Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 20
aB.LANDSMÓT
UMFÍ
Landsmót 2009 á Akureyri
- samningar undirritaðir
Samningar íhöfn: Arni Arnsteinsson, formaður UMSE, Katrín G. Pálsdóttir, varaformaður UFA, Sigrún
Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn B. Jónsson, formaður UMFl.
Hinn 9. október sl. var undirritaður samningur
vegna Landsmóts UMFf sem haldið verður á
Akureyri 2009. Skrifað var undir samninginn í
bæjarstjórnarsalnum á Akureyri. Annars vegar er
um að ræða samninga UMFf við mótshaldarana
tvo, Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, og
Ungmennafélag Akureyrar, UFA, og hins vegar
samninga mótshaldaranna og Akureyrarbæjar.
Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri árið
1909 og því verða 100 ár liðin frá fyrsta mót-
inu, þegar Landsmótið, hið 26. í röðinni, verður
haldið á Akureyri 2009.
Að undirskriftinni lokinni sagði Björn B.
Jónsson, formaður UMFf, það stóran áfanga í
sögu UMFÍ þegar mótið verður haldið á Akur-
eyri.„Ég er mjög ánægður með þær aðstæður
sem í boði verða á Landsmótinu 2009. Fyrir eru
aðstæður fyrsta flokks og eins þau mannvirki
sem ákveðið er að ráðist verði í að byggja," sagði
Björn B. Jónsson.
Ráðist verður í byggingu frjálsíþróttavallar
sem ákveðinn hefur verið staður á Þórssvæðinu.
Á fundinum kom fram að eftirvænting fyrir mót-
inu er mikil og mótshaldarar sem heimamenn
eru staðráðnir í því að halda veglegt og glæsi-
legt Landsmót. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar-
stjóri á Akureyri, tók einnig til máls á fundinum
og sagði verkefnið mjög spennandi og
skemmtilegt. Landsmótið 2009 verður það fjórða
sem fer fram á Akureyri. Það fyrsta var haldið
1909, síðan fylgdu í kjölfarið mótin 1955 og 1981.
ÖSSUR
20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands