Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Síða 31
Sjómannakveðskapur Einn af þjóðmálaskúmum vorum, sem áður hafði hnýtt í sjómannastéttina við ýms tæki- færi, flutti eitt sinn fyrirlestur og nuggaði sér þá upp við sjómenn á ógeðslega smeðjulegan hátt. Þá varð eftirfarandi vísa til: Það er ekki að því að gá, þykir skrítinn fjandi, að nú er hvergi fisk að fá, fyrir Austurlandi. J. B. Þetta raus ég þakka ei. Þvílíkt fals ég hata. Honum ætti að senda svei, svona kjafta snata. G. E. í huganum ekkert göfugt grær gleði litla hljótum, ef að sólin ekki nær, inn að hjartarótum. J. B. Kostlausir. Spurning sú í sinni vex, sem í bögu hringa. Hverjar munu klukkan sex, krásir borðin þvinga? G. E. Enginn kvarta maður má, margt er til að vinna. Illt er að standa í stað og sjá, stóru sporin hinna. J. B. Til næturkokksins. Berhöfðaður, blautur, blöðrur með í lófum, brosleitur og kjaftfor suma við, með sex eða átta pakka af sígarettum mjóum, svona er nú hjá þér úthaldið. :,: Fljótur varst’ að laga maður rninn, það mun víst enginn klaga færleik þinn :,: G. E. Matvælaskömmtunin. Gefðu mér nú kaffi í krús, kokkur af mildi þinni, settu í það sykurlús, svo ég til þess finni. G. E. Stálbrýrrð. Stálið er glatað. Ó, stálið er týnt! Nú stend ég og þyrfti að brýna. Bölvaðan trassaskap Bensi fékk sýnt, bezt er hann óvirðing klína. Stálið er f undið! Nú stekk ég og hrín, svo stórskorinn fögnuð ég sýni. Ja, það er nú hreint ekkert helvítis grín, að hafa ei svoleiðis brýni. G. E. Skipstjóri og bátsmaður talast við: ,,Er það klárt?“ ,,Já, það er það“. ,,Þá er af sá bagi“. ,,Er það í botni, eða hvað?“ ,,Allt í himnalagi“. J. B. Lífsins finn ég þverra þrótt, þó ei sinnið mýkjast. Skyldi hinna nýársnótt, nokkuð minni líkjast. J. B. Annars hugar. Þú átt kannske konu að vin? hvað ég varla þekki. Þér fatast stundum flatningin, en ferðirnar suður ekki. J. B. Vaxbuxur og logn. Ég mun hafa eigin sið, eins fyrir glósur þínar. Þær koma ekki veðri við, vaxbuxurnar mínar. G. E. Sérhver ætti sér að gá, sjálfur standa á verði. enginn skyldi öðrum lá, yfirsjón þótt gerði. J. B. Þó að brjóti bára á knör, boðar hrjóti að meinum. Ég mun skjóta skeið úr vör, skeyta ei hótum neinum. J. B. VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.