Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 6
Unglingalandsmót UMFÍ á ísafirði 2003 Stærsta og flottasta áskorunin segir Jón Pétur Róbertsson framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins 2003 5 Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ, það sjötta í röðinni, haldið á ísafirði. Mótið hefur notið mikilla vinsælda og vakið mikla athygli enda framtakið gott. Stöðug aukning hefur verið á mótið á milli ára sem er ein alsherjar fjölskylduskemmtun. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og er undirbúningur löngu hafinn. Sá sem stýrir fleyinu er Jón Pétur Róbertsson, framkvæmdastjóri ULM 2003 og Valdimar Kristófersson settist niður með honum í höfuðstöðvum UMFÍ Fellsmúla þar sem Jón er með aðstöðu. Fjölskylduhátíð undir réttum formerkjum Eftir ULM í fyrra sem fram fór í Stykkishólmi tók stjórn UMFÍ þá ákvörðun að gera ULM að árlegum viðburði og blaðamanni þóttu fróðlegt að vita hvað lægi að baki þessum breytingum? „Viðtökurnar hafa verið geysilega góðar og það hefur alltaf verið látið vel af mótinu. I fyrra mættu t.d. 1.300 keppendur og hátt í 6.000 gestir þrátt fyrir grenjandi rigningu allan tímann. Það er því kannski fyrst og fremst verið af svara þörfinni/' segir Jón. „Þá hefur íslenska ríkið og þingmenn sem fylgst hafa með og mætt á ULM í gegnum árin tekið eftir þeim mikla fjölda keppenda og foreldra sem sem leggja leið sína á mótið. Þeir hafa hvatt UMFI til að halda mótið árlega og til að sýna stuðning sinn í verki þá lagði Fjárlaga- nefnd í gegnum Menntamálaráðuneytið fram upphæð til undirbúnings mótinu. I raun má segja að þetta sé eina tækifærið fyrir börn og unglinga til að hittast og gera sér glað- an dag með foreldrum sínum um verslunar- mannahelgina. ULM er eina hátíðin sem hægt er að kalla fjölskylduhátíð undir réttum for- merkjum því mótið er vímuefnalaust," segir Jón. Hvernig hefur gengið að hafa mótið vímu- efnalaust? „Þetta mót hefur fengið það mikla virðingu fólks um allt land að það leggur strax að jöfnu að Unglingalandsmót UMFI sé sama sem heil- brigði og jákvæður lífstíll. Reynsla síðustu tveggja móta sem haldin hafa verið um verslunarmannahelgina hefur verið mjög góð og enginn vandamál hafa komið upp sem tengjast vímuefnum." Það voru fimm Héraðssambönd sem sóttu um að halda ULM og Isafjörður varð fyrir valinu. Hvernig líst þér á? „Ég er búinn að fara vestur núna í þrígang og mér líst mjög vel á staðinn. Þetta er stærsta og flottasta áskorunin. Það er alltaf verið að tala um hvar Isafjörður sé á kortinu og hversu langt sé að fara þangað sem er ekki rétt. Markmiðið er að kynna mótið vel og sýna framá hversu stutt sé á Isafjörð. Ég er sannfærður um að fólk horfi á þetta sem spennandi kost. Þarna fá mótsgestir tækifæri til að kynnast nýjum stað þar sem náttúrufegurðinn er ólýsanleg og öðruvísi en annarsstaðar á landinu." ísafjörður hefur sérstöðu Hvernig hefur undirbúningi miðað? „Nokkuð vel. Við munum eðlilega byggja á reynslu fyrri móta og nota hana í grunninn. Mótið í fyrra tókst vel og uppbyggingin verður því svipuð en eðlilega reynum við að þróa mótið áfram og reyna að gera enn betur. Ég hef t.d. áhuga á að sett verði upp landsmótsþorp sem verður aðeins fyrir utan sjálft mótssvæðið. Það verður byggt upp á verslun, veitingum og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.