Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Page 27
Guðjón Einarsson mótoristi og útgerðar-
maður er fæddur í Keflavílc 18. janúar 1887.
Voru foreldrar hans Einar Jónsson formaður
og útgerðarmaður í Keflavík, framtakssamur
og djarfur sjósóknari og Guðný Ólafsdóttir
úr Keflavík, hin mesta myndav og sæmdar-
kona í hvívetna.
Föðuir sinn missti Guðjón ungur, en Einar
fórst í róðri fyrir aldamót. Sú saga er svo
kunn í sjávarplássum landsins, er eiginkonan
missir makann í sjóinn, frá ungum börnum,
að ekki verður rakið hár, en ekki leið á löngu
þar til Guðjón varð aðal-fyrirvinna og stoð
móður sinnav þó ungur væri. Byrjaði hann
strax sjómennsku um fermingaraldur eins og
þá var títt um unga menn er djarfhuga voru.
Þegar hann þroskaðist nokkuð, réðist hann
á þilskip. Var hann nokkur ár mcð þeim er
þetta ritar, liáseti; hafði ég því allmikil kynni
af honum á uppvaxtarárum lians , reyndist
hann ávallt hinn ábyggilcgasti og duglegasti
m-aður í hvívetna. Og þó of sncmmt sé að
skrifa æfisögu Guðjóns, er ávallt holt að minn-
ast góðra drengja, þykir mér því ekki úr vegi
að biðja sjómannablaöið ,,Víking“ fyrir þess-
ar línur á þessum tímamótum æfi hans.
Er Guðjón hafði starfað nokkuð á þilskip-
um, fór hann að hugsa til útgerðar sjálfur.
Keypti hann í félagi við annan mann, Ingiber
Ólafsson, einnig úr Keflavík, 7 smál. vélbát
úr Reykjavík af Júlíusi Schov, cr margir eldri
Reykvíkingar kannast við, og lærði Guðjón
að fara með vélina. Til dæmis um það, hve
Guðjón var ötull og áhugasamur í öllu er
hann gekk að, má nefna, að Schov, er einnig
var um sama leyti á mótornámskeiði, sagði
eitt sinn að áhugi Guðjóns hafi vcrið svo mik-
ill, að enginn hafi komist að fyrir honurn til
þess að læra á mótorinn, sem kennt var á. —
Sýnir þetta lítilfjcrlega dæmi, þó í glettni sé
sagt, ágætlega þann ötulleik og þá skyldu-
rælcni, sem hefir auðkennt Guðjón í öllu hans
starfi síðar meir.
Útgerð þeirra félaga heppnaðist með ágæt-
um og var Ingiber formaður en Guðjón mótor-
isti á bát þeirra. Munu þeir hafa verið með
þeim allra fyrstu er fluttu mótorbáta inn til
Keflavíkur, lánaðist þeim vel frá byrjun, er
varð til þess að fleiri fóru á eftir. Blómgaðist
brátt mikið og öflugt atvinnulíf á staðnum
fyrir aðgerðir þessara brautryðjenda og leið
ekki á löngu þar til farið var ao byggja stærri
báta og var Guðjón með þeim fremstu í því
að stuðla að framgangi þess. Átti hann hluti
í fleiri bátum og meðal annars mcð bróður
sínum, Einari G. Sigurðssyni, alþekktum dugn-
aðar og aflamanni, er um langt skeið hefir
verið formaður og útgerðarmaður í Keflavík.
Guðjón hefir með útgerðarstarfi sínu, ávalt
verið og er ennþá til sjós, og alltaf verið mót-
oristi. Hann er kvæntur Guðrúnu Sveinsdótt-
ur, fyrrum útvegsbónda frá Stóra-Hólmi,
Leiru.
Eins og gefur að skilja, er slík starfsæfi
sem hans, ekki ávallt eintómur sæludraumur.
Margvíslegar sveiflur atvinnulífsins valda
gleði eða vonbrigðum á víxl, en í gegnum allt
hefir Guðjón ávallt verið að finna, þar sem
bylgju athafnanna ber hæst.
Vinur.
27
VÍKINGUR