Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 54

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 54
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði í vetur sem leið stóð SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva á íslandi, fyrir sinni árlegu Söngkeppni líkt og undan farin ár. Keppnin þóttist afskaplega vel og er mál manna að sjaldan hafi hún státað af svo mörgum frambæri legum atriðum. Það var félagsmiðstöðin Hólmasel sem bar sigur úr bítum með atriði þeirra sem söng og spilaði á saxafón og sem spilaði undir á píanó. í sumar leggja þeir félagar leið sína á Unglinga- landsmót UMFÍ ásamt hljómsveit sinni skipaðri þeim og þremur öðrum félögum sínum. jj r1 \ / r iij\ rj JJ rj _TJ J _TJ rj ÍU. Mí rj JJ _r ,JFj JJ Hafíð þið gert mikið af því að troða upp eftir að þið sigurinn í keppn- inni í vetur? „Já, þetta hefur verið nánast stanslaus vinna. Við liöfum til að mynda spilað við opnun nýs húss í Eimskip, í fermingarveislum og nú síðast á 17. júní skemmtun á Amarhóli.“ Hafið þið verið lengi í tónlist? „Já, en mislengi þó... Gummi byrjaði að æfa á fiðlu 5 ára og síðar selló en byrjaði á saxófón þegar hann var 10 ára og hefur æft síðan, bæði í Tón- listarskóla Keflavíkur, svo tónskóla Sigursveins, tónskóla Eddu Borg og nú síðast í FÍH. Hjörtur æfði á hljómborð lengi vel í Eddu Borg en hefur nú stundað nám við píanóleik í þeim skóla í 3 ár. Við erum báðir í Hljómsveitinni Svitabandinu, sem spilareinmitt á UMFI mótinu, en þar spilar Hjörtur á gítar og hljómborð en Gummi á bassa og syngur.“ Ætlið þið að helga ykkur tónlistinni í framtíðinni eða er þetta bara skemmtilegt áhugamál? „Við erum bara alls ekkert búnir að ákveða okkur í þeim efnum, en tónlist mun alltaf skipa stóran sess í lífi okkar í komandi framtíð. Við lukum báðir grunnskóla- skyldunni í vor og setjum stefnuna á Menntaskólann við Hamrahlíð í haust. Þar er tónlistarlífið í blóma og því má reikna með að við fáum tækifæri til að halda áfram á þeirri braut. Leiklistarlífið í MH er heldur ekkert slor sem á örugg- lega eftir að koma sér vel þar sem við höfum líka daðrað við leiklistargyðjuna, tóku t.d. báðir þátt í árshátíðaruppfærslu skólans síðasta vor.“ Þið ætlið að mæta unglingalandsmótið á ísafirði um verslunarmannahelgina? „Já, það er stefnan og við hlökkum mikið til að mæta þangað enda höfum við ekki komið á slík mót fyrr. Segja má að tilhlökkunin sé margföld því landsmótið er eitt, allur fjöldinn er annað og svo höfum við ekki í seinni tíð komið til ísafjarðar.“ Hvað verður ykkar hlutverk á ungl- ingalandsmótinu? „Hlutverk okkar er að spila við hin ýmsu tækifæri, bæði tveir og með hljómsveitinni okkar (Svita- bandinu) en einnig verðum við kynnar á hæfileikakeppninni sem haldin verður á mótinu í samvinnu við Samfés fyrir alla sem vilja láta ljós sitt skína á einhvern annan hátt en í íþróttum." Hvernig verður fyrirkomulagið á þessari hæfileikakeppni? „Hún fer fram á laugardegi og sunnudegi. Fyrri daginn er undankeppni og komast nokkur atriði í úrslit sem fara fram á sunnudeginum. Bæði einstaklingar og hópar geta tekið þátt en það er t.d. hægt að vera með atriði á sviði leiklistar, tónlistar, dans og rapps. Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla sem eru til dæmis í hljómsveit eða hafa til æft leikrit í skólan- um í vetur.“ Að lokum, hvað finnst ykkur um svona vímulausa fjölskylduhátíð um versl- unarmannahelgina? Er þetta eitthvað fyrir krakka á ykkar aldri? „Já, þetta er alveg frábært framtak og við erum stoltir að því að geta verið hluti af því. Þetta gefur íþróttafólki tækifæri á að láta ljós sitt skína, og við erum sannfærðir um það að þetta sé fýsilegur kostur fyrir fólk á okkar aldri.“ UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.