Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 28
Unglingalandsmót UMFÍ 2003 á ísafirði Olga Rannveig Bragadóttir hef- ur verið útnefnd íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Tálkna- fjarðar sex ár í röð og hefur eng- inn íþróttamaður hjá félaginu * unnið þennan titil eins oft. A unglingalandsmótinu sem hald- ið var í Stykkishólmi á síðasta ári sigraði hún í spjótkasti 15-16 ára og á Meistaramóti Islands í frjáls- um íþróttum varð hún íslands- meistari í kringlukasti meyja. Þegar blaðið hafði samband við Olgu Rannveigu hittist svo á að hún var nýkomin vestur á Tálkna- fjörð eftir að hafa dvalið vetrar- langt í Reykjavík þar sem hún stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. J Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara í framhaldsskóla í Reykja- vík? „Mig langaði að vera í Reykja- vík og svo eru margir vinir mínir í skóla þar.“ Hvernig hefur þér líkað að búa í Reykjavík?„Mér líkaði mjög vel að vera í Reykjavík í vetur og búa hjá ömmu og afa. I sumar verð ég samt heima á Tálknafirði að vinna.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að leggja fyrir þig í framtíðinni? „Nei, ekki alveg. En ég hef mikinn áhuga á læknanámi." Hefurðu getað stundað íþróttir með náminu? „Já, ég æfði með FH í vetur og var það mjög fínt.“ Hvað greinar stundar þú? „Ég stunda kastgreinar, þ.e. kúlu, kringlu og spjót.“ Hver er þín aðalgrein? „Ég bara veit það ekki. Mér fmnst allt jafn skemmti- legt!“ Hversu mikið æfir þú? „í vetur æfði ég sex sinnum í viku. Ég veit ekki hversu mikið ég kem til með að æfa í sumar þar sem ég fer á sjó með pabba. Ég ætla samt að æfa eins mikið og ég get.“ Er mikill munur að æfingaraðstöð- unni á Tálknafirði og þar sem þú æfir núna? „Já, rosalegur munur. I bænum er alveg topp aðstaða. En það er samt alveg ágætt að æfa hér á Tálknafirði. Þetta hefur farið batnandi og hefur alveg dugað öll hin árin!“ Hvernig verður prógrammið í sumar, er stefnan sett á mörg mót? „Ég veit það ekki alveg.. nei, ég ætla ekki að fara á mjög mörg mót en ég ætla á nokk- ur. Nú, að sjálfsögðu stefni ég á að fara á unglingalandsmótið á Isaftrði í sumar.“ Hefurðu sett þér einhver markmið? „Já, að bæta mig.“ Hefurðu tekið þátt í mörgum ungl- ingalandsmótum? „Ég held þremur ... annars er ég ekki alveg viss, lyrsta ungl- ingalandsmótið mitt var það sem félagið Fjölnir hélt.“ Hvað finnst þér skenuntilegast við svona unglingalandsmót? „Mér finnst skemmtilegast að margir úr sama félagi fari saman á mót, þó að það sé úr mis- jöfnum greinum.“ Nú má búast við að margir þeirra sem eru á leið á unglingalandsmótið á ísafirði komi við á Tálknafirði. Hvað myndir þú sýna þessu ferðafólki ef þú tækir á móti því? „Sundlaugina okkar og mjög gott tjaldstæði við hliðina og heitan pott út á hlíð sem hægt er að fara í allan sólahringinn.“ Að lokum, hver er uppáhalds íþrótta- maðurinn þinn? „Æi, ég bara veit það ekki... enginn sérstakur býst ég við.“ UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.