Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1942, Blaðsíða 32
Svona er Ameríka. Fyrir nokkrum mánuðum komu tilmæli frá flota- stjórninni til Henry Ford um að nokkrir sjóliðar fengju verklega tilsögn í vélfræði í verksmiðjum hans. „Hve margir?“ spurði Ford. Flotastjórnin sagðist vera þakk- lát ef hann gæti tekið 100. Hve margir eiga að fara á námskeiðið í allt?“ — Helzt 2000 á þriggja mánaða fresti. „Sendið þá alla til mín“, sagði Ford. Nú er-u litlar hvítar húfur sjóliðanna dreifðar um allar verk- smiðjurnar við River Rouge. Þeir vinna í verksmiðj- unum 32 klukkustundir í viku undir tilsögn kennara frá Ford-skólanum. Bóklega kennslu fá þeir 8 stundir á viku. Sjóliðarnir eru til húsa við ána. Mýrarfláka var breytt í sjóliða-herbúðir, með skrifstofubyggingu, svefnskálum, matskála, leikfimis- og leikhúsi með sæt- um fyrir 1100 manns, allt á 40 dögum. Kostnaðurinn var 1.000.000 dollarar. Rétt eftir að búið var að af- henda flotastjórninni stöðina, var Ford tilkynnt að Downes aðmíráll væri væntanlegur daginn eftir til þess að skoða staðinn. Ford brá mjög við þessa frétt. „Það er allt á rúi og stúi þarna“, hrópaði Ford. „Það er ekki hægt að sýna nokkrum manni staðinn eins og hann er útlítandi. Hreinsið þið strax til“. Heill her af verkamönnum Fords var í skyndi settur í að laga til kring um húsin. Meðan þeir voru að vinn- unni skall á myrkur. Ljós voru leidd um allt. Þegar að- mírállinn kom næsta morgun, stóðu byggingarnar í skugga hárra trjáa, runnar voru beggja vegna við dyra- þrepin, og þar sem daginn áður var moldarfen, var nú breiður, eggsléttur grasflötur. „Readers Digest“. Jan. 1942. ★ Víkingur tók upp þá nýbreytni fyrir skömmu, að birta þýddar greinar um vélfræðileg efni, og mun gera það framvegis eftir því sem föng eru á. Er þetta sumpart gert eftir óskum vélstjóranna. Sakna þeir Vélstjóraritsins, er flutti allmikið af slik- um greinum, en það var að mestu lagt niður, er Vik- ingur hóf göngu sína. Greinar þessai' hafa vakið athygli og verið vel tekið. Væri æskilegt að sem flestir hefðu blaðið í huga og sendu því þýddar eða frumsamdar greinar um nýung- ar í þessu efni. Viljum vér i því sambandi minna á, að lesenda-hópur Víkings er orðinn stór og fer vaxandi. Oss er hins vegar ljóst, að það er hið mesta vanda- verk að rita um vélfræðileg efni á ísl. svo vel fari á. VÍKINGUR Það er hörgull á viðeigandi oi'ðum og nýyrði, sem mynduð hafa verið eru ýmsum enn ekki kunn og fæst- um töm orðin. En allt í þessu efni er í rauninni byrj- endastarf hér, og stendur til bóta. Það eru fáir smiðir í fyrsta sinn. ★ Það kostar um 800 dollara að sýna gesti Douglas Santa Monica flugvélaverksmiðjuna — ef gesturinn er kvenmaður, — eftir því, sem einn af framkvæmda- stjórum verksmiðjunnar heldur fram. Starfsmenn- irnir þurfa nefnilega engu síður að skoða gestinn en gesturinn verksmiðjuna. Samskonai' fyrirtæki neitaði einu sinni kvikmyndaleikkonunni Susan Hayward um að skoða verksmiðju sína á þeim grundvelli, að tapxð sem gón verkamannanna á gestinn ylli, munrii nema 20.000 dollurum. ★ Voðurspár. (Úr rími Þórðar biskups Þorlákssonar, prentuðu á Hólum 1671). Gott veður fyrst og síðast í Janario halda sumir góðs vetrar teikn. Þurr skyldi Þorri, Þeysöm Góa, votur Einmánuður, — þá mun vel vora. Sjái ekki sól þriðjudag í föstuinngangi, mun oft heiði'íkja um föstuna. Eftir því, sem viðrar á öskudaginn, mun oft viðra 18 daga aðra á föstunni. Þeir dagar heita öskudags- bræðui'. Grimmui' skyldi Góudagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji, — þá mun Góa góð verða. Ef hún Góa öll er góð, — að því gæti meingi, — þá mun hún Harpa, hennar jóð, herða’ á snjóa strengi. Heiðríkt veður með frosti á Martio halda sumir góðs árs teikn. 'k Vill Sjómannablaðið Víkingur gera svo vel að upp- lýsa, hver hefir gert vísur „Kveðnar um borð í togara“, undir stöfunum J. B. Vísur þessar birtust í síðasta tölu- blaði Víkings og eru óvenju létt kveðnar. Þar er sýni- lega að verki góður hagyrðingur. Kaupandi. Jónas Björnsson skipstjóri ættaður úr Vopnafiröi. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.