Skinfaxi - 01.04.2003, Blaðsíða 50
FLUGELDASÝIUING VIÐ MÓTSSLIT UNGUNGALANDSMÓTS
Á ÍSAFIRÐI ER í BOÐI EFTIRTALINNA AÐILA: V
2003
UNGLINGA
LANDSMÓT
UMFÍ
Miöfell hf.
Rækjuvinnsla / Shrimps processing
Miðfell hf. var stofnað 31. október 1999 og sama dag
keypti fyrirtækið rækjuvinnslu Básafells hf. að
Sindragötu 1 á ísafirði. Stofnendur voru Hraðfrystihúsið-
Gunnvör hf„ Básafell hf. og Þormóður rammi hf. en
núverandi eigendur eru Elías Oddsson, Hraðfrystihúsið -
Gunnvör hf og Kagrafell ehf. Miðfell hf. hefur frá stofnun
rekið áðurnefnda rækjuvinnslu sem er ein fullkomnasta
rækjuvinnsla landsins. Hún er útbúin öllum nýjustu tækj-
um og fullkomin pökkunarstöð er einnig til staðar.
Fyrirtækið er samþykkt sem framleiðandi fyrir flesta
kaupendur I Bretlandi og er framleiðslan allt frá stór-
umbúðum, svo kölluðum tröllakössum, til neytenda-
pakkninga allt niður í 200 gr poka eða bakka beint til
stóru verslanakeðjana í Evrópu, þó sérstaklega Bretlandi
sem er aðalmarkaðssvæöið fyrir framleiðslu fyrirtækis-
ins. Velta fyrirtækisins hefur verið um 1 milljarður á ári
frá stofnun þess og framleiðsla þess árið 2002 nam
2.400 tonnum Starfsmenn eru um 42.
Islandssaga h/f
Fiskvinnslan íslandssaga
hf. á Suðureyri við Súg-
andafjörð var stofnuð í
desemberárið 1999. Fyrir-
tækið er byggt á grunni
mikillar hefðar í úrvinnslu
sjávarafurða og sérhæfir
sig I vinnslu á þorski, ýsu og steinbít. Fyrirtækið framleiðir
bæði ferskar og frystar afurðir til útflutnings. Mest er flutt
til Bandaríkjanna eða um 60%. Fyrirtækið hefur verið
leiðandi í útflutningi á ferskum fiski frá Vestfjöröum og þær
afurðir sem íslandssaga vinnur hafa öðlast ákveðinn
gæöastimpil hjá dreifingaraðilum og neytendum. Fiskvinnslan
er staðsett við höfnina og skapar það hagkvæmni á allan
hátt. Nánast allt hráefni fiskvinnslunnar er
nýtt til fullnustu og gerir það allan rekstur
hagkvæman og ekkert fer til spillis. Hausa-
þurrkunarfyrirtækið Klofningur nýtir mikinn
hluta afskurðar til vinnslu.
Fiskvinnslan Fjölnir hf. á
Þingeyri við Dýrafjörð
var stofnuð í ágúst 1999
í þeim tilgangi að stuðla
að endurreisn og eflingu
atvinnulífs á Þingeyri,
einkum á sviði fiskvinnslu og annars tengds atvinnu-
rekstrar. Helstu eigendur eru Vísir hf. í Grindavík, Byggða-
stofnun, Burðarás hf. og Búlandstindur hf. á Djúpavogi.
Framleiðsla hófst haustið 19991 fiskvinnsluhúsnæði að
Hafnarstræti 9 á Þingeyri og annast Vísir hf. reksturinn
sem byggist á verkun saltaðra og lausfrystra flaka sem
aðallega eru seld til Spánar. í dag er fyrirtækið að vinna
úr um 2.300 tonnum af hráefni á ársgrundvelli og hjá
því starfa um 45 manns.
FISKVTNNSLAN
KAMBURehf
Fiskvinnslan Kambur ehf. á Flateyri var stofnuð í desember
1999. Helsta framleiðsla fyrirtækisins er saltfiskflök og létt-
söltuð lausfryst þorskflök, auk lausfrystra steinbitsflaka og
bita. Kambur gerir út línubátinn Halla Eggerts ÍS 197 og nokkra
smábáta. Fyrirtækið gefur einnig verðlaunabikara á
Unglingalandsmóti UMFÍ á ísafirði.
KLOFNINGUR ehf.
Hausaþurrkunarfyrirtækið Klofningurehf. á
Suðureyri var stofnað 7. janúar 1997.
Fyrirtækið einbeitir sér að nýtingu auka-
afurða úr fiski og fær sitt hráefni frá fisk-
verkunum á norðanverðum Vestfjörðum. A
síðasta ári framleiddi Klofningur yfir 700 tonn af þurrkuðum
fiskhausum sem seldir voru á Nígeríumarkað. Fyrirtækið er
einn af eigendum Fiskbita ehf. í Bolungarvík sem framleiðir
þurrkaðar fiskikökur úr marningi, aðallega fyrir Nígeríumarkað.
Nýverið keypti Klofningur hús á Hafnarkantinum á Suðureyri
og fer þar fram flokkun á hausum og vinnsla (söltun) fyrir
Portúgalsmarkað. í dag starfa um 15-17 manns hjá fyrirtækinu.
UNGLINGA
LANDSMÓT
UMFl
3
FLUGFÉIAG ÍSLANDS
V/SA
figils
66*N
AÐALSAMSTARFSAÐILAR ULM UMFÍ 2003
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf láta UMFÍ í té bifreið að gerðinni Renault Megane II árgerð 2003.
B&L merkja einnig bílinn merki landsmótsins. Framkvæmdastjóri mótsins fær bílinn til afnota vegna
verkefna um allt land á vegum unglingalandsmótsins.
Flugfélag íslands lætur UMFÍ hafa flugmiða til afnota fyrir starfsmenn og gesti unglingalandsmótsins
á leiðinni ísafjörður - Reykjavík. Einnig mun Flugfélag íslands bjóða þátttakendum og þeirra fjölskyldum
möguleika á að fljúga til ísafjarðar á góðum kjörum.
VISA ísland gefur alla þátttöku- og verðlaunapeninga á 6.Unglingalandsmóti UMFÍ 2003.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf mun gefa öllum þátttakendum mótsbol ásamt óvæntri gjöf. Einnig
mun Ölgerðin láta UMFÍ hafa drykki til að slökkva þorsta hinna fjölmörgu sjálfboðaliða sem munu
hjálpa við framkvæmd mótsins.
66°l\lorður útvegar UMFÍ einkennisfatnað fyrir stjórn UMFÍ, stjórn HSV, nefnd og greinastjóra
unglingalandsmótsins. Einnig munu starfsmenn mótsins fá fatnað frá 66°Norður.
íslandsbanki gefur og kostar merkingu á veglegum bakpoka til allra þátttakenda á unglingalandsmótinu.