Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 16

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 16
I ár verður Norræna ungmenna vikan haldin í Cristíanslyst í Suður- Slésvík dagana 29. júní til 6. júlí. A ungmennavikunni koma saman krakkar frá 18 aðildarsamtökum innan NSU og taka þátt í spenn andi og fræðandi verkefnavinnu auk þess sem ýmislegt annað er gert til skemmtunar. í ár fer fjölmennur hópur frá íslandi en hver sem vill getur sótt um að fá að fara á ungmennavikuna sem haldin er á hverju ári fræðslustjóri UMFÍ sér um skipulagningu mótsins fyrir íslands hönd og styrkir UMFÍ þátttakendur sem fara á mótið. Á HVERJU ÁRISTYRKIR UMFÍ KRAKKA SEM VILJA FARA Á NORRÆNU UNGMENNAVIKUNA r1 r1 r^. \G > 2&Á ÞfcOSJÍi\J\)UJ Dfí 5JÍ DjVJjVJTJLUG VJJT7 „I fyrra fóru 15 krakkar frá íslandi þegar ung- mennavikan fór fram í Svfþjóð. í ár fara rúmlega helmingi fleiri, eða 32 og hafa aldrei fleiri farið frá Islandi,“ segir Valdimar en mótið fer fram í Cristianslyst í Suður-Slésvík hjá dönskum minnihlutahópi sem býr Þýskalandsmegin við landamæri Þýskalands og Danmerkur. Þar búa yfir 50.000 „danskir Þjóðverjar“ sem tala dönsku og er allt þeirra samfélag danskt. En hvað fer fram á ungmennavikunni? „Á ungmennavikunni er alltaf ákveðið þema í gangi ár hvert. 1 ár verða hinir fornu Víkingar teknir fyrir. Norðurlandaþjóðirnareiga auðvitað sam- eiginlega arfleif í víkingunum. Vikan verðurþví víkingatengd ef svo má að orði komast og unnið með hluti sem tengjast víkingunum t.d. er búinn til fatnaður, hálsmen og allt það glingur sem tilheyrði víkingunum til forna. Þá verður farið á víkingasöfnin Hedeby og Danevirkegaarden og þau skoðuð. Ungmennavikan er þó ekki öll víkingatengd því margt annað verður gert til skemmtunar t.d. verður farið í leiki, haldið íþróttamót, farið í kajakróður, trjáklifur, á baðstrendur og ferðalög þannig að dagskrá ung- mennavikunnar er mjög fjölbrcytt.“ Mun íslcnski hópurinn brydda upp á ein- hverju sérstöku á mótinu? „Já, það er hug- myndin. Við höfum á hverju ári komið með eitt- hvað séríslenskt. Það eru settar upp smiðjur fyrir hvern hóp og í ár munum við sýna þjóðaríþrótt Islendinga, glímu. Með okkur í för verða fímm íslenskir glímumenn auk kennara sem ætla að kenna öðrum þátttakendum glímubrögðin.“ 16 Það er mettþátttaka í ár en hvað getur UMFÍ Valdimar Gunnarsson frœöslustjóri UMFÍ. sent marga þátttakendur frá íslandi? „Það eríraun alveg opið. Þegar umsækjendur hafa sótt um og sent inn upplýsingar til UMFÍ þá er farið yfir þær og ákveðið hversu margir fá styrk. I ár sóttu 32 um og var ákveðið að styrkja alla. Þetta er 10 daga ferð og kostar 35.000 krónur á mann en innifalið er gisting, uppihald o.fl.“ Fyrir hvaða aldur er ungmennavikan? „Ung- mennavikan er opin fyrir 14-25 ára en þau sem eru að fara núna eru flest á aldrinum 16 til 18 ára.“ FÉLAGSLEGA ÞR0SKAWDI Ungmennavikan er sjálfsagt þroskandi fyrir krakkana? „Já, það er mjög þroskandi fyrir þessa krakka að taka þátt í slíku verkefni enda er það bæði fræðandi og skemmtilegt. Það er séð til þess að hóparnir sem koma víðsvegar að frá Norðurlöndunum blandist vel þannig að krakkarnir eignast marga nýja kunningja og vini. Verkefnin eru þannig uppbyggð að þau séu mjög þroskandi félagslega fyrir krakkana. Þarna verða oft til sterk vinasambönd enda eru sumir krakkarnir sem eru að fara út núna að fara í annað eða þriðja skiptið til að hitta gamla vini sem þau höfðu kynnst á fyrri mótum. Það er líka m.a. tilgangurinn með þessari viku að búa til vinatengsl á milli landanna. Þau eru síðan dugleg við að halda sambandi í gegnum netið. Ungmennavikan er líka þannig uppbyggð að það er alltaf misntunandi þema á milli ára þannig að krakkarnir eru alltaf að takast á við ný verkefni og geta því farið aftur og aftur.” K0MA FRÁ ÖLLUM LANDSHLUTUM Hvaðan koma þátttakendurnir af landinu sem eru að fara á Ungmennavikuna núna? „Þau sækja yfirleitt um í gegnum ungmenna- félögin og geta því komið vítt og breitt af landinu. 1 fyrra var þetta reyndar dálftið staðbundið en þá komu krakkarnir nánast ein- göngu frá Vík í Mýrdal og Egilsstöðum og nágrenni. í ár koma krakkarnir frá öllum landshlutum sem er mjög ánægjulegt. Ástæðan fyrir þessari góðu blöndu núna er að við höfum kynnt þetta betur en áður og svo hefur þetta spurst út. Þeir krakkar sem sækja um eru oft mjög virk í félagsstarfi. Ungmennavikan er kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki fá tækifæri til að ferðast til útlanda í gegnum íþróttir og taka þátt í nýju og öðruvísi starfi sem er gefandi og þroskandi," sagði Valdimar að lokum og hvatti alla til að sækja um að ári liðnu. Ungmenna- vikan er yfirleitt haldin á tímabilinu júní-júlí ár hvert og er hægt að sækja um fljótlega eftir hver áramót. Best er þá að hafa samband við Valdimar á skrifstofu UMFI Fellsmúla í síma 568 2929.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.