Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 10
Sumarið 2002 fór Ungmennafélag Islands af stað með verkefnið Fjöl- skyldan og fjallið. Hugmyndin á bak við verkefnið er að fá fjöl- skyldur í fjallgöngur. Verkefnið tókst með eindæmum vel og verð- ur framhald á í sumar. er formaður um- hverfísnefndar UMFÍ sem heldur utan um verkefnið auk þess sem hún er í stjórn og fræðslunefnd UMFÍ. Valdimar Kristófersson náði tali af henni og spurði hana m.a. nánar um verkefnið Fjöl- skyldan ogfjallið. Asdís Helga Bjarnadóttir. Þið hafið ákveðið að hafa framhald á verk- efninu Fjölskyldan og fjallið. Gekk verkefnið vel síðasta sumar?„Verkefnið gekk mjög vel. A fimmta þúsund manns skrifuðu sig í gesta- bækurnar sem við fórum með upp á 21 fjall á landinu, en alls tilnefndu 18 aðildafélög UMFÍ fjöll í verkefnið. Verkefnið var síðan rætt á Sam- bandsráðsfundi síðastliðið haust og samþykktu þá öll aðildafélögin að halda þessu verkefni áfram með svipuðu sniði og verið hafði.“ Hver er hugsunin á bak við þetta verkefni og af hverju urðu fjallgöngur fyrir valinu? „Árið 2002 var tileinkað fjöllum af Sameinuðu þjóð- unum, og vildum við því vekja athygli á þeim með því að hvetjafólk til fjallgöngu. Við gerðurn þó þá kröfu að öll væru fjöllin frekar fjölskyldu- væn og létt til göngu. Hugsunin var sú að breyta síðan um áherslur en þar sem þetta fékk svo góðar undirtektir var ákveðið að halda þessu áfram með sama sniði. Enda fréttum við líka af fólki sem komst bara upp á eitt eða tvö fjöll í sumar og því nokkur eftir til að taka alla toppana. Af einni fréttum við sem hafði farið upp á um sjö fjöll - geri aðrir betur í sumar! Nú í lok júní mun koma út svokölluð Leiðabók - Göngttm um Island og þar verða tilgreindar styttri gönguleiðir um allt land sem og upplýsingar um þau fjöll sem eru til- nefnd í ár, en nokkuð er um það að aðildafélögin hafi flutt til gestabækumar og komið fyrir á öðmm fjöllum en í fyrra. Leiðabækurnar munu liggja frammi á Esso bensínstöðvum, hjá ferðaþjón- ustumiðstöðvum og hjá aðildafélögum UMFÍ.“ ÍJ0L3KYLUM ÐöUMLJí) í fyrra voru þið með ákveðna gulrót fyrir þá sem skráðu sig og tóku þátt. Verður því framhaldið í sumar? „Já, við munum endur- heimta upplýsingar úr gestabókunum í lok september og draga út tíu heppna vinningshafa. Þeir rnunu hljóta útivistartengda vinninga eins og í fyrrahaust. Það þarf þó að leggja ríka áherslu á það að fólk skrifí nafn, heimilisfang og síma- númer í bækurnar því annars getum við ekki haft upp á vinningshöfunum!" Ottuðust þið það ekkert í fyrra að erfitt mundi reynast að fá fjölskyldur til að ganga á fjöll? „Nei, alls ekki. Það vom margir sem tóku þátt í verkefninu og ég hef trú á því að fjölskyldur rnuni halda uppteknum hætti í sumar. I mínum huga er það engin spurning að fólk er farið að sækja miklu meira út í náttúruna en verið hefur. Það er auðvitað góð heilsubót í því að fara út að ganga og getur verið fræðandi fyrir börnin ef foreldr- arnir eru vel að sér í plöntu- og fuglaheitum eða þá staðháttum og örnefnum í náttúrunni. Þar sem núna er til hefti með merktum gönguleiðum um land allt ætti fólki ekkert vera að vanbúnaði að skella sér í smá göngutúr,” sagði Ásdís Helga og vonaðist til þess að fjölskyldan tæki vel í verkefnið Fjölskyldan og jjaUið í sumar. Nú er verkefnið að fara af stað um þessar mundir. Hvað verður hægt að ganga á mörg fjöll og hvaða fjöll eru það sem þið mælið með? „í sumar verður komið fyrir gestabókum í tengslum við þetta verkefni á 22 fjöllum en þau eru tilnefnd af 20 aðildafélögum UMFÍ. Við mælum að sjálfsögðu með öllum þeim fjöllum sem tilnefnd eru, en þau eru eftirfarandi: Reykja- borg nálægt Mosfellsbæ (UMSK), Hestfjall í Andakíl (UMSB), Eldborg í Kolbeinsstaðahrepp (HSH), Kollar við botn Hvammsfjarðar (HSH), Lómafell (HHF), Ekkjuskarð inn af Bolungarvík (HSB), Mýrafell í Dýrafirði og Miðfell á Selja- landsdal (HSV), Kálfanesborgir við Hólmavík (HSS), Þrælsfell við Hvammstanga (USVH), Mælifellshnjúkur (UMSS), Staðarhnjúkur við Möðruvelli (UMSE), Þingmannavegur yfir Vaðlaheiði (UFA), Nykurtjörn í Geitafellshnjúki (HSÞ), Eyjan í Ásbyrgi (UNÞ), Goðatindur við Oddsskarð (UÍA), Ketillaugarfjall (USÚ), Hjörleifshöfði (USVS), Ingólfsfjall í Árnessýslu og Þríhyrningur í Rangárvallarsýslu. (HSK), Eldfell (UMFÓ) og Þorbjöm (UMFG).“ Hvernig geta fjölskyldur tekið þátt í þessu verkefni? „Það er nú lítið mál. Best er að byrja á því að renna inn á næstu Esso bensínstöð eða miðstöð ferðamála og næla sér í eintak af Leiða- bókin - Göngum um Island (kemur í lok júní). Þar er að finna upplýsingar urn fjöllin og í mörg- um tilfellum er greint frá því hvaðan best sé að hefja gönguna. Svo er bara að fara í þægilega skó, góðan fatnað og taka með nesti, - mæli með íslensku vatni, heitu kakói og samlokum með osti og fersku íslensku grænmeti. Léttan bakpoka með nestinu er því æskilegt að hafa og ekki er verra að hafa með sér landakort af viðkontandi svæði!" En er Ásdís sjálf dugleg að ganga um ísland og gekk hún á flest fjöllin sem voru tilgreind í fyrra? „Því miður verð ég að svara þessu neitandi, ég fór á eitt fjall sem var tilnefnt - ætlaði á tvö önnur en missteig mig svo illa að ég treysti mér ekki til þess. Þau bíða mín í sumar. Eg hef annars verið dugleg að mæta í kvöldgöngur á vegum Ung- mennasambands Borgarfjarðar. Nú annað hvert fimmludagskvöld á að ganga með helstu ám héraðsins og fræðast í leiðinni um vatnalífið og nýtingu ferskvatnsins. Þar ætla ég helst ekki að láta mig vanta. Ég hef líka sett mér það markmið að ganga að minnsta kosti sex styttri gönguleiðir úr Leiðabókinni sem og á sex lilnefnd fjöll. Ég vona að fleiri setji sér slík markmið í sumar!“ Eins og áður kom fram er Ásdís formaður umhverfisnefndar UMFÍ. En hvert er hlut- verk nefndarinnar? „Hlutverk nefndarinnar er að móta áherslur og verkefni er tengjast umhverf- ismálum. Áður fyrr vomm við með mörg hreins- unarverkefni en sem betur fer er fólk farið að ganga betur um náttúru fslands þannig að nú höfum við einbeitt okkur að því að vekja áhuga fólks á umhverfinu, m.a. með göngu- og fjalla- ferðum. Nú í sumar raunum við einnig hefja verkefni sem nefnist Spor ungmennafélaga. Það gengur út á það að skrá menninganninjar er tengj- ast starfi ungmennafélaganna í gegnum tíðina. Þar er af mörgu að taka því víða hafa ungmenna- félagar markað spor í samfélaginu, m.a. stíflað skurði og útbúið sundaðstöðu, byggt upp félags- heimili, skóla og söfn, útbúið frjálsíþróttaað- stöðu, útihátíðasvæði, skógarlundi, grætt upp land og margt fleira. Starfsmaður þessa verkefnis verður Jón M. ívarsson góðkunnur glímukappi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.