Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Síða 23

Skinfaxi - 01.02.2004, Síða 23
UtufCiiujaCandsmótið Bjartsýnn á skemmtilega helgi - setjir PáXÍ Kotbeinsson formaður ungtitujalandsmótsnefndar um versCunarmannalieCgina semframundan er á Króknutn Dagana 30. júlí til 1. ágúst, eða um verslunarmannahelgina, fer unglingalandsmót UMFÍ fram á Sauðárkróki. Að venju verður mótshaldið hið glæsilegasta og svo skemmtilega vill til að bæði landsmót UMFÍ og unglinga- landsmótið fara bæði fram á Sauðárkróki í sumar. Það er þvi óhætt að segja að ungmenna- félagsandinn muni svífa yfir vötnum á Króknum í sumar. Páll Kolbeinsson er formaður unglingalandsmótsnefndar UMFÍ og hefur því í mörg horn að líta þessa dagana við skipulagningu landsmótsins. Skapti Örn Ólafsson ræddi við Pál á dögunum um landsmótið. Búist við hátt í tíuþúsund gestum Páll Kolbeinsson er giftur Þórunni Pétursdóttir og eiga þau saman þrjár stúlkur. Hann starfar sem framkvæm- dastjóri Elements h.f., sem er hugbúnaðar - og tækni- fyrirtæki með höfuðstöðvar á Sauðárkróki. „Við fluttum á Sauðárkrók vegna þátttöku minnar í íþróttastarfi en ég var keppnismaður í körfuknattleik til margra ára. Lék ég með KR í vesturbænum fyrir utan síðustu árin á ferlinum sem en þá var ég liðsmaður UMFT á Sauð- árkróki," segir Páll. Páll er formaður unglinga- landsmótsnefndar UMFÍ sem fer með skipulagningu Ung- lingalandsmótsins á Sauðár- króki nú í sumar. „Mér fannst það ágætt tækifæri að fá að taka þátt í skipulagningu ung- lingalandsmóts þegar til mín var leitað. Nefndin hittist á tveggja vikna fresti og skipu- leggur vinnu þeirra aðila sem sjá um framkvæmd mótsins. Skrifstofa mótsnefndar er staðsett á Sauðárkróki og þar sem starfar úrvals fólk. Þessir sömu aðilar hafa eytt miklum tíma í skipulagningu landsmóts UMFÍ sem haldið er þremur vikum áður og nýtist sú reynsla við undirbúning unglingalands- móts,“ segir hann. Hver eru helstu verkefni hvað varðar skipulagningu fyrir unglingalandsmótið? „Það er fyrst og fremst að fá fólk til að starfa við keppnishaldið og sjá til þess að afþreying verði hæfileg en þar sem mótið er haldið um verslunarmannahel- gina er það markmiðið að ná allri fjölskyldunni á mótssvæð- ið. Það er því í mörg horn að líta,“ segir Páll sem segist búast við hátt í tíuþúsund gestum á unglingalandsmótið. „Annars er keppt í sjö greinum á lands- mótinu, knattspyrnu, körfu- knattleik, glímu, hestaíþróttum, frjáls íþróttum, sundi og golfi. Keppendur gætu orðið um tvö þúsund talsins og gestir í heild sinni um átta til tíu þúsund," segir hann. Undirbúningur gengur vel Nú hefur ætíð verið metnað- arfull dagskrá á unglinga- landsmótum, verður nokkuð annað uppi á teningunum í ár? „Nei. Búið er semja við fjöl- marga aðila sem munu bjóða gestum okkar uppá á skemm- tilega dagskrá. Nýstárlegar íþróttagreinar verða kynntar, tónlistarfólk í fremstu röð verða á sviði og heimamenn munu sjá til þess að öllum líði vel.“ Undanfarin tvö ár hafa ung- lingalandsmótin farið fram um verslunarmannahelgina og segir Páll landsmótin ekki vera í samkeppni við aðrar útihátíðir. „Við viljum taka það fram að við erum ekki í sam- keppni við útihátíðir. Hér um að ræða íþróttakeppni fyrir ung- linga og skemmtun sem að sjálfsögðu er vímuefnalaus enda markhóp- urinn unglingar á aldrinum ellefu til átján ára. Við vonumst að fjöl- skyldan komi öll og verður séð til þess að allir skemmti sér vel enda er mjög metnaðarfull dagskrá á boð- stólum," segir hann. Aðspurður segir Páll und- irbúningur fyrir landsmótið gangi vel. „Búið er að kynna mótið fyrir fjölmiðlum og voru undirtektir góðar. Það er í mörg horn að líta en reynslan og þekking er til staðar hjá UMFÍ sem gerir verkefnið viðráðan- legt,“ segir hann. Góðar aðstæður á Króknum Hvernig eru aðstæður á Sauðárkróki fyrir viðburð af þeirri stærðargráðu sem ung- lingalandsmót er? „Aðstæður er mjög góðar, nýr leikvangur sem mun hýsa stærstu grein- arnar, knattspyrnu og frjálsa íþróttir. íþrótthúsið er nýlegt og aðstaða til hestaíþrótta er fram- úrskarandi. Sjálfur er ég áhuga- maður um golf og verð að segja að golfvöllurinn okkar er með betri níu holum völlum á land- inu.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem unglingalandsmót fer fram á Sauðárkróki, en einu sinni áður hefur landsmót UMFÍ verið haldið þar. „Landsmót var haldið hér á Sauðárkróki árið 1971 og var það í fyrsta skipti sem ég heimsótti Krókinn. Ég á góðar minningar frá því móti og er sannfærður að bæði mótin verði eftirminnileg fyrir þátttakendur og gesti,“ segir Páll. í sumar verða hins vegar bæði landsmót UMFÍ haldin á Sauðárkróki og segir Páll mikla hagræðingu felast í því fyrir UMFÍ. „Það er engin spurning að það er hagræðing að halda mótin á sama stað í ár. Aðstað- an er til staðar og höfum við ná hagstæðum samningum hvað varðar framkvæmd." Hefur þú tekið þátt í starfi UMFÍ fyrir utan aðkomu þína að unglingalandsmótinu? „Nei, en ég hef starfað að félagsmálum í gegnum tíðina og var virkur í starfi körfuknatt- leiksdeildar UMFT. Þetta er í fyrsta skipti sem ég starfa með leiðtogum UMFÍ og hlakka ég mikið til næstu mánaða," segir Páll sem á árum áður gerði garðinn frægan með KR og Tindastóli í körfubolta. En er hann ekkert að dripla körfubolta í dag? „Golfið er í uppáhaldi í dag en ég spila öðru hverju með félögum mínum í Mold- uxum sem er þekktur körfu- boltahópur hér á Sauðárkróki,“ segir hann bjartsýnn á gott sumar og skemmtilega versl- unarmannahelgi á Króknum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.