Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 20
Reikna má með að um sex til sjö þúsund manns leggi leið sína vestur á firði um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ 2003 verður haldið í ísafjarðarbæ. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, segir markmiðið að gera þetta að stærstu fjölskylduhátíð landsins og afar mikilvægt sé að vel takist til enda sé þarna einstakt tækifæri til að kynna Isafjarðarbæ og Vestfirði alla. Segir hann heimamenn hafa unnið ötullega að því á undanföm- um mánuðum að skipuleggja ýmsa viðburði og afþreyingu fyrir móts- gesti þannig að aflir komi til með að finna eitthvað við sitt hæfi og kjósi jafnvel að staldra lengur við. en einungis yfir mótshelgina. I ÍBfcg ——«1 ■«=< = ' iiliii iH „MUNUM LEGGJA OKKUR FRAM UM AÐ ÞJÓNUSTA GESTI OKKAR EIIUS VEL 0G MÖGULEGT ER" Hver er aðdragandi þess að ákveðið var að halda Ungiingalandsmót UMFÍ 2003 í ísafjarðarbæ? „í stuttu máli er hann sá að Héraðssamband Vestfirðinga sótti um að halda mótið. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar studdi þá málaleitan HSV dyggilega. Niðurstaðan varð svo sú, sem betur fer, að stjóm UMFÍ ákvað að halda mótið hér, sem kemur sér vel fyrir íþrótta- líf og uppbyggingu hér á svæðinu.“ Hefur bæjarfélagið þurft að leggja út í ein- hverjar framkvæmdir vegna unglingalands- mótsins og hver er áætlaður kostnaður bæjarins vegna mótsins? „Hluti þeirra fram- kvæmda sem em í vinnslu á Torfnesi væru það þó ekki væri landsmót framundan, t.d. gerð gervigrasvallar sem Boltafélagið lagði áherslu á að væri byggður í stað tveggja grasvalla sem l'yrri hugmyndir gerðu ráð fyrir. Kostnaður við gervigrasvöll er áætlaður 7 milljónum meiri en tveggja grasvalla eða um 47 milljónir kr. Vegna unglingalandsmótsins er unnið að bættu áhorf- endasvæði í brekkunni, fjögurra brauta 100 metra hlaupabraut, langstökks- og þrístökks- braut með gryfju og kast- og hástökksvelli 15x25 metra. Sá völlur verður lagðurTartan efni og mun nýtast undir ýmislegt fleira s.s. körfu- bolta. Þá gemm við ráð fyrir hjólabrettaaðstöðu á þessu svæði líka. Nú svo verður svæðið snyrt og gert bílastæði milli grasvallar og Skutuls- fjarðarbrautar. Þess má vænta að þessar fram- kvæmdir kosti um 30 milljónir en þá verður Torfnessvæðið líka orðið mjög glæsilegt og aðgengilegt fyrir mun fleiri en stunda þar íþróttir í dag. Svo má reikna með einhverjum kostnaði vegna aðstöðusköpunar. Til samanburðar við þetta má geta þess að áætlaðurkostnaðurísafjarð- arbæjar við að halda Landsmót UMFÍ 2004 var 282 milljónir kr„ en eins og kunnugt er hætti bæjarstjóm við það vegna of mikils kostnaðar.“ Reiknað er með allt að sjö þúsund gestum á mótið. Hvernig er bærinn í stakk búinn til að taka á móti öllum þessum fjölda? „Allt gistirými er auðvitað upppantað en þess má vænta að einhverjir gisti í heimahúsum að auki. Flestir munu væntanlega gista í tjöldum og það verður séð til þess að nægjanlegt pláss sé fyrir tjöld. Þar sem þau verða að mestu inni í fjarð- arbotninum gerir skipulagið ráð fyrir tíðum ferðum Strætó á milli. Það verður sett upp sérstök upplýsingamiðstöð fyrir gesti og þátt- takendur svo ekkert fari á milli mála hvaða þjónusta er í boði o.s.frv. Við erum ýmsu vön hér og teljum bæinn vel í stakk búinn til að taka á móti þeim fjölda sem vill sækja okkur heim. Það hefur okkur alltaf verið ánægja að fá góða gesti og við munum svo sannarlega leggja okkur fram um að þjónusta gesti okkar eins vel og mögulegt er á landsmótinu." Nú verður að venju boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á mótinu en hvaða möguleikar aðrir eru í boði fyrir þá sem heimsækja svæðið? „Ég reikna með því að ferðaþjónustan á svæðinu noti tækifærið og bjóði upp á allt það besta sem við höfum að bjóða. Það yrði of langt mál að telja allt upp en siglingar í Jökulflrði og til Hornstranda eru gífurlega vinsælar. Eyjan Vigur er perla ísa- fjarðardjúps og enginn er samur eftir að hafa komið þangað og teygað að sér andrúmsloft eyjarinnar og notið gestrisni íbúanna. Athyglis- vert er að skoða sjóminjasafnið í Neðstakaup- stað á Isafirði, fara til Bolungarvíkur í Ósvör og skoða Nátturgripasafnið í Bolungarvík, fara upp á Bolafjall og skoða óviðjafnanlegt útsýni. Fara í gegnum göngin og skoða fleiri hliðar fsa- fjarðarbæjar en Þingeyri, Flateyri og Suðureyri eru hluti fsafjarðarbæjar. Fegurðin er óvið- jafnanleg í Dýrarfirði, Önundarfirði og Súg- andafirði og þar eru sögufrægar minjar, sögu- slóðir og áhugaverð náttúra sem endalaust er hægt að skoða. Hægt er að leigja sér kajak, jafnvel fá leiðsögn með vönum mönnum um áhugaverðar kajakslóðir, fara í gönguferðir vítt og breitt því víða eru merktar gönguleiðir. Svo er bærinn á ísafirði þannig að þar er yfirleitt mikið mið- bæjarlíf og mikil stemmning. Ég mæli með rölti milli verslana, koma við á kaffihúsi og njóta þess að vera til.“ Sem kunnugt er, þá eru unglingalandsmótin vímuefnalaus fjölskylduhátíð en Vestfirðing- ar hafa einmitt vakið athygli á landsvísu fyrir það hversu ötullega þeir hafa unnið að vímu- varnarmálum, ekki satt? „Starfsemi VáVest hér á norðanverðum Vestfjörðum hefur vakið gríðarlega athygli. Þarna er um að ræða gras- rótarsamtök sem hafa unnið mikið frumkvöðla- starf og m.a. tekið að sér að sjá um forvarna- mál fyrir sveitarfélögin þrjú á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta starf er ótrúlega vel kynnt vítt um land, sérstaklega innan forvarnargeirans og er mjög horft til þess hversu faglega er unnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.