Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 28
„Erum búnir að ná milliveginum" í dag er staðan þannig að undirfyrirtæki Warner Brothers, sem Hreimur og félagar gerðu samning við, var lagt niður í kjölfar niðurskurðar eftir árásirnar 11. september 2001 og hljómsveitin er því laus allra mála við Warner Brothers. „Þrátt fyrir að við séum ekki lengur á mála hjá Warn- er Brothers erum við með umboðsmann úti sem hefur m.a. unnið með söngkonunni Lauren Hill. Ef eitthvað hleypur á snærið hjá okkur er það frábært en annars líður okkur bara vel og erum að vinna að plötu sem á að koma út núna í júní," segir hann. „Við teljum að núna séum við búnir að ná milliveg- inum, frá því að vera bandarískt háskólaband út í súrt poppband," segir Hreimur aðspurður um nýju plötuna. „Við erum afskaplega ánægðir með plötuna og teljum að við séum núna komnir á rétta hillu. Ég þori að fullyrða að þetta verði okkar besta plata, það eru góðir textar á henni og ég er virkilega stoltur af lagasmíðunum," segir söngvarinn, en öll lögin á plötunni eru eftir hann sjálfan en margir eru kallaðir til hvað lagasmíðar varðar. „Við erum ekki góðir textasmiðir og viðurkennum við það fúslega. Við höfum fengið hjálp frá Andreu Gylfadóttur, Bigga í Maus, Kristjáni Hreinssyni og einnig ætlar Stefán Hilmarsson að hjálpa okkur. Við textana sem ég hef ■Hfflttum-oð-foykjfr verið að bauka við ætlar síðan Bubbi Morthens að hjálpa mér," segir Hreimur. Platan Happy Endings gekk ekki nógu vel og ætla Hreimur og félagar að sýna hvað í þeim býr í sumar með því að fylgja plötunni vel eftir. „Það er ekki vanþörf á því sumarið í fyrra gekk ekki nógu vel hjá okkur. En við ætlum ekkert að leggja árar í bát heldur að sýna klærnar og koma með almennilegt efni í sumar," segir Hreimur. „Alger vitleysa að byrja" Hreimur tók þátt í verkefninu „Hættum að reykja" ásamt fleiri tónlistarmönnum, boðskapur verkefnisins er einfaldur - að það sé algjör vitleysa að reykja. „Það sten- dur meira að segja á pakkanum að reykingar valda dauða," segir Hreimur. „Þegar ég var að verða tvítugur geri ég þau hrikalegu mistök að byrja að reykja og hef verið að strögla við þennan djöful síðan. Ég ætla mér auðvitað að hætta en það að reykja er ekki eitthvað sem ég viðurkenni í mikilli gleði. En ég er á góðri leið með að hætta og að fá að taka þátt í þessu verkefni hefur haft góð áhrif á það," segir Hreimur. „Besta ráð sem ég get gefið unglingum varðandi reykingar er að það er algjör vitleysa að byrja." Hreimur hefur einnig komið að forvarnarstarfi varð- andi eiturlyf og unnið með gítarleikaranum Sigurði Gröndal sem rekur vorvarnarstarf í Hólaskógi. „Ég hef farið og spilað þar og talað við krakkana um fíkniefnadjöfulinn. Ég hef alla tíð beitt mér mikið fyrir forvörnum í sambandi við fíkniefni og ætla að gera það áfram," segir Hreimur og bætir við að að vandinn varð- andi fíkniefnin sé mun meiri en fólk heldur. „Vandinn er miklu, miklu meiri en fólk þorir að halda. Ég hef séð ýmislegt í þessum tónlistarbransa og veit að vandinn er mikill. Ég get ímyndað mér að fíkniefnavandinn eigi rætur sínar að rekja m.a. til reykinga, því það er náttúru- lega bara líka fíkn og það veit ég sjálfur," segir Hreimur. „Hefði orðið æðislegur íþróttamaður" Hreimur tók á sínum yngri árum mikið þátt í starfi UMFI með Héraðssambandinu Skarphéðni í Rangár- vallarsýslu. „Ætli ég hafi ekki tekið þátt í allri starfsemi sem UMFI hefur upp á að bjóða. Ég tók þátt í öllum mótum sem starfsmaður. Þetta var alveg óskaplega gaman en síðan varð ég að velja og hafna og tónlistin varð fyrir valinu," segir hann og bætir við: „En ég hefði án efa orðið æðislegur íþróttamaður," segir Hreimur og hlær við. En þrátt fyrir að lifa og hrærast í tónlistinni reynir hann að hreyfa sig eins og kostur gefst. „Ég stunda að mestu heilbrigt líferni í dag. Ég er duglegur að hreyfa mig, spila golf og er í ræktinni," segir Hreimur sem segir að stærsti sigurinn í lífinu sé að standa þar sem hann stendur í dag, að vera tónlistarmaður. „Alla tíð hef ég ætlað mér að verða það sem ég er í dag. Ég ætlaði mér að verða söngvari og ég ætlaði mér að semja góð lög og ég held að það hafi tekist. Síðan er ég að verða 25 ára núna 1. júlí og er afskaplega hamingjusamur maður og bjartur á lífið og tilveruna," segir Hreimur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.