Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 20
Það er óþarft að taka það fram, þó gert
sé hér, að erindi þetta kom beinlínis fram
vegna þeirrar hættu, sem enn stafaði af um-
töluðu skipsflaki, sem með ári hverju gerðist
nú æ hættulegra við að fjarlægjast yfirborð
sjávar.
Strax daginn eftir, þann 14. maí skrifaði ég
vitamálastjóra, Emil Jónssyni, og' sendi hon-
u.m erindi skipstjórans.
Niðurlag þessa seinna bréfs míns til vita-
málastjóra var sem hér segir:
„Skipsflak þetta, sem búið er að vera þarna
örskammt frá aðalinnsiglingaleið Djúpbáts-
ins síðan árið 1928, og sem er mjög hættu-
legt sjófarendum er leið þessa fara, einkum
síðan það sökk meira í sjó, fór hreppsnefndin
fram á í bréfi til vitamálastjóra, dags. 12.
júlí 1935, að gert væri hættulaust sjófarend-
um, en áheyrn hefir það enn enga fengið.
Því fremur er þess þörf að leiðarljós þau og
,,bauja‘‘ fáist, sem fram á er farið í erindi
skipstjórans, er oft þarf að fara þessa leið í
náttmyrkri og vondum veðrum, að hausti og
vetri til. Væntir nefndin þess að vel verði snú-
ist við þessu erindi og að ljósmerkjum þessum
verði komið upp og ,,bauja“ sett niður fyrir
næstkomandi haust. Meðmæli sýslunefndar
N.-JÍsafjarðarsýs 1 u fylgir hér með“.
Ekkert svar; og enn hefir ekkert verið gert
til þess að draga úr hættu þeirri er af hinu
margumtalaða skipsflaki stafar.
En allt bíður síns tíma, og ef til vill gæti
það orðið til þess að opna augu vitamálastjóra
fyrir hættunni, sem varað hefir verið við, ef
ég segi honum frá því, sem gerðist þarna við
skipsflakið sunnudaginn þann 31. ágúst síð-
astliðinn.
Ég ætla að gera þetta. Finnst mér ég vera
skyldur til þess að sýna enn gleggra fram á
voðann, og að það voru vissulega engir keip-
ar frá hreppsnefnd Ögurhrepps og skipstjóra
Djúpbátsins, þegar leitað var ásjár vitamála-
stjóra í þessum efnum.
Það var um kvöldið, klukkan að verða 10
greindan dag, að inn um opinn svefnherberg-
isglugga minn bárust til mín neyðaróp fjölda
manns um hjálp. Svo að segja í sömu and-
ránni var hrópað fyrir utan gluggann hjá
mér: „Pabbi, komdu strax og bjargaðu fólki,
sem er víst að drukkna hjá togaraflakinu;
flýttu þér!“
Voru þetta dætur mínar sem kölluðu, en
þær voru að ganga til bæjar frá mjöltum, er
þær heyrðu neyðarópin.
Ég skal nú ekkert lýsa því hér, hvað mér
VÍKINGUR
og öllum, sem heyrðu, brá við þessa óvenju-
legu röskun á kvöldkyrrðinni, því logn og
góðviðri var, en nokkuð farið að skyggja.
Ég spratt upp úr bóli mínu við að heyra
neyðarópin, leit út í gluggann, og varð mér
strax ljóst, að bátur, sem á ferð hafði verið
um sundið, hafði rekist á skipsflakið, sem um
hefir verið rætt.
Hékk báturinn þarna upp á rönd, að því er
sýndist og var ekki í fljótu bragði annað
sýnna en að stórslys ætti sér þarna stað á
næstu mínútum.
Ég var svo að segja eftír andartak kominn
undir árar á smáskekktu og reri nú lífróður,
ásamt einni dóttur minni 15 ára, til liðs við
hið nauðstadda fólk.
Er ég hafði um það bil hálfnað róðurinn til
bátsins, leit ég til hans og sá þá mér til mik-
illar gleði og undrunar, að báturinn hafði
losnað af flakinu og að vél hans, sem stöðvuð
hafði verið við áreksturinn, var nú aftur í
gangi og báturinn hélt hægt leiðar sinnar.
Hélt ég síðan til lands, án þess að hafa tal
af skipverjum, sem aldrei sáu neitt til minna
ferða vegna þess hve skuggsýnt var orðið.
Nokkrum dögum síðar en þetta var, frétti
ég að báturinn, sem á flakið rakst, hefði verið
véibáturinn „Haukur“ frá Bolungavík, ca. 5
smálestir að stærð.
Var báturinn á leið til Bolungavíkur með
fólk, sem farið hafði í berjaferð í Skötufjörð
að morgni sama dags.
Með bátnum voru 22 menn, karlar og kon-
ur, þar af 7 unglingar á aldrinum 9 til 17 ára.
Ég hefi átt tal við einn sérstaklega gætinn
og glöggann mann, sem var með bátnum í
þessari ferð.
Ég spurði hann, hvort eigi hefði munað litlu
að báturinn kantraði eða sykki við árekstur-
inn? Svar hans var þetta:
„Um það getur verið mismunandi álit
manna, en ég vil halda að einstök heppni hafi
verið að báturinn brotnaði ekki eða kantr-
aði“.
Leki kom upp á bátnum við áreksturinn,
en þó eigi meiri en svo, að dælan hafði vel
við. Báturinn komst hjálparlaust til Bolunga-
víkur um kvöldið, en allir, sem á bátnum
voru, voru víst sammála um að litlu hefði
munað að illa færi.
Sjálfum finnst mér hafa gengið krafta-
verki næst, að ekki skyldu drukkna þarna all-
ir, sem á bátnum voru. þegar athugað er,
hversu skipsflaki þessu er háttað, sem bátur-
inn rakst á.
Sézt bezt um hálffallinn sjó hvernig flak
20