Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Qupperneq 15
FRIÐRIK ÁQÚST HJÖRLEIFSSON
Vökumaður
I októberblaði sjómannablaðsins ,,Víking-
ur“ minnist Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á
gamlan bónda á Ilegranesi, Sigurð að nafni,
sem hafi á sinn eigin kostnað komið fyrir leið-
arljósi á nesinu, þegar skipa var von á nóttu
til. Þá menn, sem þannig hugsi til sjófarenda
kallar hann vökumenn og er það sízt of mælt.
Ég ætla hér að minnast á annan vökumann
þó hann sé nú dáinn fyrir mörgum árum. —
Hann hét Sverrir Magnússon og var bóndi
austur í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýlu.
Meðallandsbugtin, sem oft er talin alla leið
milli Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða, sem
vitanlega er ekki að öllu leyti rétt, hefir
stundum verið kölluð líklcista skipanna. Við
vitum að mesti fjöldi skipa hafa strandað á
söndunum í Skaftafellssýslum og flest af þeim
horfið ofan í sandinn. Það munu ekki vera
mörg ár frá þeim tíma að Frakkar, Englend-
ingar og Þjóðverjar fóru að senda sín fiskiskip
til íslands og allt fram á síðustu ár, að ekki
hafi eitt, tvö, þrjú og stundum fleiri skip
strandað á ári þar við sandana oftast milli
Höfðanna. Þetta var mjög eðlilegt. Þar á
söndunum voru engir vitar eins og víða við
strendur landsins á þeim tíma. Sandarnir mjög
lágir og oft þaktir snjó og ís alla leið niður að
sjó yfir veturinn. Þar af leiðandi var mjög
vont að greina þá í dimviðrum og í mörgum
tilfellum ómögulegt að næturlagi.
Allur fjöldinn af þeim skipum, sem þarna
strönduðu voru að koma upp að landinu. Á
þessu tímibili héldu þessi erlendu skip sig
mikið þarna fram af söndunum. Það var ekki
ósjaldan seinni part vetrar, þegar bjart var
veður, að maður taldi yfir fimmtíu franskar
skútur og f jölda af togurum aðeins á því svæði
sem augað greindi sjónaukalaust og þótti
okkur það fögur sjón.
Það var eitt stórmerkilegt við þessi tíðu
strönd, að það var mjög sjaldgæft að þar
yrði manntjón og það því merkilegra fyrir
það, að þarna við sandana er mjög brima-
samt.
Það var einn vetur (ártalið man ég ekki)
að þarna strandaði skip sem oftar á Meðal-
landsfjörum. Þegar skip strönduðu þar, voru
alltaf settir menn til þess að vaka yfir strand-
inu og því sem bjargaðist, þar til búið var að
selja strandgóssið sem kallað var og í flestum
tilfellum skipið líka. Jeg skal geta þess, að
heill togari var þá oft seldur á 25 krónur og
frönsk fiskiskúta frá 50—150 krónur. Þær
voru þetta dýrari vegna þess, að úr þeim náð-
ist venjulega meira af timbri. En togararnir
sulcku það fljótt í sand og sjó, að úr þeim
náðist oft lítið og ekki neitt. Þetta var nú smá
útúrdúr. En nú kem ég að vökumanninum.
Það var eina nóttina, að vökumennimir við
strandið sáu að ljós nálgaðist landið og færð-
ist alltaf nær og nær og var komið svo nærri
landinu, að þeir töldu víst, að skipið sem ljós-
ið var á myndi stranda. Þeir fóru nú að tala
um það sín á milli hvað þeir gætu gert til þess
að bjarga skipinu frá því að stranda og mun
þeim hafa orðið ráðafátt. Sverrir gamli lagði
fátt til málanna en mun hafa hugsað því
meira. Allt í einu sprettur hann upp, tekur
ljósker sem var þar hjá þeim í skýlinu, kveik-
ir á því ljós og segir: ,,Ekki dugir að deyja
ráðalaus“. Gamli maðurinn tekur sprettinn og
hleypur austur og vestur meðfram sjónum on
er alltaf að sveifla Ijóskerinu upp og niður.
Eftir litla stund sjá þeir að ljcsið (skipið)
hættir að nálgast landið en í þess stað fer
það að fjarlægjast og hvei'fur að síðustu til
hafs. Þannig bjargaði hann skipinu frá því
að stranda.
Hve mörgum mannslífum hann bjargaði
þarna er ekki gott að segja, því þó að þarna
á söndunum yrðu sjaldan mannskaðar, eins og
ég hefi áður sagt, þá er ekki víst hvernig far-
ið hefði að þessu sinni, því brim var töluvert
mikið.
Nokkru sveinna voru þarna á ferð tveir vél-
stjórar, annar enskur, hinn íslenzkur, Sæ-
mundur að nafni. Þetta atvik barst þeim til
eyrna. Sagði þá Sæmundur að hann hefði ver-
ið á þessu skipi einmitt þessa ferð. Hefðu þeir
verið að koma upp að landinu og ekki athug-
að hvað þeir voru komnir nærri landi, fyrr
en þeir sáu ljósið framundan. Hafa að sjálf-
sögðu verið austar heldur en þeir hafa gert
ráð fyrir. Þeir hafi strax séð, að þetta gæti
VÍKINGUR
15