Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 9
tilviki er því að fá miklu, miklu meira fyrir pen- ingana heldur en að setja þá í eitthvað takmarkað starf t.d. innan ríkisstofnana. Að mínu viti snýst forvamarstarf um að virkja grasrótina, almenn- ing í landinu, ekki bara sérfræðinga.“ Þannig að þú hefur trú á því á næstu árum að frjáls félagasamtök og UMFí m.a. verði metin meira að verðleikum og fái meiri stuðning frá hinu opinbera? „Það vona ég svo sannarlega það blasir við að það þarf að efla þetta starf. Það er einfaldléga besta og ódýrasta leiðin,“ sagði Þórólfur að lokum. eitt sem við höfum nt.a. rekið okkur á í sam- bandi við unglinga að verslunarmannahelgar hafa haft mikil áhrif á neyslu þeirra. Það eru margir unglingar sem lenda í óreglu í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi. Þannig að við byrjuðum fyrir nokkru að reka áróður fyrir því að foreldrar hugsuðu sig tvisvar um áður en þau gæfu ungum börnum sínum lausan tauminn um verslunarmannahelgi. Þegar UMFI ákvað að halda vímuefnalausa íþrótta- og fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina, þá töldu margir sérfræðingar sem við ræddum við að þetta yrði vonlaus tilraun hjá UMFI -barnaleg bjartsýni. Þeir töldu að það væri komin svo mikil hefð fyrir verslunarmannahelgunum að það þýddi ekkert að bæta við unglingalandsmóti. Sem betur fer hlustaði UMFI ekkert á þessar úrtölu- raddir og hélt þetta glæsilega landsmót í fyrra á Stykkishólmi sem tókst frábærlega. Þarna held ég að UMFí hafi brotið blað í sögunni. Ég tel að það sé afskaplega mikilvægt að UMFI haldi þessu starfi áfram, til lengri tíma og gefi þá ungl- ingunum og foreldrum tækifæri á að skemmta sér með öðrum hætti en verið hefur um verslun- armannhelgar. Þessum peningum sem Afengis- og vímuvarnaráð ver til styrktar UMFÍ er vel varið og sérstaklega þeim pening- um sem er veitt til styrktar Ungl- ingalandsmóti UMFí um versl- unarmannahelgina." TÓKU AF SKARIÐ HVAÐ VARÐAR FORVARNARSTEFIUU Nú hefur Afengis- og vímu- varnaráð átt gott samstarf við UMFí í gegnum árin. Hvernig stendur á þessu mikla samstarfi? „Þetta hefur frá upphafi verið gagnkvæmt samstarf. UMFí tekur t.d. fyrst af skarið af þessum stóru félög- um og tekur upp forvarnastefnu sem er sam- þykkt er á þingi UMFí. Þar með tók UMFÍ ákv- eðna forystu í þessum málaflokki. Við verðum að hafa það í huga að íþróttahreyfingin er afar mikilvæg í öllu forvamastarfi hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Því innan UMFI og ISÍ eru þegar mest er uppundir 70% barna og unglinga úr hverjum árgangi sem tekur þátt í starfi þeirra. S vo hel'ur komið í ljós við rannsóknir að krakkar sem eru í íþróttastarfi á þessum aldri skemmtilegt. í annan stað þá vegur þjálfurnar- þátturinn meira máli en margan grunar. Líkam- leg þjálfun hjálpar krökkunum heilmikið. Hún styrkir þau og eflir sjálfið. Að auki hjálpar reynslan af að taka þátt í ieik og keppni ein- staklinginn og kennir þeim að takast á við verk- efni og taka áskorun. Svo er það Ifka þetta fyrirbæri sem erlendir fræðimenn kalla „Time out“, þar sem einstaklingurinn getur skipt um umhverfi þ.e.a.s. farið úr skólanum eða öðru umhverfi þar sem pressan er oft mikil og skipt yfir í annan heim og leikið sér þar sem leik- gleðin fær notið sín.“ STARF UMFÍ HEFUR MIKLA ÞÝÐINGU GAGNVART ÞJÓÐFÉLAGINU Nú er UMFí fjölmenn og öflug hreyfing sem stendur fyrir fjölda verkefna sem hafa mikið forvarnagildi og má m.a. taka nokkur nýleg dæmi eins og Unglingalandsmótið, Fíkn er fjötur og Hættum að reykja. Hvaða þýðingu hefur þetta framtak UMFÍ gagnvart þjóð- félaginu? „Mjög mikla þýðingu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í dag eru stjórn- málamenn og fræðimenn að átta sig á því að þessi frjálsu félagasamtök eru mikilvæg ekki bara fyrir uppeldisstarf og félagslegan þroska heldur líka fyrir félagskerfið í lýðræðisþjóðf- élögum. Ég vona að á næstu árum þá munu menn í vaxandi mæli átti sig á mikilvægi þessa grasrótastarfs frjálsu félagasamtakanna, samtaka foreldra og frjálsra samtaka eins og UMFÍ. Ég held að á næstu árum verði hlutur þessara félaga meiri þegar úthlutað verður fjármagni til for- vamarstarfs. Þegar við í Afengis og vímuvarnar- ráði úthlutum UMFÍ og öðrum félagasamtökum fjármagni þá erum við að fá heilan herskara af góðu fólki í sjálfboðavinnu. Og með þessum litlu peningum sem við erum að úthluta erum við að virkja mjög stóran hóp. Ríkið í þessu Hefur UMFÍ með Ungling- Iandsmótinu því tekist að koma af stað hátíð með allt öðrum formerkjum en gengur og gerist um verlsunarmannahelgar? „Já, svo sannarlega, UMFÍ kom af stað allt öðruvísi hátíð með allt öðrum forsendum en gengur og gerist. Og það sem meira var að UMFí hélt þetta mót í Stykkishólmi með glæsibrag þar sem ungir og aldnir komu sainan og skemmtu sér kon- unglega þrátt fyrir rigninguna. Þar með var sýnt fram á að hægt sé að skemmta sér vel án þess að allir séu á hvolfi, sem er að sjálfsögðu ákaflega mikilvægt.“ þ.e.a.s. 13-16 ára eru ólíklegri til að reykja, drekka og neyta annarra vímuefna en þeir sem ekki stunda íþróttir. Það blasir því við að við eigum að efla þetta starf.“ Hvað er það innan íþróttafélaganna sem veldur þessu - er það félagsskapurinn, meira sjálfstraust? „Ég hef eytt miklum tíma í að rannsaka þetta og reyna að átta ntig á þessu. Vísbendingarnar sem við höfum eru nokkuð sterkar. í fyrsta lagi erþað einfaldlega mikilvægt að gefa krökkunum tækifæri til að koma saman að leika sér gera eitthvað sem þeim finnst Ég trúi því að á næstu árum muni ráðamenn í vaxandi mæli átta sig á mikilvægi grasrótastarfs frjálsu félagasamtakanna, samtaka for eldra og frjálsra samtaka eins og UMFÍ. Ég vona að næstu árum verði hlutur þessara félaga meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.