Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 12
Björn
Eymundsson
íöður mínum, og út úr fermingu fór ég að
skjótast ferð og ferð á eigin spýtur, 17 ára
byrjaði ég formensku hér við ósmn, fyrir al-
vöru, varð gott til háseta, og gekk oftast vel,
og þótti mörgum góður hlutarbóti að sel og
hnísu, sem maður fékk oftast eitthvað af í
hverjum róðri. Af Vopnafjarðar veru minni
er það að segja, að formaður minn var Sunn-
lendingur, Sigurður Pálsson að nafni, hann
var kappsamur við sjósóknina, einkum þegar
góðar aflahrotur voru fyrir hendi, og var sem
hann þyrfti þá ekkert að sofa, heilu vikurnar
út í gegn, þriðji maður á bátnum var 25 ára
gamall piltur þar úr Vopnafirðinum, Þorsteinn
Sigurðsson að nafni, og vorum við mjög sam-
rýmdir, báðir glaðlyndir og gamansamir, oft
þegar okkur fanst við vera rétt að blunda,
jafnvel eftir sólarhrings vöku, var formaður-
inn kominn að rúmunum okkar og farinn að
vekja okkur: „Drengir, drengir, farið þið nú
að hreyfa ykkur, drengir“, og aldrei kom fyr-
ir, að við fengjum nein ónot, þó hálfseint
gengi með hreyfingarnar, enda mun nú held-
ur aldrei hafa liðið langur tími þar til við
vorum klæddir og fylkingin skálmaði í áttina
til bátsins, og formaðurinn þá í fararbroddi
eins og vera bar, og við Steini eins og tvílemb-
ingar á eftir, þegjandi svona fyrst í stað, en
um það að sezt var undir árar vorum við allir
glaðvakandi, og hröðuðum förinni sem mest
mátti þangað er halda skildi, og þegar kom-
ið var þangað sem ákveðið hafði verið, lagði
formaðurinn upp árarnar með þessum orðum
VÍKINGUR
,,ætli maður fari þá ekki að tína út króka-
skammirnar drengir ætli það ekki, gott var
hér í gær, betur yrði ems í dag, já, eða kann-
ske dálítið betra, svo maður þyrfti ekki að
tefja sig á því að hátta næstu nótt. Jæja,
drengir, róið þið nú út bólfærið, svo ætla ég
nú að telja út fyrstu krókana til að sjá hvort
dýpið er ekki sama“. Já, stendur heima, þeg-
ar steinninn var kominn í botn, fór formað-
urinn að henda út stórum lykkjum af lóðmni
og við Steini að síga á árarnar til að rétta úr
því öllu saman, en svo kom nú fyrir, að einhver
krókskömmin festist einhvers staðar, og þá
urðum við Steini nú að vera fljótir að taka
af ferðina, ef ekki átti að fara dla, og þá komu
nú aðfinslur: „Hvaða ógnar læti eru á ykkur,
drengir, þegar maður er með voðann í hönd-
unum“. Já, þetta gekk nú svo ágætlega, okkur
datt ekki í hug, annað en það myndi renna
viðstöðulaust út úr bjóðinu til enda, ó-já, jeg
hélt það nú líka, þeir eru næmir krókaskamm-
irnar og aldrei hægt að vita nema þeir lendi
einhvers staðar þar, sem síst skyldi. Já, svona
gekk það nú dag eftir dag fram á haust, fram
að þessu sumri hafði ég jafnan verið nokkuð
sjóveikur en nú vandist sú plága af mér, svo
ég hefi varla kennt hennar síðan, og heldur
ágerðist sú ástríða á mér þetta sumar, að
þykja fullt eins gaman að vera úti í dálitlum
ruglingi eins og rjómasléttum sjó og logni, þó
nú í seinni tíð þyki mér lognið og slétti sjórinn
það bezta. Mikið lagði Sigurður að mér að
koma með sér suður um haustið, til að gera
úr mér reglulegan sjómann, því þá væri ég
viss með „gull og græna skóga“ í framtíðinni,
en hugurinn dró mig lieim í átthagana, til
skyldmenna og vina og hefir jafnan farið svo,
síðan hafi ég tíma og tíma hvarflað burtu
hjeðan. Sumarið 1892 var ég á Eskifirði, var
til húsa hjá öldruðum manni,Erlendi Erlends-
syni að nafni, hann hafði alla sína æfi stundað
s.jó og um langt skeið verið skipstjóri á há-
karlaskútum, hann var og greindur maður og
vel að sér í öllu sem að sjómensku laut, og
lærði ég hjá honum ýmislegt viðvíkjandi
skipum og sjómensku. Þetta umgetna sumar,
var stækkaður norskur bátur hjá Tuliniusi, og
vann ég með Erlendi heitnum við að sífæra
bæði bol og þilfar bátsins, einnig sauma og
,,lía“ segl og fleira, og er ég minningu þess
gamla mæta manns mjög þakklátur fyrir
margt, sem hann fræddi mig um í þeim efnum,
með stakri alúð og ljúfmennslcu. Sumarið
1895 minnist ég fyrst að hafa leiðbeint skipi
hér um Hornafjarðarós, var það strandferða-
skipið „Bremnæs" norskt skip og skipshöfn,
12