Skinfaxi - 01.02.2004, Side 4
LlmfVverfisniát
Þurfum að verða umhverfisvæn
í hugsun og hegðun
Bjöm B. Jónsson formaður UMFÍ skrifar um umhverfismáí
Ræktun lands og lýðs
Ungmennafélagshreyfingin
hefur alla tíð unnið ötullega að
umhverfismálum. Hæst hefur
borið hverskonar landrækt og
hreinsun lands. Ungmennafé-
lagar hafa haft forgöngu um
ýmiss verkefni, sem aðrir hafa
síðan tekið upp á sína arma.
Svo þarf að vera áfram.
Einkunnarorð UMFÍ, „ræktun
lands og lýðs“ eru jafn mikið í
gildi í dag og þau voru á upp-
hafsdögum hreyfingarinnar en
við túlkum þau kannski að
einhverju leyti á annan hátt en
þá. Ræktun lands - aldrei höf-
um við íslendingar lagt meiri
áherslu á ræktun landsins en í
dag. Bændur um allt land,
skógræktarfélög sem almenn
félög, stofnanir eins og Land-
- upp til fjalla eða niðri við sjó -
þar sem við getum upplifað
umhverfið ótruflað af byggð
mannsins. Við eigum að kunna
að leggjast niður og hlusta á
jörðina, hlusta á náttúruna,
öldugjálfur eða árnið, suð í
flugu eða fuglasöng. Það er
mjög mikilvægt að læra að
þykja vænt um landið okkar og
náttúru þess því þá tökum við
tillit til þess, verjum það og
virðum á sama hátt og annað
sem okkur þykir vænt um. Við
þurfum að skila landinu jafn
góðu eða betra til næstu kyn-
slóða. Það gerum við best með
því að kenna börnunum okkar
að bera virðingu fyrir landinu,
með ákveðinni upplifun úti í
náttúrunni. Með því fáum við
sjálf aukna tilfinningu og ábyrgð
fyrir móður jörð og föðurlandinu
okkar.
Við cigum að kunna að (eggjast niður og hCusta áyörðina, fiíusta á náttúruna,
öUCugjáCfur eða ámið, suð ífíugu eða fugCasöng.
græðslan og Skógræktin, ein-
staklingar við heimahús og við
sumarbústaði, sveitarfélög í
almenningsgörðum og svo
mætti lengi telja, eru að stunda
ræktun, landinu okkar til bóta.
Hlutverk vormanna íslands er
lokið að mestu, en hjá okkur
taka við önnur verkefni ekki
minna brýn.
Megum ekki sofna á verðinum
Þótt landsmenn hafi tekið við
sér í uppgræðslu lands og
ræktun skóga þá megum við
ekki sofna á verðinum. Við
þurfum að verða umhverfisvæn
í hugsun og hegðun til þess að
kunna að meta náttúruna og
njóta hennar. Hér þurfa ung-
mennafélagar að koma að í
náinni framtíð. Skipuleggja þarf
gönguferðir um óbyggð svæði
Göngum um ísland er mjög
skemmtilegt átak sem ung-
mennafélagshreyfingin hefur
sett af stað. Verkefnið er allt í
senn umhverfisverkefni, heilsu-
bótarverkefni og ekki hvað síst
gott í baráttunni við vímuefna-
vandann, ef tækifærið er nýtt
sem slíkt. í þessu verkefni getur
fjölskyldan í sameiningu fræðst
um náttúruna og kynnst henni
betur, það er góð leið til að allir
verði virkir í umhverfismálun-
um, jafnt ungir sem aldnir. Það
er því miður þannig í dag að
alltof margir horfa á umhverfis-
málin sem flókið fyrirbæri.
Þessu þarf að breyta til fram-
tíðar. Með því að kynnast nátt-
úrunni vel þá áttum við okkur á
því að það eru ekki flókið mál
að umgangast umhverfi okkar
þannig að það verði líka í sátt
við okkur.
Skipulögð fræðsla UMFÍ
Skipulögð fræðsla er ein þeirra
leiða sem UMFÍ á að fara til
þess að ná árangri í framtíðinni
í umhverfismálum. Það er í
senn einfaldasta og ódýrasta
leiðin til að laða sem flesta að
því sem við viljum gera og einn-
ig til að ná ásættanlegum ár-
angri. Mikið af fagmenntuðu
fólki í umhverfisgeiranum hefur
komið úr námi síðustu árin og
það fólk eigum við að virkja.
Það má líka segja að tími sé
kominn til að við tökum okkur á
í innra starfi hreyfingarinnar
hvað varðar umhverfismál. Allir
ungmennafélagar ættu að vera
með það á hreinu og meðvitaðir
um að þeirra þátttaka, hvort
sem er í íþróttum eða í öðru
starfi innan félagsins, gangi
ekki á skjön við almennar reglur
í umgengi við náttúru landsins.
Oft heyrist „félagið mitt getur
ekkert gert í umhverfismálum".
Það er ekki síst viðkvæðið ef
viðkomandi félag er staðsett á
höfuðborgasvæðinu og það er
notað sem afsökun fyrir því að
ekki sé unnið að umhverfismál-
um í viðkomandi félagi. En er
það rétt að halda þessu fram?
Það held ég ekki. Er það t.d.
nokkuð flókið mál að koma upp
flokkun á sorpi á þessum stöð-
um. Eða má ekki huga að því
að nota náttúruvæn efni og
endurvinnanleg?
Þarna er ein leið fyrir alla sem
stunda íþróttir og nota mikið af
hreinlætisvörum, að huga að
náttúruvernd og sjálfsagt fyrir
okkur að hafa það í huga.
Sápuefni hverskonar, mætti