Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2007, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.08.2007, Qupperneq 27
Fréítír úr IweyjuujUAwd Linda Hansson frá Svíþjóð kynntist bústörfum á íslandi: Stefni að því að koma fljótt aftur UMFÍ hefur lengi tekið þátt í svokölluðum ungmennaskiptum við frændur okkar og systursamtök á Norðurlöndunum. I því felst að skipst er á heim- sóknum og dvöl ungs fólks í löndunum. Samskipti okkar hafa aðallega verið við Svíþjóð en einnig við Noreg. Síðastliðið sumar kom hingað til lands stúlka að nafni Linda Hansson, frá samtökunum 4H í Svíþjóð, en það eru i raun systursamtök okkar innan NSU. Linda, sem er 22 ára háskólanemi frá Kalmar, hefur lengi átt þann draum aðfara til Islands og dvelja þar um tíma. I sumarfékk hún draum sinn uppfylltan og fyrir milligöngu UMFl dvaldi hún á tveimur stöðum þær 8 vik- ur sem hún dvaldi hér á landi. Fyrstfór Linda til Hildibrands í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og kynntist þar störfum og lífi fólksins þar. Anna leggur stund á nám í sögu við háskólann í Kalmar. Linda er í stjórn 4H-samtakanna í Svíþjóð sem vinna með ungu fólki í ýmsum verkefnum. Samtökin eru starf- rækt í 82 löndum en þau voru stofnuð í Bandaríkjunum 1902. „Ég átti frábæran tíma í Bjarnarhöfn og þar var mjög skemmtilegt og fræðandi að fylgjast með Hildibrandi í bústörfunum. Ég fór með honum m.a. til Drangsness sem var mjög framandi fyrir mig," sagði Linda í spjalli við Skinfaxa. Eftir dvölina í Bjarnarhöfn lá leiðin að Ytri-Ásum í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu og þar átti Linda yndislegar fjórar vikur eins og hún kemst sjálf að orði.„Þar lærði ég töluvert í íslensku og sá hvernig lífið fer Linda Hansson frá Svíþjóð var mjög ánægð með veru sína á Islandi. fram á íslenskum sveitabæ. Þar var mjög gaman í alla staði og ég fór m.a. í Landmannalaugar sem er frábær staður í mínum huga," sagði Linda. Hún segist ákveðin í að koma til íslands og stefnir jafnvel á það eftir tvö ár. „Það væri mjög skemmtilegt að koma með Smyrli, leigja sér bíl, keyra um og skoða landið," sagði Linda Hansson létt í bragði. Aðalfundur íslenskra getrauna: Það eru ýmis sóknarfæri í stöðunni Aðalfundur (slenskra getrauna var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laug- ardal hinn 24. september. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna, hóf fundinn og fór yfir ársskýrslu. Björn B. Jónsson, formaður UMF(, og Ólafur Rafnsson, forseti (þrótta- og ólympíusambands (slands, fluttu báðir stuttar tölur á fundinum. (máli þeirra beggja kom fram að þrátt fyrir ytri aðstæður og vaxandi samkeppni á markaðnum ætti fyrirtækið að sækja fram því að framtíðin væri björt ef rétt yrði á spilum haldið. Ljóst væri að ólög- legir leikir á Netinu veittu harða keppni og gegn því yrði að sporna. Pétur Hrafn Sigurðsson, sölustjóri, fór yfir sölumál almennt hjá (slenskum get- raunum og sagði frá nýjungum sem stæðu fyrirdyrum. „Við sem erum aldnir upp í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni vitum hvað er að keppa og ætlum að berjast fyrir tilveru þessa fyrir- tækis. Við vitum að við erum með góðan málstað og setja þarf pen- ing í íþrótta- og ungmennafélögin. Þessir aðilar þurfa á okkur að halda og við á þeim. Það eru ýmis sókn- arfæri í stöðunni og við getum ekki annað en horft björtum aug- um til framtíðar. Þessi heimur hef- ur tekið miklum breytingum á síð- ustu árum og rekstrarumhverfið er erfitt hvað það varðar að Netið er án banda og erfitt að eiga við ólöglega starfsemi. Við vonumst til þess að eftirlitsaðilar og opinberar stofnanir stöðvi þessa aðila sem vinna ólöglega og óheiðarlega á þessum markaði," sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna, í viðtali við Skinfaxa eftir aðalfund fyrirtækis- ins. Stefán sagðist leggja mikla áherslu á að hafa félögin með til að efla fyrirtækið sem best.„UMFl og Getraunir hafa átt mjög gott samstarf á undanförnum árum og við þurfum á ungmennafélögunum að halda," sagði Stefán. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 27

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.