Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 1
SlÓmRHHRBCRÐIÐ UIKIHBUR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OU FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS IV. árg. 2. tbl. Reyfejavik, febrúar 1942 TRYOQVI Ó FEIGSSON: Nýbyggingarsjóður einskis megnugur Endurnýjun togararflotans er ekki einung- is lífsnauðsyn sjómannastéttinni, heldur þjóð- arnauðsyn. — Það sem græðist á togurunum meðan stríðið stendur, á fyrst og fremst að nota td þess að kaupa fyrir nýja togara að stríðinu loknu. Þetta er og verður krafa sjó- mannastéttarinnar og bæjarfélaganna, sem á útgerð lifa. títgerð nýtízku togara, er óþekkt veröld ís- lenzkum sjómönnum, sem þarf að verða að veruleika svo fljótt sem verða má. En ef farin er sú leið, að nota gróða útgerðarinnar til annars, að verulegu leyti, þá verður ekki nóg fé afgangs til kaupa nýrra skipa, og um leið er endurnýjun togaraflotans slegið á frest um ófyrirsjáanlegan tíma. Þessi hlið hefir ekki verið rædd sem skyldi og verður vikið að henni hér á eftir. Til þess að um kaup á nýjum dýrum skipum geti vcrið að ræða, verður eins og áður er sagt að vera til nægilegt fjármagn, miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Ef gert er ráð fyrir svipaðri verðhækkun að ófriðnum lokn- um, sem varð 1914—18, þá myndi nýtízku togari, 180—200 feta, með dieselvél kosta £ 100—120 þús., eða um 3 milj. króna. Eins og allir sjá, er hér ekki um smávægilega upphæð að ræða, og hætt við að sumir af þeim, er um þessi mál ræða, geri sér ekki fulla grein fyrir þessu. Einhver kann að segja, að með lögum frá síðasta þingi hafi verið myndaður nýbygging- arsjóður, sem sé hjá flestum félögum 200— 300 þús. kr.á skip. Jú rétt er það, en það er þó ekki nema 1/10 til 1/15 hluti þess, er þarf til þess að kaupa fyrir einn nýtízku togara. — Allir vona nú að stríðið standi ekki 10—15 ár, og brugðist gæti til beggja vona með hagn- að síðustu áranna, og kannske fyrr en varir. Þá mun verða sagt „skipin eiga til varasjóð“. Ilann mun vera frá síðasta ári um eða innan við 100 þús. kr. Áður var tæplega um hann að ræða, vegna tapreksturs. Um það gætu þó ver- ið skiptar skoðanir hvort festa ætti varasjóð- inn. S raun r-'ttri ætti hann að vera til þess að mæta taprekstri. Þetta hefir þá stórgróða- árið 1S40 skilið eftir til nýtízku togarakaup- anna margumtöluðu, 1/10—1/15 af mjög varlega áætluðu kaupverði. Allir hafa verið á sama máli um það, að tog- araflotann þurfi að endurnýja. En það hefir ekki verið á það minnst, hvað til þess þurfi. Það er mesti misskilningur að áðurnefndur Nýbyggingarsjóður nægi til slíkra hluta. — Hann er ekki einu sinni nógur til þess að kaupa fyrir stóran nýjan mótorbát. í raun og sannleika hefir ca. 70 tonna mótorbátur 20 —30 ára gamall, verið seldur hér á 400 þús. krónur, sem er hærri upphæð en nýbygging- arsjóður og varasjóður flestra togaranna. Nýbyggingarsjóður er í raun réttri rang- nefni, þegar tekið er tillit til þess hvert hlut- verk hann á að inna af hendi. ,,Vísir til ný- byggingarsjóðs“ hefði verið heppilegra heiti á honum eins og nú er, og betur má ef duga skal. Þeir, sem að þessu máli standa verða að gera sér fulla grein fyrir því, að ekki verður bæði sleppt og haldið í þessu máli frekar en Framh. á bls. 16. YÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.