Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Qupperneq 14
fór Tulinius og verkamenn sem þarna voru,
og ég varð einn eftir, fanst einhvern vegin
hálf þungt andrúmsloft þarna „um borð“ og
að loknum kvöldverði, fór ég upp á þilfar og
staðnæmdist þar sem áðurnefndur strákaðall
lá út af skútunni, studdi hendinni á kaðalinn
sem að mestu flaut ofan á vatninu og titraði
dálítið í straumnum. Jeg var þarna alveg út
af fyrir mig og mínar eigin hugsanir, og tók
^k1'”' eftir fyr en skipstjóri ávarpaði mig, að
mér fannst með hálfgerðu stærilæti, og sagði:
„Haldið þér máske, að bér hristiö þennan kað-
al í sundur með annari hendinni", „ekki hafði
ég nú verið að hugsa um það“, svaraði ég ,,en
allir kaðlar geta þó bilað“ og um leið og ég
sleppti setningunni, flutu tveir kaðalendar á
vatninu, annar aftur með skipshliðinni, hinn
út frá skipsflakinu. Jeg horfði á þetta með
mestu ró, og leit til skipstjórans, og fanst mér
því líklegast, að hann tryði því ekki almenni-
lega, að hann væri vakandi, eða þetta væri
draumur, en eftir litla stund kallaði hann
skipshöfnina á þilfar, og sagði þeim, að draga
inn helming kaðalsins sem flaut aftur með
hlið skíitunnar, og þegar endinn kom inn á
borðstokkinn, fór skipstjóri að athuga sár-
ið. „Það er alveg eins og það sé bútað“ og þó
ekki fúið, máske fallið á það sterk sýra, alveg
nýr rússneskur kaðall, fyrsta flokks, og ég
skil fiáran ekkert í þessu öllu saman“. Jeg
stóð þarna í sömu sporum, horfði á og heyrði
allt sem fram fór, og satt að segja fanst mér
eitthvað léttara yfir mér út úr þessu, enda
prýðilega við mig breitt í orði og verki þann
tíma sem ég var í þessu skipi.
Upp frá þessu fékkst ég af og til við leið-
sögustörf hár við csinn. Þó var ég burtu héð-
an um þriggja ára skeið, og var hér þá leið-
sögumaður Guðmundur Jónsson frá Þinga-
nesi, þar til hann lést árið 1909. Árið eftir var
ég aftur kjörinn af sýslunefnd Austur-Skafta-
fellssýslu, og hefi látlaust gegnt þeim störfum
s’ðan. og fer ég ekki að rekia þann feril neitt
frekar að þessu sinni, starfið hefir stundum
verið mér nokkuð erfitt, og ekki vil ég óska
vinum mínum, slíkra stunda sem þeirra, er
mest hafa reynt í mér þolrifin. Líklegt má
telja, að eftirkomendur mínir í þessum verka-
hring fái til umráða ýms hiálpartæki, sem ég
hefi ekki átt kost á að afla mér, og væri þá
vel, ef eitthvað þokaðist í rétta átt, til hærra
og betra menningarstigs, en þess sem enn er
náð, og að mínu áliti eru góðar samgöngur ein
bezta lyftistöngin fyrir þjóð og land, jafnt fvr-
ir einstaklingana, sem smærri félagsheildir,
og þó einkanlega fyrir þjóðfélagsheildina
VÍKINGUR
ongur
L
sjom.annsKonunnar
Ég fylgi með augunum fleyinu kæra
unz fjarlægÓin alveg mér hylur það sýn.
Söknuður strengina sálar vill hræra,
en sólin á tárvotar kinnarnar skín.
Fleyið ber ástvininn ágæta kæra,
yfir þá bláu og freýSandi dröfn.
Hvort mun þaS orka mér heilann aS færa
hann nú til baka í frið æla höfn.
Ég veit að í djúpinu voSinn er hulinn
sem vinnur nú árlega fjölmörgum tjón,
ég veit hann er stjórnendum vandlega hulinn
þótt viljanum beiti og skyldunnar sjón.
A haustin á sumrin á vetrum og vorin,
hún vaknar svo margsinnis spurningin sú
hvort mér verSi harmanna bikar sá búinn,
sem búinn að tæma mörg konan er nú.
Ég grátbæni alla þá göfgustu anda
aS gæta þín hjartkæri vinurinn minn,
aíi fjarlægja hverskonar voSa og vanda
en voirylinn flytja í sál þína inn.
Að elska og sakna, að vaka og vona,
og vinna í trausti á kærleikans mátt,
alltaf mun sjómann ins ástríka kona
í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt.
Lilja Björnsdóttir.
sjálfa, og út frá því sjónarmiði hefi ég viljað
nokkuð á mig leggja til þess að við Austur-
Skaftfellingar gætum fylgst með inn í fyrir-
heitna landið, sem svo mikið um er rætt og
ritað nú í seinni tíð. Læt ég hér svo staðar
nema, enda þetta allareiðu orðið langt mál um
lítið efni, og víst ekki þess vert, að því sé á
lofti haldið.
14