Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 21
Aíþingismenn um UMFÍ Og enn meira af þingmönnum og UMFÍ UMFÍ þarf að blása oftar í lúðra og láta vita af sér Össur Skarphéðinsson Samfyífúngunni 1. Meðan ég var sveitastrákur á Mýrunum var ég í Ungmennafélaginu í Borgarnesi sem ég man ekki lengur hvað heitir nákvæmlega. Sömuleiðis er ég stofnfélagi í Hróknum sem nú er orðin deild í Ungmennafélaginu Fjölni. 2. Ég var hávær aðdáandi frænda minna og frænkna í Rauðanesi sem kepptu í frjálsum og studdi þau með ráðum og hvatningarópum. Annað var það framlag ekki. Hvað skákina varðar kem ég að fjáröflun og stefnumótun fyrir starfið, tek þátt í undirbúningi skákmóta og þess háttar. 3. Ég skokka og fer reglulega í líkamsrækt. Geng líka töluvert. 4. Starf UMFÍ er að mínu viti of hljóðlátt. UMFÍ þarf að blása oftar í lúðra og láta vita af sér. Ég styð annars samtökin af afli og tel að þau vinni mikið þjóðþrifaverk. Stundar hlaup, fjallgöngur og fótbolta Stcingrírtiur J. Sigfríssou Vinstri tjncnum 1. Já, ég er eða var að minnsta kosti félagi í ungmenna- félaginu Aftureldingu í Þistilfirði allt frá unga aldri og langt fram á fullorðins ár, þ.e.a.s. ef ég er ekki félagi þar enn þann dag í dag. 2. Ég iðkaði íþróttir á vegum félagsins, sat í stjórn og var formaður þess um skeið og síðan fulltrúi þess í stjórn Ungmennasambands o. fl. 3. Ég stunda hlaup eða skokk, fjallgöngur, blak og stöku sinnum fótbolta. 4. Ég tel starf ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar gríðarlega mikilvægt og geri þar ekki upp á milli. Ungmennafélagshreyfingin er hvorutveggja mann- ræktarhreyfing og íþróttahreyfing og því ákaflega æskilegt að hún fái haldið velli og blómstrað. Utanfrá séð gengur það bara nokkuð vel og munar þar án efa ekki síst um þann mikilvæga tekjustofn sem tókst að tryggja UMFÍ hlutdeild i þar sem hefur verið Lottóið. Aldrei veriö virkur ungmennafélagi - segir Þuríður Bacfunan Vinstri grccnum 1. Því miður verð ég að við- urkenna að hafa aldrei verið virkur þátttakandi í ung- mennafélagi, en aðrir fjöl- skyldumeðlimir voru það sannarlega á sínum tíma og ég lét það nægja af fjölskyld- unnar hálfu. 3. Ég er í leikfimi og stunda tækifæri gefst til. Ætlar að keppa á landsmótinu í sumar - segir Sigurjón Þórðarson FrjáfsCyndum 1. Ég er í Tin- dastóli í sundi og mun keppa á næsta lands- móti í 800 m skriðsundi á Sauðárkróki. Var í Neista Hofsósi í fótbolta 2. Ég var í stjórn Þryms og varaformaður UMSS um skeið og hef starfað sem sjálfboðaliði á fjölmörgum íþróttamótum m.a. sem sunddómari 3. Ég syndi 2 km svona þrisvar til 4 sinnum í viku og svo einstaka sinnum í þingboltanum. 4. Mér finnst það til fyrirmyndar. sund eins oft og Hefur mikilvægu hlutverki að gegna - sccjir Ásgeir Friðgeirsson SantfyCkingunni 1. Já. Eg er félagi í Breiðabliki og hef verið í á fjórða áratug. 2. Ég æfði knattspyrnu, handknattleik og glímu með Breiðabliki á mínum yngri árum en hætti því á unglings- árum. Ég hef ávallt fylgst með meistarflokki félagsins í knatt- spyrnu karla og kvenna og mætt á ófáa leiki. Þá var ég formaður aðalstjórnar Breiða- bliks í fimm ár eða til ársins 2001 og hef sinnt ýmsum skyldum fyrir félagið síðan þá. 3. Ég er í knattspyrnu 1 - 3 sinnum í viku og ég syndi að jafnaði tvisvar í viku. Þá fer ég í skvass endrum og sinnum og spenni stundum á mig línuskauta. 4. Margt í starfi UMFÍ er til mikillar fyrirmyndar, - einkum eru það þó landsmótin. En eins og með önnur landssam- bönd þá er það aðildarfélögin sem mestu skipta og þau halda upp því starfi sem mestu skiptir. Ungmennafé- lögin á íslandi skipa stóran sess í menningarsögu þjóðar- innar og hafa enn mikilvægu hlutverki að gegna. Sjálfur hefði ég áhuga á einfaldari skipan íþróttamála og tel mikilvægt að sameina krafta þeirra landssambanda sem vinna að íþróttamálum. Þessi orð mín má engan vegin skilja sem svo að það starf sem nú er unnið innan UMFÍ verði ekki áfram unnið. Síður er svo. Það merka starf má aldrei leggja niður. Spurningin er fyrst og síðast um skipulag.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.