Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 28
Talstöðvar og veðurfregnir
Það eru nú liðin nokkur ár síðan fyrst var
sett talstöð í fiskibát hér á landi. Mönnum
varð fljótt ljóst, að hér var um eitt hið bezta
öryggistæki að ræða sem enn var völ á og sem
afleiðing af því, hefir notkun talstöðvanna
aukizt mikið og eftirspurnin jafnan verið
meiri en framleiðslan.
Það er mál manna að skynsamleg notkun
talstöðvanna hafi stórum aukið þann skerf,
sem sjómennirnir leggja í þjóðarbúið og á
það sérstaklega við um síldveiðarnar. Þá er og
ekki minna um það vert, að bátar skuli ávallt
hvenær sem eitthvað verður að geta gert vart
við sig og beðið um aðstoð, sem og hitt að
eiga þess kost að geta gefið hvor öðrum upp-
lýsingar um allar snöggar veðurbf.’eytingar
og á það ekki hvað sízt við nú, þegar engra
veðurfregna er kostur.
Skömmu eftir hernám landsins gaf póst- og
símamálastjóri út tilkyningu þess efnis, að
stranglega væri bannað að gefa nokkrar upp-
lýsingar um veður.
Og til þess að minna enn betur á þetta
bann var límdur miði á talstöðvarnar sem á
stóð: „Munið! Stranglega er bannað að gefa
nokkrar upplýsingar um veður“. Þetta mun
styðjast við lög, sem út hafa verið gefin um
viðskipti talstöðva. Þess munu vera allmörg
dæmi að þessi fyrirmæli hafi verið brotin af
sjómönnum og hefir viðkomandi tafarlaust
verið látinn sæta sektum.
Eitthvað mun hafa verið um tilfelli bar sem
orðum var hagað þannig, að ekki var beinlínis
um unnlýsingar um veðurfar að ræða, en farið
nálægt efninu. þó ekki svo, að fært þætti að
sækia mann til sekta.
Nú fvnr skömmu kemur tilkvnning þess
efnis að nú sé bannað að tala um aðstöðu við
veiðarnar og vfirleitt allt það, sem óbeinlínis
feli í sér uor>lv«inp-ar um veður. ítrekuð brot
varða missi talstöðvar.
Það hefir hér verið drepið á þessar ráð-
stafanir vegna bess, að gild rök hníga að bví
að hér sé um algerlega óþarfar og óréttmætar
hömlur að ræða, engum til gagns en íslenzk-
um sjómönnum til stórtións og erfiðleika. Og
í öðru lagi verður að víta það, að í þessum
efnum skuli lögin ekki ná iafnt yfir alla
þegna bióðfélagsins. — Talstöðvar þær, sem
Landssíminn hefir selt fiskibátum á leigu
hafa sem kunnugt er, ekki meiri stvrkleika
en svo, að til þeirra heyrist í 50—80 mílna
VÍKINGUR
fjarlægð og ekki svo langt almcnnt. Það hlýt-
ur að vera öllum vel ljóst, að ef andstæðing-
ur hernámsþjóðanna er innan þess svæðis, er
talstöð með áðurnefndum styrkleika dregur,
þá er honum nokkuð kunnugt hvernig veðrið
er alveg eins þó ekki sé á það minnst í tal-
stöðinni og hlýtur því að gilda hann einu
hvort á það er minnst eða ekki.
Þessi staðreynd virðist og vera viðurkennd
af þeim sömu mönnum, sem bannfæra veður-
upplýsingar og skal nefnt dæmi þessu til
sönnunar:
Talstöðin hér á ísafirði hefir oft á sólar-
hring (mér er sagt sex sinnum), viðskipti við
talstöðina á Horni og tekur þá veðurathug-
anir þaðan. Þessar veðurathuganir eru sendar
með alþjóða dulmálslykli, sem notaður hefir
verið um tugi ára. Allir, sem þennan lykil hafa
geta því notfært sér fregnirnar, en það eru
að minnsta kosti allir, sem fást við veðurat-
huganir og veðurspár hverrar þjóðar sem eru.
Það hefir ekki þótt ástæða til þess að skipta
um dulmál. En vegna hvers? Vegna þess, að
vitað er, að stöðin á Horni heyrist ekki nema
mjög takmarkaða vegalengd. Það mun vera
svipuð stöð og bátarnir hafa, en þó öllu sterk-
ari.
Það er á það minnst hér að framan, að
tvennskonar réttur gilti um framkvæmd þess-
ara laga. Sjómönnum eru sjálfsagt minnis-
stæð hin mörgu tilfelli þar sem þeir er troð-
ið hafa upp í útvarpinu, hafa gerst brotlegir
við þessi veðurfregnabannlög, án þess svo vit-
að sá að þeir hafi verið látnir sæta ábyrgð.
Stuttu eftir nýár í fyrra, 1941, var marg-
endurtekin tilkvnning í útvarpinu þess efnis
aðáður ákveðin álfabrenna, sem halda átti
á íþróttavellinum í Reykjavík, væri frestað
vegna veðurs. Á s.l. vetri, þegar norðan of-
viðrið gekk yfir SV-land, var birt tilkvnning
í útvarpinu þess efnis, að Alþýðublaðið yrði
ekki selt á götunum vegna veðurs. Einn fyrir-
lesari útvarpsins sagði í haust í þættinum um
,,Daginn og veginn“, á þá leið, að útlit væri
nú fyrir að veðurguðirnir yrðu okkur hlið-
hollir næsta dag o. fl. o. fl. dæmi mætti nefna.
Þessi eru ekki þau einu, en hinsvegar nógu
mörg til þess að vekja á sér athygli og skyldi
maður ætla að sök útvarpsins væri margföld
á við sök hinna, þar sem styrkleiki þess er
margþúsundfaldur á við styrkleika talstöðv-
anna.
28