Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Qupperneq 30
um banaráð búin af einum af þeim einstakl-
ingum, sem okkur eru sendir til herverndar
og má því segja að hjó sá er hlífa skyldi, og
er það illa farið.
Það var sárt að horfa á aldurhnigna for-
eldra ganga á eftir kistu sonarins, sem þau
á svo ómannúðlegan hátt höfðu verið svipt,
svo og aðra ástvini.
Og síðan þetta var ritað og hefir beðið prent-
unar, hafa þeir haldið áfram þessir útlendu
menn, að skrifa sögu sína hér á landi, og hér í
bæ, á ýmsan hátt okkur ógeðfelldan, en sem
okkur þykir þó fram úr öllu hófi keyra, þegar
að við, óvopnaðir menn, erum bornir vopnum
tilefnislítið eða tilefnislaust, því að slíkt er í
augum allra siðaðra manna auðvirðilegur
hrottaskapur og þarfleysa ein, í það minnsta í
mörgum eða flestum tilfellum.
Nú er það amerískur vörður sem notar byss-
una gegn óvopnuðum ungum íslendingum, sem
voru á skemmtigöngu eftir hádegi eða klukkan
um tvö sunnudaginn 22. febrúar s.l. og á þeim
tíma dags eru víst flestir óhultastir um sína,
þá sem í landi eru.
Þegar svo þessir tveir ungu menn ganga nið-
ur á bæjarbryggjuna, eins og svo margir gera,
bæði til starfa og skemmtunar, verða þeir fyrir
svo óskiljanlegri árás af hendi ameríska varð-
mannsins að furðu gegnir og mun aðdragand-
inn hafa verið sá að því er hér segir.
Þegar að niður á landgang bryggjunnar kom
veittu þeir því eftirtekt, að frá því er þeir höfðu
verið þarna síðast á ferð hafði verið sett nýtt
í bryggjuna á parti svo að þannig leit út, sem
þarna hefði eitthvað orðið að, bíll brotið niður
bryggjuna eða eitthvað þessháttar komið fyrir.
Við það að taka eftir þessu hægðu þeir svolítið
eða eitthvað á göngunni en héldu þó áfram.
Samtímis kallaði þá og líka vörðurinn til þeirra
að þeim skildist fyrirskipun um það að þeir
skyldu halda áfram, hvað þeir og gerðu mögl-
unarlaust.
Þegar að þeir svo höfðu gengið sennilega á
að giska um 10 metra niður bryggjuna frá þess-
um stað, var vörðurinn kominn á eftir þeim,
og á hlið við þá, og þá með þeim ofsa að hann
tók að hrekja annan þeirra með byssustingn-
um, og lagði svo ákaft til hans að byssusting-
urinn gekk í gegnum frakka- og jakkaermi, en
handlegginn hafði hann borið fyrir sig í varn-
arskyni fyrir stungu á verri stað. Þessu næst
er svo það að skot ríður af hjá verðinum og
fékk þá hinn íslendingurinn, Viggó Björgólfs-
son, það skot í gegnum lærið og féll á bryggj-
una með sundurskotinn fót. Þar með mun svo
afrekum þessa hermanns hafa verið lokið þann
daginn, enda komu þá fleiri á vettvang.
Viggó liggur nú á spítala í Hafnarfirði og
hefir legið síðan þungt haldinn, og er ekki séð
ennþá fyrir endann á því hvernig honum reiðir
af. Það mun bæði þessum ungu mönnum og
fleirum vera það hulin ráðgáta hvað það var
sem þeir með þessari göngu sinni niður á
bryggju, að þessu sinni frekar en endranær, og
aðrir þeir er þarna fara og hafa farið um, brutu
svo í bág við hervarnir og hagsmuni Banda-
ríkjanna hér á landi, að réttlæta megi þessa
framkomu vaktmannsins, og það því fremur
sem engar hömlur hafa verið lagðar á nú und-
anfarið, að við íslendingar gætum þarna farið
um eftir eigin vild.
Ekkert hernaðarleyndarmál getur það á
bryggjunni, sem þarna hafði verið framkvæmt,
hafa átt að vera, því að því var unnið um há-
bjartan dag, án allrar leyndar, fyrir augunum á
öllum þeim sem þarna þurftu að fara eða fóru
um. Yfir því hvíldi því engin leynd.
Ofsi sá, sem hljóp í varðmanninn, er því með
öllu óskiljanlegur, en hefði verið í lófa lagið að
koma þessum mönnum í skilning um hvers
hann yrði að krefjast í krafti sinnar vörzlu, ef
hann hefði haft stillingu til, því að báðir skilja
þeir nokkuð og Viggó jafnvel allmikið í ensku.
Svo er að sjá á frásögn blaða, að verðinum
hafi ekki þótt þeir félagar hafa haft nógan
hraða á þegar að þeir héldu áfram niður bryggj-
una, en á skemmtigöngum eru menn almennt
ekki vanir því hér heima fyrir að ganga eina
og lífið sé að leysa, þó að það kunni að eiga
fyrir að liggja að verða dýrkeypt reynzla okk-
ar, að heppilegra sé að taka til fótanna og
hlaupa allt hvað af tekur ef að amerískur her-
maður ávarpar mann.
Það er hrollur í okkur Ilafnfirðingum yfir
þessum atburðum, og við spyrjum: Hvað verð-
ur næst?
Vissulega hljótum við að telja okkur eiga
þá sanngirniskröfu á hendur þeim þjóðum,
sem hafa svipt okkur frelsi um skeið, að þeir
leitist við að gera okkur það ekki sársauka-
fyllra en vera þarf, og beiti aga sínum svo
við sína einstaklinga, að framferði þeirra
verði ekki okkar fámennu þjóð beinn voði í
daglegu lífi. Flestum íslendingum mun þykja
nóg um samt og harma þá hrapallegu rás við-
burðanna, sem hafa dregið okkur inn á svið
ógna og skelfingar styrjaldarinnar.
En óskir okkar hafa verið og eru þær, að
standa utan við öll manndráp og vopnaátök,
enda líka fyrir löngu sagt, niður með vopnin.
HafnfirSingur.
VÍKINGUR
30