Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 22
10. UK^UM^aÍAAiAMfLÓt UMFÍ Mótið tókst í alla staði mjög vel 10. Unglingalandsmót UMFl var haldið dagana 3.- 5. ágúst á Höfn í Hornafirði. Daginn áður, 2. ágúst, var UMFl stofnað fyrir 100 árum. Fram- kvæmdaaðilar mótsins voru greinilega búnir að leggja mikla vinnu í allan undirbúning en miklar endurbætur fóru fram á íþróttavellinum fyrir mótið. Gerviefni var lagt á hlaupabrautir þannig að í dag eru aðstæður eystra fyrsta flokks fyrir frjálsar iþróttir. (unglingalandsmótsnefndinni voru eftir- taldir einstaklingar: Ragnhildur Einarsdóttir, for- maður og formaður USÚ, Hjalti Þór Vignisson, Hulda Laxdal Hauksdóttir, Inga Kristín Svein- björnsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Kjartan Hreinsson og Matthildur Ásmundsdóttir. Full- trúar UMFl voru Björn B. Jónsson, Sæmundur Runólfsson og Jóhann Tryggvason. Sem fyrr varómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMF(, framkvæmdastjóri mótsins en verkefnisstjóri var ráðinn Valdemar Einarsson. Setningarathöfnin var glæsileg og eitt þús- und keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn. Lítils háttar rigning var meðan hún fór fram en annars var veðrið gott alla keppnisdagana.Talið er að um sjö þúsund manns hafi sótt mótið. Kyndilberi var HilmarÓlafsson. Björn B. Jónsson, formaður UMFf, setti mótið með formlegum hætti. Auk hans fluttu ávörp Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, Hjalti Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, og Ragnhildur Einarsdóttir, formaður USÚ. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, voru einnig viðstaddir setningarathöfnina. Eftir setn- ingarathöfnina afhjúpuðu þeir Björn B. Jónsson og Hjalti Þór Vignisson nýjan vatnspóst rétt utan við völlinn. Hann var gjöf UMFl til Hornfirðinga í tilefni af 100 ára afmælinu. Mjög góður árangur náðist í mörgum keppnisgreinum á mótinu en fyrir mestu var að keppendur skemmtu sér hið besta og gleðin skein úr hverju andliti. Mótinu var slitið á sunnudagskvöldinu í blíðskaparveðri og var mikill fjöldi manns við- staddur. Glæsileg flugeldasýning rak endahnút- inn á frábært og vel skipulagt Unglingalandsmót. Þessi mót hafa svo sannarlega sannað gildi sitt og erástæða til að hlakka til næsta móts að ári. 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.