Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 24
Bókin Kafbátsforingi og kennimaíur, sem út kom skömmu fyrir áramót, lýsir á
margan hátt mjög greinilega starfi kafbáta á strííSstímum. Og þó kafbátar séu meíS
verstu óvinum sjófarenda, er hyggilegt aS vita eitthvað um óvin sinn. Sjómannablað-
iíS ,,Víkingur“ hefir gótSfúslega fengiíS leyfi útgefandans til þess aíS birta kafla úr
bókinni.
Kafbátsforingi og kennimaður
Nafn Martins Niemöllers, hins mikla þýzka kirkjuhöfðingja, er þekkt um allan heim. En fæst-
ir vita um hina viðburðaríku ævi hans. í bók sinni, ,.Kafbátsforing-i og kennimaður“, lýs-
ir hann á lifandi og' skemmtilegan hátt ævintýrum sínum í heimsstyrjöldinni. Hann var
ungur sjóliðsforingi í ofansjávarflotanum, þagar hún brauzt út, en var skipaður í kaf-
bátaþjónustu og varð sjálfur kafbátsforingi á ungum aldri. Niemöller varð brátt kunnur
fyrir dugnað sinn og' skyldurækni. Og þótt menn hati stríð, er ómögulegt annað en dázt
að kjarki og þrcki þessara manna. Eftir stríðið hóf Niemöller guðfrreðinám, og ákvað
að verða prestur. Hann var mjög þjóðernissinnaður og gekk meira að seg'ja í nazistaflokk
Hitlers, en sagði skilið við þann flokk 1933, þegar Hitler ætlaði að ncyða mótmælenda-
kirkjuna undir flokksaga nazista.
I. Kafli.
Kvaddur til kafbátaþjónustu.
Jafnvel þótt það gæti verið nokkur tilbreyt-
ing í því .að fara í herferð til stranda Bret-
lands, eða vera að flotaæfingum við Helgo-
land, að gera árás á ítígaflóa, og taka þátt
: margvíslegum heræfingum, allt frá skotæf-
ingum á Schillighöfn, upp í íþróttamót með
tilheyrandi verðlaunum, þá var samt ekkert
framar til, sem gat deyft hin sívaxandi leið-
indi, er þessu voru samfara. Það virtist ekk-
ert meðal vera til við þeim á hinu gamla, góða
,,Thuringen“, á öðru ári styrjaldarinnar, því
það var ekki ein einasta sál, sem trúði því í
alvöru, að ofansjávarflotinn gæti haft nokkur
veruleg áhrif. Og samt skrifaði einn af góð-
vinum mínum, sem lent hafði í þessu sama í
Konstantínópel, þessi cinkennandi orð: taktu
því með jafnaðargeði, gerðu skyldu þína, og
láttu þér ekki leiðast!
En jafnaöargeðið entist þó ekki betur en
svo, að sumir piltarnir gátu ekki fundið upp
á öðru betra en að gifta sig, og að lokum
virtist hver og einn skoða lagsmann sinn sem
svarinn cvin. Menn urðu þegjandalegir í við-
bót eða þá, að þeir fóru í hár snman út af
smámunum. Jafnframt gerðu mcnn allt, sem
þeir gátu til þess að fá annan starfa, svo unnt
væri að umflýja þessa deyfð.
Okkur ungu sjóliðsforingjana dreymdi um
flugvélar og kafbáta, orustuskip cg loftför og
þótti það nokkuð hart, að eyða refinni í það,
að standa vakt með sverð við hlið á þilfari á
VÍKINGUR
23,000 tonna skips, sem lá við akkeri, mcðan
vinir okkar og félagar tóku þátt í því stríði,
sem allt hið unga Þýzkaland lagði lífið í söl-
urnar fyrir.
í októbcr 1915 rættust vonir mínar, er
sendimaður kapteinsins kom til mín og sagði:
„Kapteinninn vill tala við yður“. Stundar-
fjcrðungi seinna var þjáningum mínum á ,,fá-
vitahælinu“ brátt lokið. Ég var skipaður í
þjónustu við kafbátana frá 1. desember. —
Loksins var fyrsta sporið stigið!
Og samt minnist ég með nokkrum sökn-
uði seinustu nóvemberdagana 1915, þegar
,,Thúringen“ lagði að kolabryggjunni í Wil-
helmshaven, og ég kvaddi mitt gamla skip.
Ég átti nú að skilja við það, og um leið kvaddi
ég mín beztu æskuár og beztu æskuvinina.
Alvara lífsins og napur veruleiki lífsins biðu
mín.
Meðal sjóliða þykir landleiðin frá Wil-
helmshaven til Kiel miklu skemmtilegri held-
ur en frá Kiel til Wilhelmshaven, því að allir
vilja heldur fara til Kiel. En þessi hlunnindi
komu mér að litlum notum, því að ég fór út
í óvissuna. Kafbátadeild? — Það gat verið allt
mögulegt, í bezta tilfelli fengi ég menntun
aðstoðarforingja, sem undirbúning undir kaf-
bátsstörfin, en í versta tilfelli herbúðaþjón-
ustu hjá kafbátanýliðunum í Kiel-Wik. Það,
sem ég fékk, var mitt á milli: ég var sendur
sem stýrimaður á ,,Vulkan“, sem var birgða-
skip fyrir kafbátana.
Til allrar hamingju var ég ekki lengi í því
24