Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 8
Áfengis- og vímuvamaráð styrkir
Unglingalandsmótið á ísafirði
með miklum myndaskap þetta
árið enda er landsmótið á ísafirði
vímuefnalust. Þórólfur Þórlinds
son hefur verið formaður ráðsins
í þau fimm ár sem Áfengis- og
vímuvarnaráð hefur starfað í nú-
verandi mynd. Hann hefur á und-
anförnum áratugum unnið við
rannsóknir á ungu fólki m.a. á vímu-
efnaneyslu unglinga. Yaldimar
Kristófersson settist niður með
Þórólfi yfir kaffibolla og heyrði
hans skoðun á Unglingalandsmóti
UMFÍ, því starfi sem UMFÍ vinnur
og hvernig vímuefnaneyslu ungl-
inga er háttað í dag.
>®Po-
U)IFI BRIUT iLIÐI Mmm
Blaðamanni þótti réttast að byrja viðtalið við
Þórólf á því að spyrja hann hvaða hlutverki
Áfengis- og vímuvarnaráð gegndi? „Þetta er
nefnd sem leggur á ráðin um forvarnarstarf og
heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. í nefndinni
sitja fulltrúar hinna ýmsu ráðuneyta. I upphafi
var mótuð ákveðin stefna og hluti af þeirri stefnu
var að leggja áherslu á unglinga 13 til 16 ára.
Það eru margar ástæður fyrir því að þessi hópur
varð fyrir valinu. Ein ástæðan er m.a. sú að við
höfum séð það í rannsóknum að neyslan fylgir
árgöngum þ.e.a.s. að árgangar sem eru lágir í
efstu bekkjum grunnskóla verða enn lægri í
framhaldsskólum. Með því að koma inn af krafti
með forvarnastarf fyrir þessa elstu bekki grunn-
skólanna erum við að draga úr neyslunni til
lengri tíma litið. Annað atriði sem skiptir miklu
máli er að rannsóknir sýna fram á að vímuefna-
og áfengisneysla veldur mestum skaða hjá
yngstu neytendunum. Þrettán ára unglingur sem
byrjar að drekka lendir oft í miklum vanda.
Hann lendir í erfiðleikum í skólanum sem vinda
síðan hratt upp á sig. Vandamálið verður þá bæði
félagslegt og persónulegt því þessir krakkar
flosna upp úr skóla sem er alvarlegt vandamál.
í dag eru öll tækifæri ungafólksins bundin við
skólagöngu og próf. Umhverfið hefur breyst svo
mikið hvað þetta snertir á undanförnum
árum. Þau fá ekki tækifæri og atvinnu við
sitt hæfi og því verður þetta vítahringur sem
erfitt er að komast út úr. Þessar ástæður ásamt
fleirum urðu til þess að við ákváðum að ein-
beita okkur að þessum aldri. Við settum okkur
því í upphafi þau markmið að draga úr neyslu
ólöglegra vímuefna og áfengisneyslu og
reykingum."
ÁFEIMGI RÓTIW AÐ VÍMUEFIMAIMEYSLU UIMGS FÓLKS
Er það ekki rétt að áfengi sé undanfari
sterkari efna? „Jú þú finnur ekki ungling í dag
í neyslu harðra efna sem ekki byrjaði í áfenginu.
Áður fyrr létu menn sér áfengið duga en nú
heldur þetta áfram yfir f ólöglegu efnin. Ofbeld-
ið sem oft fylgir neyslunni hefur lfka breyst.
Þetta tilviljunakenda ofbeldi sem við sjáum í
dag var ekki til fyrir 20-25 árum. Það var
kannski ekki minna ofbeldi en það var allt
öðruvísi. Það var miklu betur haldið utan um
Flestir töldu að það væri komin svo
mikil hefð fyrir verslunarmanna-
elgunum að það þýddi ekkert að
bæta við þá flóru. Sem betur fer
hlustaði UMFÍ ekkert á þessar
úrtöluraddir og hélt þetta glæsilega
unglingalandsmót í fyrra á Stykkis-
hólmi sem tókst í alla staði frá
bærlega.
unga fólkið af hálfu þjóðfélagsins hér áður
öryggið var miklu, miklu meira. Umhverfi hel'ur
breyst og það bitnar mikið á unga fólkinu í dag.“
Hefur orðið markviss árangur með starfi
Áfengis- og vímuvarnaráðs? „Þegar við byrj-
uðum 1998 hafði vímuefna-, áfengisneysla og
reykingar aukist jafnt og þétt meðal unglinga
frá 1990. Þetta stefndi í mikið óefni. Reglulegai'
mælingar á neyslu yfir landið allt sýna hins veg-
ar að dregið hefur úr neyslunni á hverju ári í efstu
bekkjum grunnskóla, reyndar ekki mikið á milli
ára en neyslan hefur samt minnkað jafnt og þétt.“
Nú hefur löngum verið sagt að íþróttir og
skipulagt tómstundastarf haldi unglingum
frá neyslunni? „Já, það er alveg rétt. UMFÍ og
íþróttafélögin í landinu ásamt því fólki sem
vinnur með unga fólkinu og gefur því tækifæri
á að stunda skemmtilega og holla tómstundaiðju
vinnur ómetanlegt forvarnar- og uppeldisstarf.
Við hjá Áfengis- og vímuvarnaráði teljum því
mikilvægt að styrkja þessa aðila í starfi þeirra.“
MARGIR PRÓFA VÍMUEFIMI í FYRSTA SKIPTI UM
VERSLUniARMANhlAHELGAR
Þið ákváðuð m.a. að styrkja Unglingalands-
mót UMFI um verslunarmannahelgina. Er
það þáttur í þessu fcrli ykkar? „Já. Það er