Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 14
Ungmennafélag íslands hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir Leið- togaskóla sem hefur notið mikilla vinsælda. Skólinn er sniðinn að þörf- um einstaklinga sem hafa í hyggju að vera í forystu í félagsstörfum. Leiðtogaskólinn er tvískiptur því annars vegar er haldið námskeið eingöngu fyrir íslendinga og hins vegar er haldið námskeið í sam- starfi við NSU þar sem þátttakend- ur koma frá Norðurlöndunum. Það er Valdimar Gunnarsson fræðslu- stjóri UMFI sem heldur utan um skólann. VILTU VERÐA LEWTOGI? LEIÐTOGASKÓLIIMAJ Leiðtogaskólinn fyrir íslendinga er fimm daga námskeið haldið í tveimur hlutum. í fyrri hlut- anum, sem haldinn er fyrir áramót, er tekið þriggja daga námskeið þar sem ýmsir þekktir sérfræðingar koma og halda fyrirlestra. Eftir áramót er síðan tveggja daga námskeið og er þar m.a. farið yfir verkefni sem þátttakendur unnu í millitíðinni og tengist fjölmiðlum. I leiðtogaþjálfuninni er farið í samskipti forystu- manna við fjölmiðla og er m.a. farið yfir eftir- farandi þætti á námskeiðinu: Hvernig á að byggja upp viðtöl fyrir fjölmiðla, hvernig á að skrifa greinar í fjölmiðla, hvernig á að nálgast fjölmiðla og einnig er farið í leiðtogafræði, sjálfsuppbyggingu, framkomuþjálfun o.fl. Fyrir forsvarsmenn félagasamtaka er þekking þessara þátta nauðsynleg hverjum og einum. Innan íslenska Leiðtogaskólans eru líka haldin formannanámskeið. Þau taka einn og hálfan dag og lúta að stjórnun þ.e.a.s. hvernig á að stýra félagi eða félagasamtökum. VEL TÓKST TIL MEÐ SÍÐASTA LEIÐTOGASKÓLA Tuttugu nemendur víðs vegar af landinu tóku þátt í leiðtogaþjálfun á vegum Leiðtogaskólans þegar síðasta námskeið var haldið. Þátttakendur komu bæði úr ungmennafélagshreyfingunni, frá sveitarfélögum og öðrum félagasamtökum. Fyrirlesarar voru m.a. Guðrún Bachman, Gísli Blöndal, Jóhann Ingi Gunnarsson og Rannveig Einarsdóttir. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um framkomu, fjölmiðla, ræðulist, leiðtoga og hlut- verk þeirra. Margt fleira er til gamans gert á námskeiðunum, m.a. farið á skauta, í skot- keppni, karaoke og í ýmsa leiki og verkefni. Það geta allir sótt þessi námskeið sem hafa áhuga á að starfa að félagsmálum, hvort sem þeir gera það á þessari stundu eða ætla sér að gera það í framtíðinni. LEIÐTOGASKÓLI UMFÍ OG NSU í sumar verður Leiðtogaskóli NSU haldinn á Laugarvatni 7. -13. júlí. Þetta er í annað sinn sem þessi skóli er haldinn á íslandi. Síðasta sumar var hann haldinn á Gufuskálum en verður nú á Laugarvatni. Leiðtogaskólinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 18 -25 ára. Hugmyndin með skólanum er að byggja upp leiðtoga eða forystufólk og mynda tengsl eða sambönd á milli ungra leiðtoga á Norðurlöndum. Með auknum tengslum er líklegra að samvinna á milli landanna aukist þegai' leiðtogamir hafa hist og þekkjast persónulega. Með þessu samstarfi við NSU er einnig leitast við að fá hugmyndir hjá þátttakendunum um sýn þeirra á NSU á komandi árum þ.e.a.s. hvernig samtökin eigi að starfa og hver markmið þeirra eigi að vera. Nauðsynlegt er að þátttakendur geti tjáð sig á skandinavísku og ensku. Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum og eru á bilinu 30 - 35 þar af eru Islendingarnir sex. Skólinn er styrktur af Youth prógrammi Evrópusambandsins og Nordisk Ungdomskomitee og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fyrirlesarar eru allir helstu sérfræðingar okkar á þessu sviði. í fyrra vakti Leiðtogaskólinn mikla athygli og mikil aðsókn er í hann í ár. Það eru félögin sem tilnefna þátt- takendur þannig að þeir sem hafa áhuga sækja um í gegnum sitt ungmennafélag. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Leiðtoga- skóla UMFÍ geta haft samband við Valdimar Gunnarsson á Þjónustumiðstöð UMFÍ Fells- múla og fengið nánari upplýsingar. Þá berast skrifstofu UMFI fjöldi upplýsinga um spenn- andi ráðstefnur og námskeið erlendis og er UMFÍ oft boðið að senda á þessar ráðstefnur á hagstæðu verði. I fyrra voru t.d. tíu ungmenni send á námskeið vfðs vegar um Evrópu. Á næstu dögum fara tveir fslendingar á vegum UMFI til Alicante á Spáni þar sem þeir taka þátt í ráðstefnu í verkefnisstjórnun. Tilboð þessi eru auglýst á vef UMFÍ, www.umfi.is. Valdimar Gunnarsson t.v. frœðslustjóri UMFI og framkvœmdastjóri NSU hefur veg og vanda af Leiðtogaskólanum og með honum á myndinni er I’áll Guðmundsson kynningarfulltrúi UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.