Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 13
Unglingalandsmót UMFÍ á ísafirði 2003 Unglingalandsmótið er frábært framtak - segir Helga Guðrún Jónsdóttir kynningarfulltrúi B&L sem styrkir landsmótið í ár. Á dögunum gerðu Ungmennafélag íslands og B&L með sér samning vegna Unglingalandsmóts sem haldið verður á ísafirði um verslunarmannahelgina. Skinfaxi fór á stúfana og spjallaði við Helgu Guðrúnu Jónsdóttur, kynningar- fulltrúa B&L, um samninginn og öryggi í bílum. Leist vel á verkefnið Helga Guðrún er stjórnmála- fræðingur að mennt og hefur sl. 13 ár unnið á sviði al- mannatengsla. „Fyrst starfaði ég hjá frjálsum félagssamtök- um en síðar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Á árunum 1998 til 2000 tók ég mér reynd- ar frí frá almannatengslunum þegar ég réði mig til starfa hjá Skrifstofu jafnréttismála, en áður en ég sneri mér alfarið að almannatengslum var ég m.a. kennari og í dagskrárgerð á RÚV,“ sagði Helga Guðrún sem í október á síðasta ári bauðst starf kynningarstjóra hjá B&L. „Þetta er skemmtilegt og kref- jandi starf, sem snýst bæði um almenna og sérhæfða upp- lýsingamiðlun um þá bíla sem við höfum á boðstólum. Ég er því meira eða minna að fást við textagerð fyrir heimasíðuna okkar, fréttatilkynningar, kynn- ingarbæklinga og þess háttar," sagði hún. Nú gerði B&L samning við UMFÍ vegna unglingalands- móts sem fram fer á ísafirði dagana 1.-3. ágúst nk. í hverju er þessi samningur fólginn? „Við leggjum UMFÍ til bíl, nýjan Megane frá Renault, sem nýtist félaginu við þá umfangsmiklu skipulagningu sem þarf að eiga sér stað, svo landsmótið verði að veruleika," sagði Helga Guðrún. „Fulltrúar UMFÍ komu að máli við okkur og þar sem okkur leist vel á verkefnið ákváðum við að leggja því lið,“ sagði Helga Guðrún þegar hún var spurð að því hvernig stæði á því að B&L styrkti UMFÍ með þessum hætti. „Þetta er frábært framtak, sérstaklega þar sem landsmót- ið er haldið um Verslunarmann- ahelgi. Það er mikilvægt að fjölskyldufólk hafi úr skemmti- legum kostum að velja um þessa mestu ferða- og skemmt- anahelgi ársins,“ sagði hún. UMFÍ keyrir um á öruggum bíl Þegar talið barst að öryggis- búnaði í íslenskum bílum sagði Guðrún Helga hann vera þokkalegan þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur. „Það er síðan svolítið mismunandi eftir fram- leiðendum, hversu vel hann er úr garði gerður. Renault hefur um árabil hlotið fremstu viður- kenningar bílaiðnaðarins fyrir þróun öryggisbúnaðar og er af mörgum talinn leiðandi á því sviði,“ sagði hún og hélt áfram. „Þá er í Evrópu starfandi sjálf- stæða eftirlitsstofnunin Euro NCAP sem gerir staðlaðar öryggisprófanir á bílum. Þeim er fyrst og fremst ætlað að miðla aðgengilegum upplýs- ingum til neytenda um öryggi bíla og hvet ég alla sem áhuga hafa á þessum málum að fara á heimasíðuna þeirra," sagði Hel- ga Guðrún. En heimasíða þeirra er: www.euroncap.com Um öryggi Renault sagði kynn- ingarfulltrúinn: „Öruggustu bíl- arnir fá fimm stjörnur, en stjörn- unum fækkar síðan jafnt og þétt eftir því sem öryggisbúnaðurinn er lakari. Renault er eini bíla- framleiðandinn sem hefur tekist að fá fimm stjörnur í þrígang hjá EuroNCAP." Það er því Ijóst að UMFÍ mun keyra á öruggum bíl fram að Landsmóti í byrjun ágúst. Hvað með notkun öryggis- belta, eru íslendingar með- vitaðir um notkun og öryggi beltanna? „Það held ég, ég verð a.m.k. ekki vör við annað. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að beltin eru hönnuð með hliðsjón af fullorðnum einstaklingum, ekki börnum og til þess að beltin gagnist þeim jafnt og full- orðnum, verða þau að vera í réttum stólum, eftir stærð og þyngd,“ sagði Helga Guðrún. „Renault sérhannar t.d. og framleiðir bílstóla fyrir hvern stærðar- og aldursflokk fyrir sig. Þá eru sumir stólar þannig gerðir að þá má laga að örygg- isþörfum barnsins eftir því sem það stækkar." Þá benti Guðrún Helga á mikilvægi og öryggis- gildi beltastrekkjara, og -demp- ara eða farghemla, sem geta komið í veg fyrir alvarleg meið- sli af völdum beltana. „Verðum að flýta okkur hægt“ Guðrún Helga telur áróður hafa mikið að segja þegar kemur að því að draga úr um- ferðarslysum hjá ungu fólki. „Sér í lagi áróður sem ætlað er að breyta því viðhorfi að „svalir strákar", sem geta reyndar verið af báðum kynjum, geti gengið í augun á öðrum með áhættusömum akstri,“ sagði hún en taldi þó fleira þurfa að koma til. „Mikilvægasta verk- efnið er að bæta umferðar- menninguna okkar, en stundum skortir gagnkvæma tilitssemi í umferðinni hjá okkur. Við verð- um að temja okkur að flýta okk- ur hægt,“ sagði Guðrún Helga. Þá taldi hún athyglisvert að krakkar sem eru virkir í mótor- sporti eða jafnvel mikið á vél- sleðum virðast síður lenda í umferðaslysum, sem vekur upp spurningar um hvort nægilega vel sé staðið að slíkum málum hér heima, t.d. hvað keppnis- og æfingabrautir í mótorsporti varðar. Aö lokum, mælir þú með bíl- um frá B&L? „Eitt af því sem gerir starf mitt jafn skemmtilegt og raun ber vitni, er að við erum að selja góða bíla (BMW, Land Rover, Renault og Hyundai). Ég get því hiklaust mælt með öllum okkar bílum, hvort sem þeir eru í hærri kantinum eða þeim lægri hvað verð snertir. Þá er það ekki aðeins bíllinn sem skiptir máli, heldureinnig þjónustuum- hverfið sem umboðið stendur fyrir. Hjá B&L leggjum við mikla áherslu á góða þjónustu, meðal annars með öflugri sí- og endurmenntun fyrir starfsmenn þjónustuverkstæðisins okkar hjá B&L-skólanum,“ sagði Guð- rún Helga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.