Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 40

Skinfaxi - 01.04.2003, Side 40
FRIÐLÖND f VATNSFIRÐI, FLATEY OG HRÍSEY Vatnsfjörður er allvel gróinn. Inn af firðinum er dalur vaxinn birkikjarri og reyniviðarhríslur innan um. Líklega er hvergi í birkiskógum og kjarrlendi fslands hærra hlutfall af villtum reyni- viði en í Vatnsfirði. Berjaland er prýðilegt og má tína kynstrin öll af berjum í góðum berja- árum. í dalnum er allstórt vatn, Vatnsdalsvatn, og úr því fellur á til sjávar. Þar veiðist bæði sil- ungur og lax. Á sumrin er fuglalíf einkar auðugt í Vatnsfirði enda víðáttumiklar leirur fyrir landi. Á fartíma bætist í hóp innlendra varpfugla aragrúi hánorrænna farfugla sem hefur hér viðdvöl. Lífríkar leirurVatnsfjarðareru meðal mikilvæg- ustu fæðuöflunarsvæða hérlendis fyrir fjölmarg- ar fuglategundir. Mest ber á vatna- og votlendis- fuglum. Meðal þeirra eru straumendur, lómar og himbrimar, og hafemir verpa í grenndinni. Skammt frá bænum Brjánslæk við vestanverðan Vatnsfjörð er einn þekktasti fundarstaður plöntu- steingervinga hér á landi. Einkum er um að ræða blaðför ýmissa kulvísra trjátegunda sem uxu hér í mun hlýrri veðráttu fyrir 12-13 milljónum ára. Flóran virðist hafa verið einna skyldust þeirri flóru sem nú er á sunnanverðri austurströnd Bandaríkja Norður-Ameríku. Þessar jarðsögul- egu minjar hafa verið friðlýstar. Vatnsfjarðarfriðland er fyrirtaks útivistarsvæði og liggur vel við samgöngum. Allan ársins hring er haldið uppi samgöngum á sjó og að sumarlagi er haldið uppi reglubundnum áætlunarferðum á landi. f Vatnsfirði er rekið sumarhótel og gefst ferðafólki kostur á ýmiss konar afþreyingu. Austurhluti Flateyjar á Breiðafirði hefur verið lýstur friðland vegna fuglavemdar og gegnir líku máli um Hrísey, sem er fremur hálend eyja fyrir landi Miðhúsa í Reykhólasveit. í Hrísey er jafnframt fjölskrúðugur gróður og vaxa þar flestar tegundir plantna við Breiðafjörð. LÁTRABJARG OG NÁGRENNI Vegur liggur að Bjargtangavita, vestasta odda Evrópu, og þaðan má ganga inn rneð brún Látra- bjargs. Á sumrin er haldið uppi reglubundnum áætlanarferðum milli Látrabjargs og helstu þéttbýlisstaða Vestfjörðum. Leiðin liggur út með Patreksfirði, um Örlygshöfn, þá yfir heiðina skammt ofan við Breiðavík og um Látravík út að Bjargtöngum. Allmikið æðarvarp er í Örlygshöfn og fjöldi vaðfugla og sjófugla niðri í víkunum. Margt votlendisfugla er í Breiðavík og þá er í Látravík óvenju mikið um sandlóu. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg landsins og jafnframt hið stærsta við norðanvert Atlantshaf. Bjargið er um 14 km langt og tæplega 450 m hátt þar sem það er hæst. Mönnum telst svo til að í Látrabjargi verpi allt að einni milljón fugla af ýmsum tegundum. Þama verpa allar tegundir svartfugla sem halda til við íslandsstrendur að haftyrðli undanskildum. Þess má einnig geta að við rætur Látrabjargs er mesta samfellda álku- byggð veraldar. Auk svartfugla ber mikið á fýl og ritu. Loks má geta þess að óvíða eru lundar gæfari en á Bjargtöngum og kippa sér lítt upp við mannaferðir. INNANVERT ÍSAFJARÐARDJÚP Þeir staðir á landi, sem hér verður fjallað um, eru í góðu vegasambandi. Enn fremur er haldið uppi útsýnisferðum á sjó um Djúpið og allt vestur á Hornstrandir yfir sumarið. Undirlendi er takmarkað og víða ganga sæbrött fjöll í sjó fram. Samt má segja að um innanvert Isafjarðar- dj úp sé gróður gróskumeiri en víðast h var annars staðar í þessum landshluta. Töluvert birkikjarr er í fjallahlíðum og dalbotnum að ógleymdri Æðey,Vigur og öðrum grasi grónum eyjum og hólmum. Þar verpir aragrúi æðarfugla, lunda og annarra sjófugla og í kjarrinu upp af strönd- inni eru m.a. músarrindlar og rjúpur. Vert er að staldra við sums staðar með sjónum og líta eftir hávellum eða gulöndum. Straumendur halda til allvíða við ár og læki og þá verpa nokkur haf- amarhjón við Djúpið. í Vatnsfirði og á Reykja- nesi er jafnframt fjölskrúðugt fuglalíf. DÆGRADVÖL OG ÚTIVIST Vestfirðir hafa löngum verið þekktir fyrir sérstætt og heillandi mannlíf og þar er menning og saga í hávegum höfð. Hin síðari ár hefur

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.