða íþróttafólks mun stórbatna og það eitt mun hvetja fleiri til að vera með í íþróttum," segir Ómar. Króknum árið 1971, en ég var nú bara lítill gutti þá. Ég hef verið með á nokkrum Lands- móturn og keppti í knattspyrnu ásamt félögum mínum undir merki UMSS." Og hvernig upplifðir þú lands- mótin? „Landsmótin eru afar sérstök og mega alls ekki leggjast af. Þetta er í sjálfu sér ekki bara íþróttamót heldur einnig stór menningarviðburður. Mannlífið er mjög fjölskrúðugt og það er einstök stemning sem myndast á Landsmótum sem hvergi er annarsstaðar. Á Landsmótum keppa margir af helstu íþrótta- mönnum landsins og eins fjöl- margir aðrir minni spámenn en allir eru mættir til að vera með. Tjaldbúðalífið er einnig í algjör- um sérflokki." Þetta er í sjálfu sér ekki bara íþróttamót heldur einnig stór menn- ingar- viðburður. Mannlífið er síðustu Landsmótum, bæði frá Borgarnesi og eins frá Egilsstöðum því það er að sjálfsögðu óþarfi að finna alltaf upp hjólið. Ég hef átt fundi með fólki sem þekkir vel til Landsmóta og eins hefur töluverður tími farið í að vinna upp skipurit og vinnuferla. Einnig er ég byrjaður í vinnu við fjármögn- un mótsins og ég er þess fullviss að góðir aðilar koma þar að málum með okkur. En aðallega er það að fá góða yfirsýn yfir öll verkefnin og skipuleggja sig vel." mjög fjöl- skrúðugt og Stefnt á ýmsar nýjungar Hefur þú sjálfur verið þátttak- andi eða fylgst með landsmótum UMFÍ í gegnum árin? „Já, ég hef verið með á nokkrum mótum en fyrsta mótið sem ég fylgdist með og man eftir var auðvitað Landsmótið hér á Það er rétt rúmt ár í mótið og þú ert að hefja störf um þessar mundir. Að hverju þarf að huga svona fyrst til að byrja með? „Það er mjög mikið verk fram- undan en ég hef undanfarnar vikur verið að lesa gögn frá það er einstök stemning sem myndast á Landsmótum sem hvergi er annarsstaðar. Það er kannski erfitt að segja til um það á þessu stigi en mega gestir búast við einhverjum nýjungum á Sauðárkróki? „Já, það ætla ég að vona. Dagskráin sjálf liggur ekki fyrir fullmótuð, en ýmsar hug- myndir eru á lofti og vissulega stefnum við á ýmsar nýjungar sem koma til með að setja sinn svip á mótið."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.