Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 30
Arnór Benónýsson Viljum fanga og koma til skila þeirri lífsgleöi og þrótti sem jafnan einkenna Landsmót UMFÍ - segir Arnór Benónýsson leikstjóri sem ætlar að færa Landsmót UMFÍ upp á leiksviðið Ungmennafélagið Efling skrifaði í mars sl. undir samning við leikstjóra og handritshöfunda að leikritinu „Landsmót" sem fé- lagið ætlar að taka til sýninga næsta vetur. Arnór sér um að leikstýra verkinu en þeir Jóhann- es Sigurjónsson og Hörður Ben- ónýsson eru handritshöfundar að leikverkinu. Skinfaxi hafi sam- band við leikstjórann og forvitn- aðist aðeins um „Landsmótið." Öflugt leiklistarstarf hjá Eflingu Arnór Benónýsson er menntaður leikari og hefur starfað sem kennari við Framhaldsskólann á Laugum undanfarinn sjö ár. Samhliða því hefur hann unnið sem leikstjóri, aðallega hjá Umf Eflingu, en einnig hjá Leikfélagi Húsavíkur. Eins og aðrir sveitungar byrjaði hann ungur að starfa í Ungmennafélaginu Eflingu og var þar um tíma formaður. Þá hefur hann setið í stjórn HSÞ og UMFÍ og starfað sem framkvæmdastjóri HSÞ og UMSK. Arnór sagði að starf Ung- mennafélagsins Eflingar væri sjálfsagt keimlíkt starfi ung- mennafélaga í landinu. „íþróttir skipa veglegan sess hjá félaginu, en þó hef ég þá tilfinningu að leiklistarstarf hér sé öflugra heldur en í öðrum félögum. Það helgast sjálfsagt ekki síst af því að hér er aldargömul leiklistarhefð. Þannig má lesa það í fundargerðum félagsins að algengt var á fundum að leikþætti sem fundarins aldargömul leiklistarhefð. Þannig má lesa það í gömlum fundargerðum félagsins að algengt var á fundum að setja upp leik- þætti sem hluta af dagskrá fundarins," sagði Arnór. Borgar- og sveitamenningin takast á í leikritinu Nú er þið í Eflingu að fara að setja á fjalirnar leikritið „Landsmót", segðu inér aðeins frá tilurð þess að þið setjið leikritið á svið og um hvað herlegheitin fjalla?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.