Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 21
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði og hversu vel hefur tekist til. VáVest hefur mælt stöðu mála varðandi vímuefnaneyslu og fleiri þætti á undanfömum ámm og staðfesta þær mæl- ingar að verulegur árangur hefur náðst. Það er ánægjulegt en á um leið að vera okkur öllum áminning um það er ekki staða sem er komin lil að vera nema við séum meðvituð um að vera sífellt á verði í forvömum. VáVest er í samstarfi við fleiri um uppbyggingu og rekstur Gamla apóteksins, kaffihúss og félagsaðstöðu fyrir ungt fólk. Gamla apótekið hefur verið öðmm fyrir- mynd og er tekið sem dæmi um vel heppnað starf af þessu tagi.“ Nú stóð ísafjarðarbæ til boða að halda 24. landsmót UMFÍ árið 2004 en tók umdeilda ákvörðun um að Iáta það frá sér? „Það hefði verið gaman að halda landsmótið að ári en við urðum einfaldlega að horfa á kostnaðarhlið- ina og átta okkur á því að svo mikil uppbygg- ing sem þurfti á svo stuttum tíma sem var ætlaður gekk einfaldlega ekki upp. Það var áætlað að hlutur Isafjarðarbæjar yrði 282 milljónir og þá er ég búinn að draga frá áætlað- an hlut ríkisins. Það þarf að vinna svo ótal mörg önnur verkefni að við verðum ávallt að sníða okkur stakk eftir vexti.“ Hvernig hefur verið búið að íþróttafólki í bæjarfélaginu? Er í gangi markviss upp- bygging í íþrótta- og æskulýðsmálum? „Það er að mörgu leyti vel búið að íþróttafólki í Isa- fjarðarbæ. Hér eru ótrúlega mörg íþróttafélög með fjölbreytta starfsemi. Mig minnir að innan HSV séu rúmlega tuttugu íþróttafélög. Innan Isafjarðarbæjar eru fjögur íþróttahús og í undir- búningi bygging íþróttahúss á Suðureyri, fjórar sundlaugar, íþróttavellir, glæsilegt skíðasvæði, Homsírandir. tveir golfvellir, aðstaða fyrir hestamenn, skot- svæði og nú bætt aðstaða á Torfnesi. Þó alltaf megi gera betur þá verður að segja að miðað við stærð Isafjarðarbæjar er í raun ótrúlegt að við skulum reka svona mikið af íþróttamann- virkjum sem veita fulla þjónustu. Ástæðan er miklu leyti sú hversu margir byggðakjarnar eru innan bæjarfélagsins. Fyrir nokkrum árum var unnin sérstök stefna í íþrótta- og æskulýðsmál- um. Vinnan var að mestu í höndum Janusar Guðlaugssonar í samstarfi við fræðslunefnd og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Eftir kosningar í fyrra var verkefnum fræðslunefndar breytt þannig að íþrótta- og æskulýðsmálin voru færð í sérstaka nefnd. Þannig er málaflokknum gefið aukið vægi og mikil vinna framundan í nefnd- inni m.a. við endurskoðun stefnu í málaflokkn- um. Það er vissulega mikil uppbygging í þessum málaflokki í Isafjarðarbæ enda eigum við fjölda glæsilegra fulltrúa í íþróttum. Það er góð tilfrnn- ing þegar maður fylgist með sínu fólki í keppni af stolti og ánægju.“ En er ennþá einh ver landsmótshugur í mönnum? „Já það er mikill landsmótshugur í okkur vegna unglingalandsmótsins í sumar og svo samgleðj- umst við Skagfirðingum með landsmótið á næsta ári og munum örugglega stefna þangað miklu liði. Við erum ekkert að velta landsmótinu 2004 frekar fyrir okkur eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Hvað varðar gestafjölda á þessum mótum má gera ráð fyrir svipuðum fjölda á þau bæði ef markmið um fjölda gesta og þátttakenda ná fram að ganga í sumar. Eg trúi reyndar að svo verði því það er spennandi kostur að koma vestur til Isafjarðar á landsmót og miklu minna mál en margir halda að aka vestur á ísafjörð.“ Hvað væntingar gera heimamenn til ungl- ingalandsmótsins til skemmri og lengri tíma? „Við höfum þær væntingar að við fáum fjölda gesta og þátttakenda og að okkur takist að þjón- usta þá vel þannig að þeir fari héðan með góðar minningar. Varðandi framtíðina þá fylgir lands- mótinu betri aðstaða á Torfnesi. Það þýðir von- andi fleiri iðkendur í ýmsum íþróttagreinum. Þannig vonumst við til að öflugt íþróttalíf hér á svæðinu verði enn kraitmeira vegna landsmótsins." Vestfirðir eru utan við þjóðveg 1 og því liggur beinast við að spyrja hvort þeir séu afskekkt- ari en aðrir landshlutar og vegalengdir þar meiri en annars staðar? „Best að byrja á því að segja að vegalengdin og aksturstíminn milli Isafjarðar og Reykjavíkur er minni en margir halda. Eg sjálfur ek nokkuð oft á rnilli. Það er ekki óalgengt yfir veturinn að ef ég þarf að mæta á fund snemma morguns í Reykjavík en þarf að vinna fram yfir kvöldmat, t.d. vegna bæjarráðs- fundar, að þá ek ég um kvöldið suður. Það er miklu minna mál en fólk almennt heldur. Þar sem Vestfirðir eru utan við þjóðveg nr. 1 gæti það haft áhrif þannig að fólki finnst svæðið vera afskekkt. Það er samt ekki afskekktara en svo að ef þú beyg- ir til vinstri við Brú í Hrútafirði í stað þess að halda áfram norður í land, ertu kominn til fsa- fjarðar 3 Vi-A klst. síðar. Við höfum lengi kvaitað undan slæmum vegum Vestfirðingarog vissulega eru víða óunnin verk en framfarimar hafa verið mjög miklar og er svo komið að um 80% leið- aiinnar milli fsatjarðar og Reykjavíkur um ísa- fjarðardjúp og Strandir er lögð bundnu slitlagi." Sú nýbreytni verður tekin upp á mótinu í sumar að foreldrar geta skráð sig til keppni þar sem þeir fá að spreyta sig á ýmsum spennandi þrautum. Má búast við að sjá bæjarstjórann þar meðal keppenda? „Ein- hver var að tala um glímu milli bæjarstjórans og formanns bæjarráðs og mun ég ekki skorast und- an því. Hins vegar rnundi ég frekar vilja fara í vítakeppni í körfubolta eða einhverja slíka grein sem krefst minni átaka. Ef einhveijar aðrar þrautir verða sem ég get tekið þátt í sem foreldri væri það gaman.“ Og veðrið ... „Ég er vanur góðu veðri hér á þessum tíma. Vonandi verður það eins og best verður á kosið, það vinnur alltaf með svona mótshaldi. Rey ndar er ég sannfærður unt að það verður gott veður. Og muna...sól í sinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.