Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 11
25. LomAmuM UMPÍ 25.LANDSMÓT UMFÍ UMSK sigraði í heildarstigakeppninni 25. Landsmóti UMF( var slitið á Kópavogsvelli 8. júlí en það var Ungmennafélag Kjalarnesþings, UMSK, sem fór með sigur af hólmi í heildarstiga- keppni mótsins. UMSK hlaut alls 2.143 stig en HSK, sem kom í næsta sæti, hlaut 1.740,7 stig. íþróttabandalag Reykjavíkur varð síðan í þriðja sæti með 1.539,7 stig. Þetta er annað mótið í röð sem lið UMSK sigrar á og í fimmta sinn í nærri aldar sögu mótanna. Um sex þúsund manns tóku þátt í keppnisgreinum og hafa aldrei verið fleiri. Mótið þótti takast vel í heild sinni og veðr- ið lék við keppendur og gesti alla mótsdagana. Næsta Landsmót verður haldið á Akureyri 2009 en þá verða 100 ár liðin frá því að fyrsta Landsmótið var haldið. Mynd: Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, hamparbikarnum imótslok. HSK hlaut flest stig í starfs- íþróttum HSK-menn hlutu flest stig í starfsíþróttum á Landsmótinu. HSK hlaut alls 137,5 stig en í öðru sæti var sameiginlegt lið UMSE og UFA með 78,7 stig. Keppt var í átta mismunandi starfsíþrótta- greinum víðs vegar um Kópavog. Á myndinni hér til hliðar má sjá frá keppni í borðskreytingu sem fram fór í Smáralindinni. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.