Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Qupperneq 7
Blaðíð hefir snúið sér til Guðmundar Oddssonar
skipstjóra og beðið hann að segja lesendum þess
eitthvað, eftir því sem hægt er, um siglingar skip-
anna og það sem þeim við kemur. Og fer hér á
eftir viðtal við hann,
Aukið öryggi sjómanna oklcar og skipasfóls
er aukið öryggi ^jóðarhúsins
Það eru nú eflaust margir mér færari til að
skýra frá siglingunum og því sem segja má
frá þeim. Þær ferðir, sem jeg hefi farið, höf-
um við einskis orðið varir og ekkert heft för
okkar nema Ægir gamli, þegar illa liggur á
honum. En við höfum heyrt til margra skipa
sem beðið hafa um aðstoð í neyð, ýmist vegna
óveðurs eða styrjaldaraðgerða.
— Eru menn nú órólegir meðan á sigling-
unum stendur?
— Því get ég ekki svarað. Því verður hver
að svara fyrir sig, en ég hefi ekki orðið þess
var. Menn hafa sínar hugsanir útaf fyrir sig,
en eflaust eru þar ýms umbrot oft og tíðum.
Hugurinn hverfur heim ti! konu og barna og
svo um það, hvort takast megi að komast heill
í höfn til að taka á móti áhættuþóknuninni
fyrir ferðina.
Það hefir mikið verið rætt og ritað -um það
hvernig bezt mætti búa út skipiri í þessar ferð-
ir. Útbúnaður björgunarbáta og fleka hefir
verið endurbættur frá því sem var; einnig var
í i-eglugerð þeirri, er gefin var út síðastliðið
vor, þessu viðvikjandi ákvæði um það, að
stjórnpallar skipann; akyldu vera brynvarðir
með því, er bezt hentaði. Þetta var gert á
mörgum af togurunum, en kom þó ekki að
notum nema hjá sárfáum vegna yfirviktar, er
kom á skipin við þessa aðgerð.
Nú hefir verið hljótt í herbúðunum undan-
farna mánuði, og íslenzki fiskiflotinn hefir
ekki beðið nein afhroð vegna ófriðarins síðan
b.s. ,,Sviði“ fórst. — Það eru farin að gróa
stærstu sárin og sljógvast í meðvitund manna
hin yfirvofandi hætta, sem ætíð er samfara
þessum siglingum fyrir umhugsun um vænt-
anlega „hræðslupeninga“.
Því miður er langt frá því, að hægt sé að
búast við að íslenzku sjómennirnir eigi ekki
ennþá eftir að verða skotvopnum að bráð. —
Sjóhernaður kafbátanna er rekinn svo misk-
unnarlaust, að ef þeir komast í skotfæri, dyn-
ur skothríðin þar til yfir líkur. 5 mörgum til-
fellum koma hvorki flekar né björgunarbátar
að gagni. Hvar er þá öryggið, sem íslenzku
sjómennirnir hafa? Þessu mætti í mörgum til-
fellum afstýra, ef skipin hefðu þau tæki til
öryggis sem vera ber, en það eru vopn. *—
Togararnir þurfa að fá létta fallbyssu og loft-
varnabyssu og smærri skipin loftvarnabyssu
og aðrar smærri byssur.
í ófriðarbyrjun var ég andvígur því, að
skipin yrði vopnuð. Ég var heillaður af hlut-
leysishugsjóninni er svo margir héldu með.
En þegar það var sýnt að sjómennirnir voru
myrtir á svo svívh'ðilegan hátt að engri björg-
un var við komið, og hlutleysið fótumtroðið,
sannfærðist ég um að hlutleysið var hvergi
til nema á pappírnum.
Okkar atvinnuháttum er þannig varið að
lífsnauðsyn er að halda uppi siglingum. Að
vísu er hægt að ætla að það mætti sækja til
okkar fiskinn, svo sjómennirnir með því móti
gætu losnað við að leggja sig í þá hættu, sem
nú er samfara þeim, en tilraunir í þá átt hafa
ekki bent til að það geti gengið nema á þeim
tímum sem minst fiskast.
Nú eru máske sumir sem spyrja. Hvað
þýðir að láta þau vopn um borð í togarana
sem enginn kann að fara með. Því er tií að
svai’a, að enginn verður smiður í fyrsta sinn,
en með því móti að æfa vissa mcnn á hverju
skipi til að fara með þessi tæki, má ætla að
þeir geti það eins og aðrir.
Hugir þeirra sjómanna sem ég hefi átt tal
við um þessa hluti, hafa eindregið hnigið í þá
átt að fá vopn, sem að gagni koma til að verja
sig með. Og víst er það, að það er ömurleg
tilliugsun að láta drepa sig fyrirvaralaust, án
þess að hafa neina möguleika til þess að
sporna á móti því.
Ég hefi marg oft heyrt því haldið fram, að
vel vopnuð skip á stærð við togarana okkar
(Framh. á bls. 26)
7
VIKINGUR