Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 46
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði „Endastöð sem kemur á óvart“ segja Bolvíkingar gjarnan þegar þeir kynna bæjarfélagið sitt og eru það orð að sönnu því ekki verður ekið lengra eftir að til Bolungarvíkur er komið nema þá helst yfir í Skálavík eða upp á Bolafjall þar sem útsýnið er ægifagurt. Einnig þaðan liggja leiðir aðeins í eina átt - sömu leið til baka. í þessari nyrstu byggð á Vestfjörðum búa tæplega eitt þúsund íbúar sem byggja afkomu sína aðallega á sjávarútvegi, og hafa alla tíð gert, enda liggur staðurinn vel við gjöfulum fiskimiðum út af ísafjarðar- djúpi. í Ráðhúsi Bolungarvíkur er stjórnsýsla bæjarins staðsett og þar hitti blaðið Einar Pétursson, bæjar- stjóra, að máli. jj Bolvíkingar hafa á undanförnum árum verið að geta sér orð sem miklir áhuga- menn um heilsurækt, ekki satt? „Jú, það eru eflaust margir sem hafa heyrt talað um „Heilsubæinn Bolungarvík" en þama er um að ræða forvamarverkefni sem hefur verið í gangi um nokkurt skeið. Markmiðið er að stuðla að virkni einstaklinganna og koma á samvinnu ólíkra afla í bæjarfélaginu til þess að skapa ný viðhorf til heilsu og heilbrigðis- þjónustu þannig að hver og einn finni til ábyrgðar gagnvart eigin heilsu. Einnig og ekki síst er lögð áhersla á heilsueflingu á vinnu- stöðum, sem beinist ekki aðeins að því að koma í veg fyrir heilsutjón, heldur ekki síður að því að bæta heilsu og líðan starfsfólksins. í verkefninu taka þátt stofnanir, skólar, félaga- samtök, fyrirtæki og bæjarfélagið." Bolvíkingar geta státað sig af góðri íþrótta- aðstöðu, ekki satt? „Jú, það er rétt. Við erum hér með fjölnota íþróttaaðstöðu í Árbæ þar sem er m.a. rúmgóður íþróttasalur, líkams- ræktaraðstaða, saunabaðstofa og mjög góð 16 m sundlaug innandyra og heitir pottar utan- dyra. Við erum líka með góðan golfvöll, Syðridalsvöll, sem er 18 holu golfvöllur og enn sem komið er eini 18 holu völlurinn á Vestfjörðum. Völlurinn er í stöðugri upp- byggingu og laðar stöðugt að fleiri golfáhuga- menn vegna fjölbreytts landslags vallarins. Ekki má heldur gleyma skíðasvæðinu okkar í Traðarhymu en þar er lyfta sem þjónar vel þeim skíðagörpum sem heimsækja brekkuna." Markverðir staðir í Bolungarvík? „Lang- flestir þeirra ferðamanna sem koma til Bolungarvíkur fara og skoða Ósvör sem er gamalt endurbyggt útræði. Þar er minjasafn um árabátatímabilið er stóð rétt fram yfir aldamótin og samanstendur safnið af þremur húsum byggðum á gömlum tóftarbrotum, verbúð, salthúsi, fiskreit og hjalli. Þarna er einnig sexæringur, gangspil og opinn hjallur. Þá er líka vinsælt að keyra yfir í Skálavík sem er falleg vík suðvestan við Bolungarvík. Áður fyrr var búið þar á nokkrum bæjum og má finna fjölmargar verbúðatóftir þar á fjöru- kambinum en vinsælt er að ganga fjöruna og njóta fagurs útsýnis við ysta haf. Loks vil ég nefna kirkjuna okkar, Hólskirkju, sem stendur á fallegum stað þar sem sést til hennar alls staðar úr bænum. Kirkjan er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni og var vígð árið 1908. Hún er í gamla stílnum, afar falleg að innan og þykir sérstök að því leyti að predikunar- stóll er yfir altari.“ Er mikið um ísbirni í þessari nyrstu byggð Vestfjarða? „Nei, ekki get ég sagt það. Þó heldur einn slíkur hér til að staðaldri og er hægt að skoða hann í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur. Þetta er víðfrægur ísbjörn sem sjómenn bönuðu á sundi úti fyrir Vestfjörðum og var það mál talsvert í fréttum á sínum tíma. í Náttúrugripasafninu gefur einnig á að líta mikið safn af uppstoppuðum fuglum, minka, tófur, fiska, seli og fleiri kvikindi, auk merki- legs steinasafns. Það er mjög skemmtilegt að koma þarna og ég hvet alla til að heimsækja safnið.“ Að lokum, eru einhverjar skemmtilegar uppákomur fyrirhugaðar í Bolungarvík í sumar? „Já, það verður ýmislegt á döfinni hjá okkur í sumar. Eg vil t.d. nefna tónlistar- hátíðina „Við Djúpið" sem haldin verður í Bolungarvík og á ísafirði dagana 19.-23. júní. Þar koma fram Jónas Ingimundarson píanó- leikari, sem verður heiðursgestur hátíðarinnar, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritonsöngvari, Pétur Jónasson gítarleikari og Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari. Þessir listamenn munu halda tónleika öll kvöld hátíðarinnar en á daginn rnunu þeir kenna á námskeiðum. Þessa daga verða einnig haldnir minni tónleikar, þ.á m. nemendatónleikar, og aðrar fjölbreyttar uppákomur skipulagðar, s.s. skoðunarferðir með bát, gönguferðir og margt fleira. Eg vil líka nefna markaðshelgina sem haldin verður í Bolungarvík dagana 4.-6. júlí þar sem verður rífandi stemmning með markaðsívafi, tónleikum, sölubásum og ýmsum uppá- komum fyrir börn og fullorðna. Liður í þessari helgi er heimsókn Þorvaldar Halldórssonar söngvara og eiginkonu hans, Margrétar Scheving, en þau verða með tónlistarhelgi- stund í Hólskirkju 5. júlí. Það verður sem sagt nóg um að vera og við eigum von á að fjöl- margir mæti til þessarar hátíðar. Ýmislegt fleira verður á döfinni í Bolungarvík í sumar og því er um að gera að kíkja sem oftast í heimsókn til okkar í Víkinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.