Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Síða 2

Skinfaxi - 01.02.2003, Síða 2
ritstjdrinn GÖNGUM ÍSLAND í GLEÐILEGU SUMRI Þá er sumarið komið ef það á annaðborð fór nokkum tímann í fyrra því ekki fór mikið fyrir vetrarhörkunni þetta misserið. Það gleðjast sjálfsagt margir yfir því hversu veturinn hefur verið mildur undanfarin ár nema eðlilega þeir sem stunda vetragrein- arnar „grimmt" og eru háðir blessuðum snjónum. Verðum við ekki að vona þeirra vegna að næsti vetur verði snjóþyngri í fjöll- unum a.m.k. og menn geti rennt sér niður brekkurnar svo megi telja í mánuðum en ekki vikum. En hvað sem öðru líður þá er sumarið komið og vonandi að allir fái þess notið. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁByRGÐARMAÐUR Sæmundur Runólfsson Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir PÖKKUN Ás Vinnustofa Áður en lengra verður haldið biðst undirritaður ásamt ritnefnd Skinfaxa lesendur afsökunar á því hversu fyrsta tölublaði Skinfaxa á þessu ári hefur seinkað. Ástæðan fyrir þessari seinkun er ákveðnar breytinga sem áttu sér stað hjá blaðinu. Þetta hefur þó eðlilega engin áhrif haft á starfsemi UMFI og engin lognmolla ríkjandi innan hreyfingarinnar frekar en fyrri daginn Mörg stórverkefni eru í fullum gangi innan um þessar mundir og önnur að fara af stað með hækkandi sól. Verkefnið „Hættum að reykja" hefur gengið vel og er það verkefni í fullum gangi. Mörg fyrirtæki og bæjarfélög hafa styrkt verkefnið og leit Skinfaxi við hjá Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ en Ámi og nokkur fyrirtæki í bænum hafa sagt reykingum stríð á hendur öðrum til eftirbreytni. Þá hafa tónlistarmenn verið ötulir stuðningsmenn verkefnisins og einn af þeim er Hreimur í Landi og sonum eins og kemur fram í blaðinu. Fíkn er fjötur sem er samstarfsverkefni Kammerskórs Reykja- víkur og UMFI og tókst það verkefni með miklum ágætum og voru m.a. stórtónleikar haldnir í Hallgrímskirkju í lok mars fyrir fullri kirkju. Þessu veigamikla verkefni er hvergi nærri lokið eins fram kemur í máli Péturs Guðmundssonar, sem heldur utan um verkefnið. Unglingalandsmótið á ísafirði og Göngum ísland Þá styttist óðum í Unglingalandsmót UMFI á Isafirði en þetta er í sjötta skiptið sem Unglingalandsmótið er haldið og er það orðið árlegt. Það þarf að mörgu að huga fyrir slíkt stórmót og fór Skin- faxi á stúfana og komst að því undirbúningi miðar vel. Þá eru mörg önnur spennandi verkefni að fara af stað á næst- unni og má þar m.a. nefna „Göngum ísland" sem allir ættu að taka þátt í m.a. til að njóta félagsskaparins og íslenskrar náttúru sem er stórbrotin sama hvar stigið er niður fæti. Annars hvetur undirritaður alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í sem flestum verkefnum á vegum UMFÍ enda úr nógu að velja. RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson Með sumarkveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er Hreimur Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Land og synir, sem prýðir forsíðuna að þessu sinni. Það var Sigurjón Ragnar, ljósmyndari Skinfaxa, sem tók myndirnar af Hreimi og öðrum viðmælendum blaðsins. SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.