Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 39
LANDMÓTUN Vestfjarðakjálkinn er elsti hluti landsins. í Breiðadalsheiði milli Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar hefur fundist eldra berg en annars staðar hérlendis. Samkvæmt aldursgreiningu mun það 14-15 milljón ára gamalt og þykir þó ekki háraldurá mælikvarðajarðsögunnar. Sums staðar gægjast fram mókola- eða surtarbrands- lög og lítils háttar námuvinnsla átti sér stað framan af tuttugustu öld. Jöklar hafa að mestu ráðið mótun landsins. Hvarvetna eru jökulsorfnir dalir og hvilftir og forn jökulsker upp af fjallabrúnum. Með norður- strönd ísafjarðardjúps liggja oft fannir niður undir sjó fram eftir sumri enda heitir þar Snæ- ljallaströnd. Upp af henni rís breið og driflivít bunga Drangajökuls. LANDSLAG Landslag er fjölbreytilegt. Sæbrattir múlar og björg ganga víða í sjó fram en inn á milli eru grösugir dalir og víkur með vöðlum og fjörum sem margar hverjar eru myndaðar úr skelja- sandi. Á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum eru línur landsins ávalar og mjúkar. En eftir því sem vestar og norðar dregur verður landslag mun tröllslegra og stórskornara. Meginhluti Vestfjarðahálendisins nær 300-500 m hæð yfir sjávarmáli og fer lítið eitt hækkandi til norðurs og vesturs. Inn í Vestfjarðakjálkann skerast fjölmargir firðir, meira en helmingurinn af fjörðum landsins, og inn af þeim ganga þröngir dalir. Isafjarðardjúp skiptir Vestfjarða- kjálkanum því sem næst í tvo hluta. Geysilegur fjöldi er af ám á Vestfjörðum, enda þótt ekki sé um neinar stórár að ræða. í þeirn er nær óteljandi fjöldi fossa sem falla niður af há- sléttunni, oft í stórbrotnum giljum og gljúfrum. Fremstur verður talinn fossinn Dy njandi í Amar- firði sem breiðist eins og blævængur niður 100 metra háa fjallshlíð. Loks er að nefna láglendar og grösugar eyjar þar sem eru þéttsetnar fuglabyggðir. Meðal hinna þekktustu eru Æðey og Vigur í ísafjarðar- djúpi og Grfmsey á Steingrímsfirði. Eyjar á Breiðafirði skipta þúsundum og var áður búið í mörgum þeirra. Þekktastar um norðurhluta Breiðafjarðar eru Flatey, Hergilsey, Hvallátur, Svefneyjar og Skáleyjar svo að fáeinar séu nefndar. Eyjabyggðin er nú að mestu liðin undir lok. GRÓÐUR Gróðurfar er um margt ólíkt því sem gerist annars staðar á íslandi. Nokkrar sjaldgæfar tegundir plantna finnast aðeins á Vestfjörðum, en sérkenni gróðurfarsins byggja þó fyrst og fremst á fjölbreytni Iandslagsins, árvissum snjóalögum og litlu beitarálagi þar sem bændur höfðu oft lítinn búpening. Birkikjarrer algengt, á mörgum stöðum má sjá myndarleg reynitré standa upp úr lágvöxnu kjarrinu en einnig mynda þessar tvær tegundir samfellda skóga. Gott berjaland er víða um Vestfirði. Árviss snjóalög hlífa aðalbláberjalynginu og fleiri viðkvæmum tegundum, s.s. skollaberjum og burknum. Brattar fjallshlíðar eru skriðurunnar og teygja gras- og lyngflákar sig upp eftir skriðunum í bland við loðvíði og birkikjan'. Lágir hálsar og heiðar eru algróin, krækilyng, fjallagrös og mosi ríkja þar sem hærra ber en votlendi og tjarnir í lægðum. A fjöllum uppi eru gróðurteigar um- hverfis vötn og lindir, en litfögur smáblóm, eins og jöklasóley og steinbrjótar kúra í skjóli frost- sprunginna klappa. HORNSTRANDIR OG JÖKULFIRÐIR Hornstrandafriðland nær yfir nyrsta hluta Vest- fjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Homstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og norðurhluta Jökul- fjarða. Á Hornströndum er stórbrotin og einstök náttúrufegurð. Meðfram ströndinni eru snarbrött fjöll og inn í þau ganga firðir, víkur og dalir. Land er mótað af ágangi sjávar og jöklum ísaldar sem hafa skilið eftir ófáar hvilftir og skörð. Jarðsöguna má lesa úr landslagi og eru víða menjar um gróðurfar og veðurfar fyrir milljónum ára. Gróðurfar er einstakt. Gróður hefur aðlagast að- stæðum á svæðinu, stuttum og björtum sumrum og snjóþungum vetrum, og er furðu grósku- mikill. Þá hefur landið lengi haft frið fyrir ágangi manna og búfjár. Fuglalíf er auðugt á svæðinu. Á sumrin er mest um fugla sem halda til á sjó og eingöngu setjast upp til að verpa. Einnig verpir fjöldi fugla, vatna- og votlendisfugla af ýmsum tegundum með ströndinni. í Hælavíkurbjargi er talin vera mest svartfuglabyggð á landinu og hvergi er meira urn langvíu en í Hornbjargi. Refir eiga hér griðland. Þeir munu hafa verið einu villtu landspendýrin á íslandi við landnám og hafa líklega borist til landsins á ísöld þegar jökul- hvel ísaldar tengdi saman lönd á norðurhjara. Á Homströndum má hvarvetna rekast á refi og sumir hverjir reyndar orðnir talsvert mannvanir. Áður var hér allnokkur byggð og þeir sem áttu allt sitt undir náttúrunni nýttu hlunnindi sem hún gaf eins og framast var kostur. Byggð lagð- ist af fyrir u.þ.b. hálfri öld og víða er að finna menjar um horfna búsetu og lífsbaráttu geng- inna kynslóða. Hornstrandafriðland hefur sérstöðu að því leyti að það er ekki í vegasambandi við umheiminn og eingöngu fært þangað sjóleiðina eða á tveim- urjafnfljótum. Um svæðið liggur fjöldi göngu- leiða við allra hæfi. Reglubundnum ferðum er nú haldið uppi að sumrinu. Á sumrin er einnig rekin gisting og greiðasala á nokkrum stöðum í friðlandinu. Samfara aukinni umferð hafa verið settar reglur um umgengni í Hornstranda- friðlandi sem ferðafólki ber að kynna sér en svæðið heyrir undir ísafjarðarbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.