Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 58

Skinfaxi - 01.04.2003, Page 58
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði Orkubú Vestfjarða hóf starfsemi 1. janúar 1978 með yfirtöku á rekstri Rafveitu ísafjarðar, Rafveitu Patreks- hrepps og þeim hluta Rafmagnsveitna ríkisins er var í fyrrum Vestfjarðakjör- dæmi. Ári síðar bættust við Rafveita Snæfjalla og Rafveita Reykjafjarðar og Ögurhrepps. Fyrirtækið starfaði sem sameignarfélag sveitarfélaganna á Vestfjörðum og ríkisins allt til 1. júlí 2001 þegar því var breytt í hlutafélag í eigu sömu aðila. Ríkið keypti síðan hlut sveitarfélaganna og hefur frá aprfl 2002 verið eini eigandi fyrirtæk- isins. Orkubú Vestfjarða er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkjaUnglingalands- mót 2003 á ísafirði og af því tilefni var rætt við Kristján Haraldsson, fram- kvæmdastjóra Orkubúsins. „ÁNÆGÐ AÐ GETA LAGT 0KKAR AF MÖRKUM Hver var aðdragandinn að stofnun Orkubús Vestfjarða á sínum tíma? „Segja má að það hafi annars vegar verið hið háa raforkuverð sem var í kjölfar olíukreppunnar á árunum upp úr 1973. en á þeim tíma urðu mörg byggðarlög að reiða sig á raforkuframleiðslu frá díselstöðvum. A þessum tfma var einnig nokkur raforkuskortur á Vestfjörðum sem menn töldu réttilega geta hamlað eðlilegri vinnslu sjávarafurða og byggðaþróun. Af þeim sökum var mikill áhugi meðal Vestfirðinga á þvf að þeir sjálftr fengju tækifæri til að leysa orkumál sín og tækju ábyrgð þeirra í eigin hendur í samvinnu við ríkið. Þetta sjónarmið varríkjandi víða um land á þessum tíma, skoðanir allmargra sveitastjórna voru á þann veg að orkuöflun væri best fyrir komið sem sameiginlegt verkefni sveitarfélaga og ríkisins en rekstur dreifi veitna yrði hins vegar hlutverk sveitarfélaga eða sameignarfélaga þeirra. Um árangurinn þarf ekki efast og óhætt að segja að með starfsemi Orkubúsins haft orðið þáttaskil í fjórðungnum hvað aðgang að hag- kvæmri raforku varðar.“ Hvert er hlutverk Orkubús Vestfjarða? „Það er fyrst og fremst að sjá til þess að íbúar Vest- fjarða og aðrir viðskiptamenn OV eigi greiðan aðgang að hagkvæmri raforku og er það gert með því að virkja vatnsafl og jarðhita á Vest- fjörðum þar sem hagkvæmt þykir. Orkubúið sér einnig um rekstur vatnsorkuvera og dísilraf- orkustöðva til raforkuframleiðslu, ásamt mann- virkjum til raforkuflutnings og raforkudreif- ingar. Einnig á Orkubúið og rekur jarðvarma- virki og fjarvarmakyndistöðvarásamt nauðsyn- legu dreifikerfi. Þá annast það virkjunar- rannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir eftir þvf sem ákveðið erhverju sinni. Samkvæmt þessu nær hlutverk fyrirtækisins til alls orku- iðnaðar á Vestfjörðum, h vort heldur orkugjafinn er vatnsafl, jarðvarmi eða einhver annar.“ Hver eru helstu verkefni Orkubúsins í dag? „Orkubú Vestfjarða vinnur markvisst að rann- sóknum á möguleikum til frekari orkuöflunar á Vestfjörðum. Við vorum að ljúka við nýja forathugun á Glámuvirkjun sem yrði 67 MW að stærð. Niðurstaða þeirrar athugunar er að Glámuvirkjun muni verða nokkuð dýrari en sambærilegir virkjunarkostir annars staðar á landinu. Aftur á móti er hafinn undirbúningur að hönnun á 670 KW virkjun í Tungudal við Skutulsfjörð er mun að mestu nýta miðlað vatns- rennsli sem kemur úr Vestfjarðagöngum. Þá höfum við lokið við endurnýjun Þverárvirkj- unar og sömuleiðis lokið dýptarmælingum á vötnum á Ófeigsfjarðarheiði ásamt mælingum á vetrarrennsli þar í samvinnu við Orkustofnun. Síðast en ekki síst hefur verið unnið skipulega að því að styrkja flutningskerfm með því að leggja jarðstrengi í stað háspennulfna á ísing- arsvæðum og flytja háspennulínur af svæðum UMFÍ þar sem hætta var á snjóflóðum eða styrkja þær sérstaklega. Þetta hefur haft í för með sér að verulega hefur dregið úr rekstraráföllum í flutn- ingskerfum raforkunnar." Er raforkuverð hjá Orkubúinu svipað því sem gerist hjá öðrum orkuveitum? „Raunverð raforku hefur aldrei verið lægra á Vestfjörðum en nú, allt frá stofnun Orkubús Vestfjarða fyrir aldarfjórðungi. Almennur taxti er nú um 42,5% af því sem hann var árið 1978 og samanburður við orku verð annarra orkuveitna sýnir, að Orku- búið hefur verið trútt því markmiði sínu að vinna að lækkun orkuverðs á Vestfjörðum. Þegar Orkubú Vestfjarða er borið saman við Raf- magnsveitur ríkisins kemur í ljós, að almennur taxti Rarik er 22,5% hærri, verð Rarik á orku til upphitunar íbúðarhúsnæðis 4,5% hærra og afltaxti Rarik 31% hærri. Gjaldskrár þessara fyrirtækja voru hliðstæðar og reyndar nánast þær sömu allt til ársins 1990 en þá tók að draga í sundur. Þessi árangur, sem náðst hefur, er verulegur og hefur skilað Vestfirðingum um 1.250 milljónum króna í lækkuðu orkuverði, miðað við gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins. Það má því segja með tilvísun til þessarar staðreyndar, að Orkubúið skili arðinum af rekstrinum beint lil hins almenna orkukaupanda." Orkubú Vestfjarða er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkja Unglingalandsmót 2003 á ísafirði? „Já, við erum ánægð að geta lagt okkar af mörkum til að halda megi veglegt unglinga- landsmót hér fyrir vestan. Það verður gaman að fá alla þessa gesti í bæinn og sérstaklega að fylgjast með krökkunum á mótinu. Síðast en ekki síst er þetta frábær kynning fyrir bæjar- félagið og Vestfírði alla.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.