Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 44

Skinfaxi - 01.04.2003, Síða 44
Við viljum vekja athygli á Reykhóla- hreppi í Austur-Barðastrandarsýslu, en segja má að nær ekkert svæði Vest- fjarða sé aðgengiiegra íbúum höfuð- borgarsvæðisins. Útsýnið yfir Breiðafjörð er stórfenglegt og Vaðalfjöll (fyrir ofan sumarhótelið Bjarkalund) setja mikinn svip á hér- aðið. Fuglalíf er mikið, enda einhvern mesta mun flóðs og fjöru á öllu íslandi að finna hér. Hin eina sanna Barma- hlíð er á leiðinni út á Reykhóla en um hana kvað Jón Thoroddsen kvæðið sitt fræga, „Hlíðin mín fríða" á 19. öld. Á Reykhólum (sem er söguf rægt höf uð- ból) er að f inna mesta jarðhitann á Vest- fjörðum, enda er þar mjög góð sund- laug, Grettislaug. Á Reykhólum hefur myndast þorp, enda er Þörungaverk- smiðjan þar, hvíldar- og hjúkrunar- heimilið Barmahlíð og fleira. Á Reykhólum er einnig að finna hlunnindasýn- ingu en Reykhólar voru og eru mikil hlunninda- jörð. Þar sátu höfðingjar til forna og höfðu um sig hirð mikla. Væringar voru tíðar með mönn- um og því oft gott að stutt var að ieita fanga til matar fyrir heimilisfólk og gesti. Breiðafjörður- inn var og er mikil matarkista. Eyjamar á Breiða- firði og sjórinn þóttu gefa vel bæði af fugli og fiski. Þetta er „þemað“ í hlunnindasýningunni á Reykhólum þar sem einnig er staðsett upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn. Sýningin er opin frákl. 10-12ogkl. 14-18alladagayfirsumarið. Á sýningunni er tekin fyrir nýting selsins, nýting æðarfuglsins og sex tegundir sjófugla. Á veggjum og gólfi eru myndir og uppsettir hlutir. Texti er bæði á íslensku og ensku. Selur flæktur í net hangir á vegg. Þrjú myndbands- tæki eru í gangi með myndum af lífi þessara dýra og ýmsu sem tengist þeim. Hægt er að hlusta á enskan upplestur eða íslenskan með myndunum. Barnahorn er í salnum útbúið með fullt af myndum af fuglum og liti til að lita fuglana þegar búið er að skoða þá. Það er því tilvalið að skreppa í helgarferð til Reykhóla sem eru einungis 230 km frá Reykja- vík. Skoða þessa fögru sveit þar sem landslag er afar tjölbreytt. Gista í tjaldi eða gistiheimili, fara í sund eða heita potta, nota sér gönguleiðir sem búið er að merkja í nágrenninu, skoða Hlunnindasýninguna og enda svo með góðum kvöldverði í Bjarkalundi þar sem líka er hægt að gista. SIGURÐUR FLJÓTI0G 0FURMARAÞ0N Fyrir nokkru var sagt frá tveimur ís- lendingum sem tóku þátt í heimsmeist- aramóti ofurmaraþonhlaupara. Þá rifj- aðist upp frásögnin af Sigurði Jónssyni. Sigurður þessi var bóndi í Breiðavík á árunum 1765-1806, en Breiðavík á land að Látrabjargi. Sigurður var samtíða sr. Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal þess er talin er hafa fyrstur ræktað kartöflur á íslandi. Sigurður mun hafa verið þrek- og kjarkmaður og fékk ungur viðumefnið „fljóti“ sökum þess hversu fljótur hann þótti í förum. Frásögnin hér að neðan virðist benda til þess að Sigurður hafi hlaupið fyrsta ofurmaraþonhlaup ver- aldar. Það var einn vetur sem oftar, að snjóa- samt var og mikil ófærð á fjallvegum og raunar allstaðar. Það hafði því dregist að fara í kaupstað, svo sem venja var fyrir jólin og nú var komin Þorláks- messa. Þótti þá Sigurði, að ekki mætti lengur við svo búið standa. Hann fór í fyrra lagið í fjósið og gaf kúnum, en leggur síðan af stað inn á Eyrar en svo var Patreksfjarðarkaup- staður kallaður áður. Sé fært sjóveður yfir fjörðinn, er venjan sú að fá sig fluttan úr Örlygs- höfn eða Vatnsdal eða fá lánaðan bát, ef fleiri en einn eru í ferðinni. Eigi að fara alla leið á landi, þarf að krækja inn fyrir allan Patreksfjörð, og er það löng leið og seinfarin að vetrarlagi. Sigurður hefur ekkert viljað vera upp á aðra kominn, enda er ekki víst að sjóveður hafi verið gott. Hann ákveður því að fara landveg alla leið og er þá annað hvort að fara inn með firði, sem kallað er, eða fara svo nefnt Dalverpi og er þá komið af fjalli niður í Sauðlauksdal, sem er nokkuð innarlega í Patreksfirði. Þessa leið valdi Sigurður, með því að hún er líka talsvert styttri en sú fyrrnefnda. Segir lítt af ferðum Sigurðar nema það, að hann kemur í kaupstaðinn og leggur af stað heimleiðis með 30 punda bagga á baki. Ekki getur það almennt kallast þung byrði, en hún er meiri en nóg, þegar fara á fljótt yfir í mikilli ófærð og langa leið. Sigurður átti að hafa komið heim til sín aftur fyrir gjafir um kvöldið, talið hafa verið um kl. 7. Vera má, að ekki sé þessi tími nákvæmur og ekki er víst hvenær Sigurður lagði af stað um morguninn. En ekki virðist hann hafa getað verið meira en 10 klst. í ferðalaginu. Vegalengdin virðist, lauslega áætluð, 90-100 km.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.